Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 40
40 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
við ríkisstyrktan sjávarútveg í ESB-
löndum gefur ekki tilefni til nýrra út-
gjalda. Aftur á móti er mjög brýnt
fyrir framþróun sjávarútvegsins að
eyða þeirri óvissu sem ríkt hefur
undanfarin ár og skaðað hefur stöðu
greinarinnar. Sjávarútvegurinn, út-
gerð og fiskvinnsla hefur staðið und-
ir stærstum hluta gjaldeyristekna
þjóðarinnar alla tuttugustu öldina.
Sem betur fer hefur atvinnulífið orð-
ið fjölbreyttara á síðustu áratugum.
Nú er svo komið að fleiri atvinnu-
greinar skipta orðið miklu í gjaldeyr-
isöfluninni. Vaxtarbroddar felast
víða og upplýsinga- og hátæknibylt-
ingin gefur okkur möguleika á að
takast á við ný verkefni. Islensk
sjávarútvegs- og markaðsfyrirtæki
hafa stóreflt starfsemi sína víða er-
lendis. Erfitt ár er að baki í íslensk-
um sjávarútvegi. Það sem fær mann
-til þess að vera hóflega bjartsýnn á
framhaldið er sá kraftur og sú út-
sjónarsemi sem einkennt hefur
þessa undirstöðugrein í þjóðarbú-
skapnum.
Að endingu óska ég landsmönnum
öllum árs og friðar.
Haukur Þór Hauks-
son, formaður
Samtaka verslun-
arinnar - FIS
Bryddað
upp á nýj-
ungum til
fyrir-
myndar
fyrir aðra
ÞEGAR á heildina er litið hefur árið
2000 reynst íslendingum afar far-
sælt. Aundanfómum árum hefur tek-
ist að stórauka kaupmátt almennings
ásamt því að viðhalda stöðugleika en
þegar litið er til fortíðar sést vel að
slík velgengni er langt frá því að vera
sjálfsögð í þjóðfélagi okkar. Vonandi
tekst að viðhalda þessum stöðugleika
en til þess að það verði unnt, þurfa all-
ir á þjóðarskútunni að leggjast á eitt,
atvinnurekendur, launafólk og stjóm-
völd.
Eftir mikla kaupmáttaraukningu á
undanfómum ámm, hófst sú lota
kjarasamninga sem enn sér ekki fyrir
endann á. Ljóst er að þessi lota getur
skipt sköpum um hvort
takast megi að varðveita
þann árangur sem náðst
hefur og ryðja braut til
áframhaldandi hagsæld-
ar.
Samtök verslunarinn-
ar era stolt af því að hafa
gefið tóninn í þessari
lotu með því að vera
fyrst samtaka vinnuveit-
enda til að undirrita
kjarasamning við laun-
þega en það var gert 23.
janúar sl. I samningn-
um, sem gerður var við
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur og Lands-
samband íslenzkra
verzlunarmanna, var
samið um veralegar kjarabætur jafn-
framt því sem leitast var við að við-
halda stöðugleika. Þá var bryddað
upp á ýmsum nýjungum sem búast
má við að aðrir viðsemjendur í þjóð-
félaginu taki sér til fyrirmyndar.
Helstu nýmælin felast í svonefndum
markaðslaunasamningum, auknu
frjálsræði á vinnumarkaði og um leið
aukið svigrúm fyrirtækja til sérsamn-
inga við starfsfólk. Með samningnum
fjölgar þeim möguleikum sem fyrir-
tæki hafa til að umbuna starfsfólki og
auka framleiðni. Eftir því sem best
verður séð, hafa samningamir reynst
vel fram að þessu og þjóna því mark-
miði að bæta kaupmátt og starfs-
ánægju starfsfólksins og auka fram-
leiðni og hagnað fyrirtækjanna. Ekki
'íerður annað séð en samningurinn
hafi einnig þjónað því markmiði að slá
á þenslu enda samið um að hluta
ávinnings yrði varið til sparnaðar
með framlögum í séreignasjóð.
Eftir því sem þjóðfélagið verður
fjölbreyttara og íslenskt atvinnulíf
eykur þátttöku sína á alþjóðlegum
samkeppnismarkaði, kemur mikil-
vægi góðrar menntunar betur í ljós.
