Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
4
HVAÐ SEGJA ÞEIR
UM ALDAMÓTIN?
Forsvarsmenn ýmissa hagsmuna- og heildarsamtaka í samfélaginu horfa um
öxl og fram á veg hér á síðum blaðsins í tilefni af aldamótunum
Finnur Geirsson,
formaður Samtaka
atvinnulífsins
Nýtum
tækifærið
Á ÁRSFUNDI Samtaka atvinnu-
lífsins sl. haust var helsta umfjöll-
unarefnið nýja hagkerfið svokall-
aða. Þótt hugtakið sé umdeilt má
segja að þar samtvinnist upplýs-
ingabyltingin, sem sumir segja að
eigi eftir að breyta daglegu lífi okk-
ar jafnmikið eða meira en iðnbylt-
_ ingin, og alþjóðavæðingin. í nýja
hagkerfinu er aðgangur að upplýs-
ingum auðveldur og einfaldur.
Þekking og hæfni skiptir æ meira
máli á vinnumarkaðnum. Sam-
keppni vex enda hafa fyrirtæki
margar nýjar leiðir til að koma vöru
sinni og þjónustu á
framfæri við neytend-
ur. Markaðssvæði
stækka, fyrirtæki og
starfsmenn þeirra
verða hreyfanlegri.
í þessari þróun fel-
ast, bæði tækifæri og
ógnanir fyrir okkur Is-
lendinga. Við erum að
mörgu leyti í góðri
stöðu til að nýta okkur
þau sóknarfæri sem
felast í nýja hagkerf-
inu. Hér er tiltölulega
hátt menntunarstig,
gróska er mikil í há-
tækniiðnaði af ýmsu
tagi og þjóðin hefur
nýtt sér kosti hinnar
nýju tækni umfram margar aðrar.
En bæði fyrirtækin og ekki síður
stjórnvöld verða að vera vel vak-
andi fyrir þeim öru breytingum
sem eiga sér stað. Verði fyrirtækj-
, um ekki búin sambærileg starfs-
skilyrði og í samkeppnislöndunum
geta þau fyrirhafnarlítið flutt starf-
semi sína að hluta eða öllu leyti til
annarra landa. Ef starfsfólk fyrir-
tækja býr ekki við sambærileg kjör
og starfsumhverfi og gerist annars
staðar getur það - ekki síst sá hrað-
vaxandi hópur sem býr yfir góðri
menntun og verðmætri þekkingu -
flutt sig á milli landa án verulegrar
fyrirhafnar miðað við það sem áður
gerðist.
Fyrirtæki eiga í samkeppni, um
markaði, viðskiptavini og starfs-
fólk, sem verður æ alþjóðlegri.
Stjórnvöld standa í raun í sömu
sporum; það ríkir alþjóðleg sam-
keppni milli ríkisstjórna um það
* hvaða skilyrði þær geti búið at-
vinnulífinu og hvemig gengur að
laða fyrirtæki, fjármagn og starfs-
fólk til viðkomandi ríkja. Stjórnvöld
móta rekstrarskilyrði fyrirtækja
með þeim hagstjórnartækjum sem
þau hafa yfir að ráða, setja starfs-
reglurnar fyrir atvinnulífið og sinna
sjálf þjónustu eða rekstri. Menn
þurfa að vera fljótir að hugsa til að
missa ekki af lestinni. Það er brýn
þörf á að þeir, sem starfa í stjórn-
kerfinu, átti sig á því hvað umhverf-
ið breytist hratt og lagi sig að þörf-
■■ um atvinnulífsins. Þetta er sú staða,
sem stjórnvöld í flestum ríkjum eru
í nú við upphaf nýrrar aldar; að
þurfa að bregðast við hinni alþjóð-
legu þróun með skjótvirkum hætti.
Alþjóðlegur samanburður bendir til
að Evrópuríki þurfi að taka sig á í
þessum efnum ef vinna á upp sam-
keppnisforskot Bandaríkjanna og
fleiri ríkja.
Stöðugt rekstrarumhverfi hér á
landi er mikilvægur þáttur í því að
fyrirtæki geti hagnýtt sér þau tæki-
færi sem bjóðast. Sama á við gagn-
vart erlendum fjárfestum. Stöðug-
leikinn er sömuleiðis grundvall-
arskilyrði fyrir því sem skiptir
mestu máli þegar öllu er á botninn
hvolft, þ.e. að bæta lífskjör. Það var
sameiginlegur skilningur okkar
sem vorum að semja um laun í síð-
Ustu samningum að stöðugt rekstr-
arumhverfi skilaði mestu til launa-
fólks. Við höfðum reynslu und:
anfarinna ára til vitnis um þetta. í
nýja hagkerfinu eru hagsmunir fyr-
irtækja og starfsmanna þeirra sam-
ofnir í enn ríkari mæli en áður.
