Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 B 47 Reuters Gilt eða ógilt? ROBERT Rosenberg, sem sæti á í kjörnefnd í Broward-sýslu í Flór- ída, skoðar af mikilli gaumgæfni at- kvæðaseðil til að ganga úr skugga um að kjósandi hafi örugglega sett merki sitt í reit við einn af fram- bjóðendunum í forsetakosning- unum. Hart var deilt um aðferð- irnar við að skera úr um vafaatkvæði en munurinn á þeim George Bush og A1 Gore var sam- kvæmt opinberum tölum aðeins rúmlega 150 atkvæði í öllu Flórída- ríki. Sviptingar á mörkuðum SNEMMA á árinu lækkaði gengi bréfa í nýjum fyrirtækjum á sviði hátækni skyndilega og var jafnvel um að ræða hrun í sumum tilvikum. Þau réttu þó aftur nokkuð úr kútn- um en árið liefur einkennst af mikl- um sveiflum. Á myndinni sjást verð- bréfakaupmenn í New York i miklum ham í október en þá lækk- uðu bréf í farsímafyrirtækinu Mot- orola um 22% á einum degi er skýrt var frá versnandi horfum. AP Fujimori steypt af stóli ANDSTÆÐINGAR Albertos Fuji- moris, fyrrverandi forseta Perú, veifa þjóðfánanum á svölum for- setahallarinnar í Lima í nóvember til að fagna komu arftaka Fujimor- is, Valentins Paniagua. Fujimoris var grunaður um að hafa beitt svik- um til að láta endurkjósa sig í emb- ætti og samstarf hans við umdeild- an yfirmann leyniþjónustunnar var gagnrýnt harkalega. Svo fór að Fujimori yfirgaf Perú og settist að í Japan en foreldrar hans fluttust á sínum tíma frá Japan til Perú. Þing Perú skipaði Paniagua til að gegna forsetaembættinu til bráðabirgða. Skipverja á Kúrsk minnst ÆTTINGJAR skipverja rússneska kjarnorkukafbátsins Kúrsk fleygja blómum í hafið þar sem kafbáturinn fórst 12. ágúst. Sprenging varð um borð í Kúrsk er hann tók þátt í heræfingum og sökk hann á litlu dýpi á Barents- hafi. Ekki er enn vitað hvað olli sprengingunni. Um borð í kaf- bátnum, sem var eitt nýtískuleg- asta herskip rússneska flotans og um 18 þúsund tonn að stærð, voru 118 manns og fórust þeir allir. Upplýsingar stjórnvalda um slysið Reuters og aðdraganda þess voru mjög misvi'sandi og gagnrýndu sumir ættingjarnir stjórnvöld harkalega fyrir að draga allt of lengi að biðja um tæknilega aðstoð hjá vestrænum ríkjum við björg- unarstarfið. Átökí Zimbabwe TOMMY Bayley, hvítur bóndi í Zimbabwc, hjólar á brott frá bú- garði sínum 8. apríl en að baki hon- um sjást uppgjafahermenn og nokkrir nágrannar Bayleys sem lögðu búgarðinn undir sig. Ring- ulreið og átök hafa verið í landinu frá því í febrúar er hópar svartra fóru með samþykki Roberts Mug- abes forseta að leggja undir sig bú- garða hvítra sem þeir sögðu að hefðu eignast jarðirnar með ólög- mætum hætti á nýlenduskeiðinu. Mugabe hélt velli í kosningum á árinu þrátt fýrir átökin og versn- andi kjör almennings. Bush fagnar sigri GEORGE W. Bush, verðandi for- seti Bandaríkjanna, veifar ásamt eiginkonu sinni, Lauru Bush, til fagnandi stuðningsmanna í Texas 13. desember eftir að A1 Gore, frambjóðandi demókrata, hafði endanlega viðurkennt ósigur í for- setakosningunum. Kosið var 7. nóvember en mjög mjótt var á mununum og deilur fyrir dóm- stólum um framkvæmd kosninga og talningu atkvæða drógu á lang- inn að endanleg úrslit fengjust. Gore fékk um 300 þúsund fleiri at- kvæði á landsvísu en Bush hins vegar fleiri kjörmenn og hreppti því forsetaembættið. Repúblik- anar hafa nokkur sæti fram yfir demókrata í fulltrúadeild þingsins en í öldungadeildinni eru flokk- arnir jafnstórir, hafa 50 sæti hvor. Bush hefur þegar tilnefnt fólk í nokkur mikilvæg embætti, við AP stöðu utanríkisráðherra tekur Col- in Powell, fyrrverandi forseti her- ráðsins. Helsti ráðgjafi í öryggis- málum verður Condoleezza Rice. Eldur í neðanjarð- argöngum REYKJARBÓLSTRAR velta út úr efri munna neðanjarðarganga við bæinn Kaprun í fjallinu Kitzstein- horn í austurrísku ölpunum. Eldur varð laus í toglest á leið upp göngin í nóvember og fórust 155 manns, skiðamenn sem voru í lestinni og nokkrir sem biðu eftir lestinni í skýli ofar í göngunum. Vegna brattans í göngunum, sem eru um 600 metra löng, sogaðist reykurinn upp eins og í reykháfi en rúmlega tug farþega tókst að btjótast niður göngin og út. Lestin var rafknúin og eldhætta talin svo lítil að ekki voru slökkvitæki um borð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.