Samtök verslunarinnar hafa mikinn
metnað á þessu sviði og með góðum
stuðningi viðsemjenda sinna lagt
áherslu á að auka endurmenntun inn-
an verslunarinnar en samkvæmt ný-
gerðum kjarasamningi var hluta
ávinnings varið til endurmenntunar
starfsfólks
Ný samkeppnislög sem tóku gildi í
lok ársins era skref í rétta átt og aug-
Ijós réttarbót og munu vonandi verða
til þess að efla og styrkja samkeppni
og sanngjama viðskiptahætti. Með
lögunum er skerpt á samkeppnis-
reglum og heimildir yfirvalda rýmk-
aðar til muna við að banna starfsað-
ferðir á markaði sem geta haft
samkeppnishamlandi áhrif í för með
sér. Það er mikið hagsmunamál fyrir
þjóðina að tryggja virka samkeppni á
öllum sviðum til að afl framkvöðla
verði sem víðast leyst úr læðingi. A
markaðnum sjálfum er mikilvægt að
enginn geti í krafti stærðar sinnar
eða styrks kúgað aðra, en til þess að
svo megi vera þurfum við leikreglur.
Þessar leikreglur, öðra nafni sam-
keppnislög, þurfa að fela í sér tæki
eða vald sem getur gripið inn í mark-
aðinn þegar hann starfar ekki sam-
kvæmt þeim markmiðum sem ríkis-
valdið hefur sett í formi sam-
keppnislaga.
Samtök verslunarinnar telja það
eitt brýnasta hlutverk stjómvalda að
gera íslendingum kleift að eiga
hindrunarlaus viðskipti við sem flest-
ar þjóðir og verður því markmiði best
náð með tollalækkunum og fríversl-
un. Astæða er til að fagna sérstaklega
þeiiTÍ viðleitni íslenskra stjórnvalda
innan EFTA við að ná fríverslunar-
samningum við ríki utan Evrópska
efnahagssvæðisins. Stefnt er að frí-
verslunarsamningi við Kanadamenn
en Ijóst er að slíkur samningur yrði
stórsigur fyrir íslenska viðskipta-
hagsmuni, innflytjendur jafntsem út-
flytjendur. Þá standa viðræður yfir
við fleiri ríki og er vonandi að þær
beri ríkulegan ávöxt.
Ferðamannaverslun er stór hluti
ferðaþjónustunnar og fer sífellt vax-
andi. Erlendir ferðamenn hafa aldrei
verið fleiri hérlendis en í ár og nær
allir þeirra eiga hér viðskipti af ein-
hverju tagi. Ohætt er því að fullyrða
að ferðamannaverslunin sé ein mik-
ilvægasta grein hinnar ört vaxandi
ferðaþjónustu hérlendis.
Möguleikar okkar Islendinga og
hagsæld í framtíðinni byggjast á ólik-
um þáttum, einn þeirra er skilvirkt og
öflugt atvinnulíf annar þáttur er skil-
virkni ríkisvaldins og skilgreining
okkar á hlutverki þess. Gríðarleg um-
svif ríkisvaldsins og
skortur á skilgreindu
hlutverki þess stendur
okkur nú helst fyrir
þrifum. Er ekki líklegt
að harðvítugar kjara-
deilur og umfram-
eyðsla opinberra aðila
séu rnerki þess að rík-
isvaldið ráði ekki leng-
ur við umfangsmiklar
atvinnugreinar sem
það hefur tekið að sér
en era í raun mun bet-
ur komnar í höndum
annarra?
Við upphaf 20. aldar-
innar stóðu Islendingar
á krossgötum, þá
brýndu skáld og at;
hafhamenn þjóðina til sjálfstæðis. I
dag stöndum við einnig á krossgöt-
um. Sagt er að erfiðara sé að gæta
fengins fjár en afla þess, kannski á
það einnig við um sjálfstæðið, nú
þurfum við að ákvarða hvemig við
gætum sjálfstæðisins. Við þurfum að
ákvarða með hvaða hætti við eigum
samskipti og viðskipti við aðrar þjóð-
ir.Við þurfum að gæta stórbrotinnar
náttúra Iandsins og menningarverð-
mæta sem skila þarf til uppvaxandi
kynslóðar.