Samtök atvinnulífsins eru sannfærð
um að einungis með því að stuðla að
því að lífskjör hér á landi séu með
því besta sem gerist, geti íslenskt
atvinnulíf staðið sig í hinni alþjóð-
legu samkeppni.
I kjarasamningum þeim, sem
gerðir voru síðastliðið vor, var lagt
upp með að langur samningstími og
stöðugt efnahagsumhverfi réttlætti
miklar kostnaðar-
hækkanir fyrirtækja á
samningstímanum.
Forsendur samning-
anna eru að verðbólga
fari lækkandi og að
kostnaðarhækkanir í
samningum annarra
verði ekki marktækt
umfram það sem um
samdist. Verðbólga
hefur farið lækkandi
að undanförnu og þótt
enn sé hún of há dreg-
ur saman með verð-
bólgustiginu hér og í
samkeppnislöndum.
Flest bendir til að þótt
verðlagsþrýstingur
kunni að verða nokkur
í upphafi nýs árs, sé kúfurinn af á
miðju ári og að þá takist okkur að
komast í stöðugra umhverfi. Öllum
má hins vegar ljóst vera að færi ný
skriða launahækkana af stað
snemma á árinu værum við enn á
ný komin inn í gamalkunnugan
vítahring launahækkana, verðbólgu
og gengisfalls. Við megum síst af
öllu láta slíkt henda okkur, nú þeg-
ar tekist hefur að tryggja eitthvert
lengsta samfellda skeið hagvaxtar
og kaupmáttaraukningar sem við
höfum upplifað.
Á næstunni verða þvi allir að
leggjast á eitt að endurheimta stöð-
ugleikann. Mikilvægt er að allir
gæti ýtrasta aðhalds, hvort heldur
eru fyrirtæki eða ríki og sveitar-
félög. Jafnframt er full ástæða til
að hvetja bæði ríkisvaldið og sveit-
arfélögin til að taka rekstur sinn
fastari tökum, draga úr útgjalda-
aukningu og hafa hemil á hækkun
skatta og gjalda. Það er orðið afar
brýnt að hraða einkavæðingu fyr-
irtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga,
t.d. í fjarskipta-, fjármála- og orku-
geira. Slíkt eílir erlenda fjárfest-
ingu og eykur trú á efnahagslífinu,
skapar ný tækifæri fyrir fjárfesta,
dregur úr viðskiptahalla og léttir
þrýstingi af gengi krónunnar.
Þrátt fyrir vandamál sem nú eru
uppi, t.d. versnandi afkomu fyrir-
tækja, viðskiptahalla, óstöðugt
gengi og meiri verðbólgu en góðu
hófi gegnir er ástæða til bjartsýni.
Mikil gróska hefur verið í íslensku
viðskiptalífi, fyrirtækjum hefur
tekist að nýta sér tækifærin sem
stöðugt rekstrarumhverfi og aukið
frjálsræði hafa boðið upp á. Fyr-
irtæki hafa verið í sókn á erlendum
mörkuðum sem er m.a. til þess fall-
ið að jafna sveiflur í rekstri þeirra
og þau hafa verið að stækka og
sameinast í viðleitni til að hagræða
og styrkja reksturinn. Mikilvægt er
að atvinnulífið fái að gera slíkt
áfram. Samkeppnin er hörð við er-
lend fyrirtæki og lega landsins veit-
ir æ minni vernd fyrir henni. Það
væri synd og mikil skammsýni ef
við takmörkuðum þessa eðlilegu
viðleitni til að hagræða og styrkja
atvinnureksturinn.
Fram undan er ómetanlegt tæki-
færi fyrir fyrirtækin í landinu,
stjórnvöld og launafólk að tryggja
framhald stöðugleikans, efla sam-
keppnisstöðu Islands og treysta
grunn sífellt betri lífskjara. Við höf-
um ekki efni á að sleppa því tæki-
færi. Það vekur góðar vonir að
sjaldan hefur í sama mæli ríkt
sameiginlegur skilningur á því
hvert skuli stefna. Við erum öll á
sama báti og með samhentu átaki
getum við náð miklum árangri á
ným öld.
Ég óska landsmönnum farsældar
á komandi ári.
Halldór Björnsson,
starfandi forseti Al-
þýðusambands íslands
Við árs-
lok 2000
ÁRIÐ sem er að líða hefur verið
viðburðaríkt hjá verkalýðshreyfing-
unni. Kjarasamningar voru endur-
nýjaðir sl. vor með metnaðarfullum
markmiðum sem brýnt er að ná þótt
útlitið sé því miður tvísýnt nú um
áramótin. Þá hefur verkalýðshreyf-
ingin verið á fullu við að laga skipu-
lag sitt og starfshætti til að svara
auknum kröfum á nýjum tímum.
Þar ber hæst róttæka breytingu á
skipulagi Aiþýðusambandsins,
stofnun Starfsgreinasambandsins
og sameiningu félaga víða um land.
Þá náðist áfangasigur í réttindabar-
áttu launafólks með
nýjum lögum um fæð-
ingar- og foreldraorlof
og stór skref voru
stigin í menntamálum
félagsmanna verka-
lýðshreyfingarinnar
með stofnun nýrra og
öflugra fræðslusjóða.
Kjarasamningar
Ég vil víkja fyrst að
kjarasamningunum.
Þegar verkalýðshreyf-
ingin gekk til samn-
inga síðastliðið vor
voru blikur á lofti í
efnahagsmálum og því
var megináherslan
lögð á þrennt: Að
tryggja áframhaldandi stöðugleika,
treysta undirstöðu kaupmáttar
launafólks og beina því svigrúmi til
launahækkana, sem til staðar væri,
fyrst og fremst til hinna lægst laun-
uðu og þeirra sem minnst höfðu
borið úr býtum í kaupmáttaraukn-
ingu undanfarinna ára. Þetta voru
metnaðarfull markmið og til að ná
þeim var almennt samið til langs
tíma og sett inn tryggingarákvæði.
Forsendur samninganna eru að
verðbólga fari lækkandi og að
launastefna samninganna, um að
svigrúm til launahækkana verði
fyrst og fremst látið renna til hinna
lægst launuðu, verði ríkjandi.
Bregðist önnur hvor forsendan,
það er að verðbólga lækki ekki, eða
að svigrúm til launahækkana reyn-
ist mun meira en talið var þegar al-
mennt launafólk gerði sína samn-
inga, gerist annað af tvennu í
febrúar ár hvert: Launaliður samn-
inganna verður endurskoðaður til
hækkunar eða honum verður sagt
upp.
Undanfarin ár höfum við í verka-
lýðshreyfingunni verið að brýna fyr-
ir stjómvöldum þein-a ábyrgð á því
að tryggja hér stöðugleika og skapa
þannig bæði hagstæð skilyrði fyrir
atvinnulífið í landinu og aukinn
kaupmátt launafólks. Við höfum
varað við margvíslegum þenslu-
merkjum ásamt Þjóðhagsstofnun,
Seðlabanka, samtökum atvinnurek-
enda og fleiri aðilum en stjórnvöld
hafa því miður ekki brugðist við
með markvissum aðgerðum.
Nú er svo komið að við stöndum
frammi fyrir því að kaupmáttur
stórs hluta launafólks gæti rýrnað
að öllu óbreyttu og við þær aðstæð-
ur grípa stjórnvöld til skattahækk-
ana og lækkunar skattleysismarka.
Þessu höfum við vitaskuld mótmælt
harðlega en því miður talað fyrir
daufum eyrum.
Um þessi áramót er því mikil
óvissa um framhaldið og hvað gerist
við samningsbundið mat á forsend-
um gildandi kjarasamninga, nú í
febrúar.
Verkalýðshreyfing í mótun
Verkalýðshreyfingin sjálf er stöð-
ugt í mótun enda verður lifandi
hreyfing að laga skipulag sitt og
starfshætti að kröfum tímans
hverju sinni. Á árinu urðu þau tíð-
indi að þrjú landssambönd samein-
uðust í hinu nýja Starfsgreinasam-
bandi. Að mínu mati var þar stigið
stórt skref í þá átt að skilja deilur
undanfarinna ára að baki og skapa
grundvöll að aukinni samstöðu inn-
an hreyfingarinnar í heild.
Önnur stórtíðindi urðu svo á þingi
Alþýðusambands íslands í nóvem-
ber þegar samþykktar voru róttæk-
ustu breytingar á skipulagi og
starfsháttum ASÍ frá stofnun sam-
bandsins árið 1916. Markmiðið er að
færa allt starf og skipulag ASÍ til
nútímalegra horfs, gera það ein-
faldara og auka skil-
virkni og samtakamátt
hreyfingarinnar. Hin
stóru þing ASÍ á fjög-
urra ára fresti verða
leyst af hólmi með fá-
mennari ársfundum.
Æðsta vald í málefnum
verkalýðshreyfing-
arinnai' kemur því sam-
an árlega og með því
vinnst margt. Skipulag
og starfshættir verða
mun sveigjanlegri og
hreyfingin á auðveldara
með að laga sig að
breyttum aðstæðum á
hverjum tíma. Umboð
miðstjómar endur-
nýjast mun örar og er
því sívirkt.