„Hver þjóð, sem í gæfu og gengi
vill búa, á guð sinn og land sitt skal
trúa.“
Þessa hendingu úr kvæðinu Alda-
mót eftir Einar Benediktsson er
ágætt að rifja upp nú þegar við hug-
um að okkar dýrasta arfi.
Magnús Oddsson
ferðamálastjóri
Markviss
vinnu-
brögð
skila ár-
angri
ÞEGAR þeir, sem starfa við ferða-
þjónustu líta yfir árið sem er að líða
og freista þess að meta árangurinn
verður niðurstaðan mismunandi eft-
ir fyrirtækjum, landshlutum og
fleiru.
Þegar árangur heildarinnar er
skoðaður er ljóst að umsvifin verða
mun mehn en áður á einu ári, en vís-
bendingar eru hins vegar um að arð-
semin í heild sé ekki í samræmi við
væntingar
Erlendir gestir sem sækja okkur
heim í ár verða yfir 40.000 fleiri en í
fyrra eða um 300.000.
Það sýnir enn skýrar hve umsvifin
hafa aukist á undanförnum misser-
um að erlendir gestir á
þessu ári verða um 50%
fleiri en fyrir þrem ár-
um, árið 1997, þegar þeir
voraum 200.000.
Gjaldeyristekjur af
þessum gestum stefna í
að verða rúmlega 30
milljarðar á árinu eða
um 2,5 milljörðum meiri
en í fyrra.
Þá hefur gistinóttum
Islendinga á ferð um
landið fjölgað mikið á
undanförnum árum eða
um 21% á milli áranna
1996 og 1999.
Hlutdeild ferðaþjón-
ustu í vergri landsfram-
leiðslu hefur aukist úr
4,0% árið 1996 í 4,5% árið 1999 og á
þessu tímabili hefur
vöxtur greinarinnar veriðll% um-
fram almennan vöxt efnahagsstarf-
seminnar í heild.
Þessi árangur er engan veginn
sjálfsagður og því síður sjálfgefinn
til framtíðar.
Á stundum heyrist að við höfum
verið heppin og minnir það á umræð-
ur um heppna veiðimenn sem lentu
óvænt í laxagöngu eða hittu á síld-
artorfu.
En árangur í ferðaþjónustu á lítið
skylt við heppni.
Að baki þessum árangri liggur gíf-
urleg vinna fjölmargra aðila í sam-
ræmi við þá heildarstefnumótun sem
opinberir aðilar og atvinnugreinin
unnu í sameiningu og kynntu árið
1996 og hafa síðan í aðalatriðum unn-
ið að.
Ýmsum markmiðum hennar hefur
í reynd verið náð fyrr en gert var ráð
fyrir sem þýðir breyttar forsendur
fyrir áframhaldandi vinnu og upp-
byggingu.
Gert var ráð fyrir að á tímabilinu
1996-2000 myndi erlendum gestum
fjölga um nálægt 34%, en reyndin
verður rtfrnlega 50%.
Hliðstæð frávik era varðandi
gjaldeyristekjur og ársverk.
Það markmið sem setti var og hef-
ur náðst og skiptir líklega í heild
hvað mestu er aukin hlutdeild ferða-
þjónustu utan hánnatíma á þessum
árum.
Á árinu hafa fjölmörg ný verkefni
verið unnin til frekari styrkingar.
Nú á haustdögum innleiddi sam-
gönguráðherra samræmt gæða-
flokkunarkerfi gististaða sem miklar
vonir era bundnar.
Þá lét ráðherra vinna úttekt og til-
lögugerð varðandi uppbyggingu
annars vegar heilsutengdrar ferða-
þjónustu og hins vegar menningar-
tengdrar ferðaþjónustu.
Stöðugt er þannig rennt fjöl-
breyttari og fleiri stoðum undir upp-
byggingu ferðaþjónustu til framtíð-
ar.
Þessa sér einnig stað í fjárlögum
árins 2001, þar sem áhersla er lögð á
að styrkja ýmsa grunnþætti til efl-
ingar menningartengdri ferðaþjón-
ustu með auknum framlögum til
safna, uppbyggingar gamalla húsa
og til viðhalds og varðveislu ýmissa
annarra menningarminja.