Loks berast stöðugt fregnir af
sameiningum stéttarfélaga innan
ASÍ um land allt. Það sýnir okkur
að félögin eru sífellt að leita leiða til
að efla sig og styrkja og bæta þann-
ig bæði starf sitt og þjónustu við
félagsmennina. Ég spái því að þessi
þróun haldi áfram af fullum krafti
og að við sjáum sífellt fleiri sterk og
starfhæf félög verða til á næstu ár-
um.
Áfangasigrar í jafnréttis-
og menntamálum
Þegar litið er yfir síðustu ár sést
líka að verkalýðshreyfingin hefur
verið í fararbroddi í þeim mála-
flokkum sem skipta launafólk mestu
máli. Sívaxandi áhersla hefur verið
lögð á jafnréttis- og fjölskyldumálin
og ASI átti frumkvæði að því að
móta heildstæða stefnu um réttindi
fjölskyldufólks á vinnumarkaði. Á
þvi ári sem nú er að líða vannst svo
mikilvægur áfangasigur með setn-
ingu nýrra laga um fæðingar- og
foreldraorlof. Um er að ræða mikla
réttarbót fyrir launafólk sem við
höfum lagt höfuðáherslu á að kynna
fyrir félagsmönnum okkar.
Aukin menntun fyrir launafólk
getur skipt sköpum í að skapa fólki
sterkari stöðu á vinnumarkaði, bætt
lífskjörin og gert atvinnulífið í heild
samkeppnisfærara. Því var lagður
grunnur að nýrri sókn í mennta-
málum launafólks í síðustu kjara-
samningum þegar ákveðið var að
leggja talsvert mikla fjármuni í að
stofna nýja fræðslusjóði fyrir al-
mennt launafólk. Þessir sjóðir hafa
tekið til starfa og við bindum miklar
vonir við þá.
Verkalýðshreyfingin hefur einnig
lagt vaxandi áherslu á alþjóðamálin.
Þar höfum við einkum beitt okkur í
samstarfi Norðurlandaþjóða og á
Evrópuvettvangi og þannig haft
umtalsverð áhrif á þróun margvís-
legra réttindamála sem skipta
launafólk miklu máli. Alþýðusam-
bandið hefur einnig leitt umræðuna
um hina félagslegu vídd alþjóðlegs
samstarfs hér á landi og þannig haft
algert frumkvæði í að kynna og
hrinda í framkvæmd réttarbótum
fyrir íslenskt launafólk. Á síðasta
þingi ASI var svo ákveðið að sam-
bandið skuli hafa forystu í því að
ræða stöðu íslands innan Evrópu
og hvort aðild að Evrópusamband-
inu sé sú leið sem mestu myndi
skila.
Blikur á lofti
Liðið ár á sínar dökku hliðar íyrir
launafólk, samanber þau áföll sem
dunið hafa yfir Bolungarvík og
Vestmannaeyjar með skömmu milli-
bili. Fyrir íslenskt launafólk og at-
vinnulíf í heild er það þó óvissan um
stöðu efnahags- og kjaramálanna
sem varpar lengsta skugganum.
Til að ná hinum metnaðarfullu
markmiðum kjarasamninganna frá
síðastliðnu vori verða allir að leggj-
ast á eitt. Launafólk hefur lagt sitt
af mörkum með því að gera samn-
inga til langs tíma. En það er alveg
ljóst að launafólk ætlar ekki eitt að
bera alla ábyrgðina ef allir aðrir
ætla að skorast undan merkjum.
Stjórnvöld og atvinnurekendur
standa því frammi fyrir þeirri
spurningu, nú um áramótin, hvort
langtímasamningar, sem eiga að
skapa stöðugleika og hagsæld,
verða áfram opinn valkostur eða
ekki. Verði launafólk svikið nú er
búið að loka þeirri leið.
Vilmundur Jósefsson,
formaður Samtaka
iðnaðarins
Sam-
keppnis-
staða
*
Islands
BLIKUR eru á lofti í alþjóðamál-
um. Ætla má að Bandaríkin og
Evrópusambandið muni á næstu
árum beina sjónum sínum meira að
innanríkismáíum en undanfarin ár
og samkeppni muni aukast á öllum
sviðum milli þessara risa. Tíma-
bært er að hugleiða samkeppnis-
stöðu íslands á alþjóðavettvangi.
Eitt mesta áhyggjuefni fyrir-
tækja í iðnaði er versnandi staða
Finnur
Geirsson
Halldór
Bjömsson