Sýnileg, aðgengileg og varanleg
menningarverðmæti era forsenda
þess að menning og saga verði virkj-
uð enn frekar en nú er í þessum til-
gangi.
Á árinu varð mikil umræða um ör-
yggismál ferðamanna.
I kjölfar þess lét samgönguráð-
herra vinna úttekt á þessum mála-
flokki og nú er að störfum nefnd til
að gera tillögur til úrbóta.
Þá var á árinu aukin áhersla lögð á
kannanir og rannsóknir í ferðaþjón-
ustu, auknu fjármagni var veitt til
upplýsingamiðstöðva og upplýsinga-
þátturinn styrktur í heild og stór-
auknar framkvæmdir til úrbóta á
fjölsóttum ferðamannastöðum.
50% fleiri erlendir gestir, rúmlega
20% aukning innlenda markaðarins
og átta milljarða meiri gjaldeyris-
tekjur en árið 1997 þ.e. á aðeins 36
mánaða tímabili auk stóraukins væg-
is í landsframleiðslu þjóðarinnar
hljóta að auka trú okkar á því að leið-
irnar sem valdar hafa verið í sam-
vinnu opinberra aðila, fyrirtækja og
einstaklinga í greininni séu réttar og
hin faglega vinna að settum mark-
miðum sé í réttum farvegi.
Nauðsyn auk-
innar arðsemi
Þrátt fyrir stóraukin umsvif á öll-
um sviðum í ferða-
þjónustunni og aukið
vægi hennar í þjóð-
arbúskapnum þá hef-
ur afkoma greinarinn-
ar í heild ekki verið
ásættanleg á síðustu
misseram.
Kunnir era ýmsir
utanaðkomandi þætt-
ir sem hafa alltaf áhrif
á afkomu ferðaþjón-
ustu í heiminum þar
sem eldsneytisverð
ber hæst.
Þá hefur þróun
gengismála verið
greininni að ýmsu
leyti óhagstæð á
árinu.
Við þessu hefur þó verið bragðist
hér m.a. með aukinni áherslu og ár-
angri á þeim mörkuðum þar sem
gengisþróun hefur verið okkur hag-
stæð.
En við getum ekki tryggt okkar
samkeppnishæfni til framtíðar nema
arðsemi fyrirtækjanna sé næg til
uppbyggingar og vöruþróunar.
Stjórnvöld þurfa stöðugt að skoða
alla þætti sem að þeim snúa í rekstr-
aramhverfi ferðaþjónustunnar, enda
þeirra hagsmunir að hún sé sam-
keppnishæf. Á vegum samgöngu-
ráðuneytisins var á árinu unnið að
skoðun alls rekstraramhverfisins,
tillögur unnar og stjómvöld gerðu
breytingar á ýmsum þáttum um-
hverfisins.
Meðal breytinga má nefna lækkun
á vörugjöldum bílaleigubfla og vél-
sleða, hækkun endurgreiðsluhlut-
falls virðisaukaskatts veitingahúsa,
breytingar á virðisaukskattsreglum
vegna hópferðabfla og loks almenn
lækkun fasteignagjalda á lands-
byggðinni.sem eðlilega bætir rekstr-
arskilyrði ferðaþjónustu.
Þrátt fyrir allar aðgerðir stjórn-
valda þá verður ábyrgðin á því að
gæði vörannar og að rekstur fyrir-
tækjanna sé samkeppnishæfur aldr-
ei lögð á ríkisvaldið.
Fyrirtækin þurfa að bera rekstr-
arlegan árangur sinn saman við sam-
keppnisfyrirtækin í samkeppnis-
löndunum.
Á þessum vettvangi hefur áður
verið gerð að umræðuefni hin smáa
sölueining, ísland, og rætt um nauð-
syn þess að hér myndist stærri ein-
ingar, sem rekstrarlega era sam-
keppnisfærari í alþjóðlegum
viðskiptum.
í vaxandi samkeppni hlýtur að
verða tilhneiging til frekari sam-
vinnu sem leiði til enn sterkari ein-
inga. Þetta er þróunin í öðram at-
vinnugreinum á íslandi og um allan
heim.
Auðvitað verða alltaf til framherj-
ar, eins og þeir sem með hugmynd-
um sínum og áræðni lögðu granninn
að íslenskri ferðaþjónustu.
Því verður alltaf til og á að vera
ákveðinn fjöldi einherjafyrirtækja,
Magnús
Oddsson
ef svo má að orði komast því það era
þeir oftar en ekki sem koma með nýj-
ar hugmyndir að vöra og þjónustu.
Milljónum boðið heim
Árið 2000 hefur verið ár mikilla
kynninga erlendis og einnig innan-
lands.
Við hina hefðbundnu en stórauknu
landkynningu og markaðsstarfsemi
fyrirtækja í ferðaþjónustu og opin-
berra aðila bættust nú þrjú tíma-
bundin verkefni sem öll sköpuðu
mikla umræðu og umfjöllun um land
ogþjóð.
Það er skoðun mín að íslensk
ferðaþjónusta og þar með þjóðin öll
eigi eftir að njóta nokkuð lengi áhrif-
anna af starfi þeirra sem unnu að
landafundaverkefninu, Reykjavík
menningarborg Evrópu og kristni-
hátíð.
Þessi tímabundna viðbót við land-
kynningarstarf okkar hefur enn
frekar en áður komið landinu og
þjóðinni á framfæri erlendis og
kynnt landið, menningu og sögu
þjóðarinnar fyrir okkur sjálfum.
Segja má að búið sé að senda út
boðskort til milljóna að að sækja ís-
land heim á næstu áram.
Þegar við bjóðum heim gestum þá
verðum við að tryggja að við séum
reiðubúin að taka vel á móti þeim.
Miðað við þær forsendur sem okk-
ur eru nú kunnar verður að gera ráð
fyrir þvi að um 1,5 milljónir gesta
muni þiggja heimboðið á næstu 48
mánuðum og skapa um 150 milljarða
í gjaldeyristekjur á sama tíma.
Nú má enginn skilja þetta sem svo
að þetta muni gerast af sjálfu sér.
Þetta krefst viðvarandi markaðs-
starfs og stóraukins upplýsinga-
streymis en forsendur era allar til
þess.
Utsending boðskorta leggur á
okkur skyldur heima fyrir.
Nauðsynlegt er á næstu misserum
að beina athyglinni mun meir en fyrr
að móttökuþættinum í kjölfar auk-
innar áherslu á alla kynningu.
Tryggja verður þá upplifun og
gæði sem kynnt hefur verið.
Því hófst á árinu skoðun opinberra
aðila og greinarinnar á þeim þáttum
sem hugsanlega gætu orðið flösku-
hálsar á næstu misseram varðandi
það að tryggja að við gætum tekið á
móti þeim gestum sem við höfum í
reynd sent boðskort til ogí samræmi
við það sem í boðskortinu segir.
Era allir grunnþættir, samgöngu-
kerfið, gisting, afþreying, nægt og
fagmenntað vinnuafl o.fl. í stakk
búnir bæði hvað snertir magn og
gæði til að taka á móti 1,5 milljónum
erlendra gesta og auknum fjölda inn-
lendra á næstu 48 mánuðum?
Hér er i reynd allt í húfi, þar sem
fáir munu þiggja boðið nema einu
sinni og ekki bera gestgjöfunum
góða sögu ef boðið er misheppnað að
mati gestanna.
Þessi skoðun og úrvinnsla hennar
er að mínu mati eitt stærsta sameig-
inlega verkefni opinberra aðila og
greinarinnar á næstunni til að
tryggja samkeppnishæfni okkar til
framtíðar.
Við verðum að vera reiðubúin að
axla ábyrgð gestgjafans og standa
undir þeim væntingum sem við höf-
um vakið.
Steinn Logi Björnsson,
formaður Samtaka
ferðaþjónustunnar
Mikið hags-
munamál
að ferða-
þjónustan
fái eðli-
leg starfs-
skilyrði
NU ER senn lokið þessu síðasta
ári áratugarins og aldarinnar.
Hvað ferðaþjónustuna varðar hef-
ur þetta ár verið enn eitt metárið í
fjölda erlendra og íslenskra ferða-