Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 41
MOROUNMLAæiÐM manna sem koma inn í landið. Ef litið er til 11 ára tímabilsins frá 1990 til 2000 þá hefur komum erlendra ferðamanna fjölgað um 136%. Þetta er 9% meðalaukning á ári. Til samanburðar fjölgaði ferðamönnum sem fóru yfir landa- mæri í heiminum um 5,2% á ári á svipuðu tímabili. Það er því ljóst að sá gífurlegi vöxtur sem við höfum búið við er um tvö- faldur á við það sem almennt gerist hjá öðrum löndum. Afleiðingin er sú að ferðaþjónusta er nú þýðingar- meiri fyrir Island en flest önnur lönd Norður-Evrópu. Á sama tíma og umsvifin í ferðaþjónustu hafa aldrei verið meiri, hefur afkoman í greininni sjaldan verið verri. Því valda í fyrsta lagi gífurlegar kostnaðarhækkanir vegna hækk- unar eldsneytisverðs, bifreiða- trygginga og annars innlends kostnaðar, s.s. launa. í öðru lagi hefur gengisskráning krónunnar haft alvarlegar afleiðingar fyrir af- komu ferðaþjónustufyrirtækja, með þvi að draga úr tekjum í ís- lenskum krónum og með því að magna upp áhrif kostnaðarhækk- ana á afkomuna. I þriðja lagi er það rekstrarumhverfi sem mörg- um ferðaþjónustufyrirtækjum er búið frá hinu opinbera afar erfitt og ekki í samræmi við þýðingu greinarinnar eða framlag hennar til þjóðarframleiðslu, hagvaxtar og útflutningstekna. í fjórða lagi er sökin hjá fyrirtækjunum sjálfum. Sum hafa offjárfest með aðstoð op- inberra lánasjóða (s.s. mörg lands- byggðarhótel). Önnur hafa keppt sín á milli um að veita þjónustu sem ekki er samkeppnisgrundvöll- ur fyrir, eða veita þjónustu sem á með réttu að vera með opinberri fyrirgreiðslu, s.s. sumar almenn- ingssamgöngur innanlands. Hinn mikli vöxtur undanfarinna ára hefur sannarlega bætt hag t.d. hótelanna í Reykjavík sem nú njóta mjög góðrar herbergjanýt- ingar flesta mánuði. Það sama má segja um afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur, veitingastaði og fleiri fyrirtæki. Aðra sögu er að segja af hótelum á landsbyggðinni, einkum heilsárshótelum. Vandinn í hnot- skurn virðist vera sá að aukning gistirýmis á landinu hefur nánast fylgt heildaraukningu ferðamanna, en aukning eftirspurnar hefur fyrst og fremst skilað sér á suð- vesturhornið og aukið nýtingu þess gistirýmis sem þar er fyrir hendi. Niðurstaðan er sú að nú er orðinn skortur á gistirými á suð- vesturhorninu, sem gæti hamlað fjölgun ferðamanna ef ekki verður breyting á, en á móti er offramboð á gistirými á landsbyggðinni, eink- um utan mjög stutts háannatíma þar. Sem kunnugt er hefur rekstur innanlandsflugs á íslandi gengið brösulega um langt skeið og hefur afkoma innanlandsflug enn versn- að á þessu ári. Kemur þar til veru- lega aukinn eldsneytiskostnaður og hækkandi launakostnaður sam- fara því að samkeppnin við „rík- isstyrktu" vegina og ferjurnar hef- ur aukist. í ofanálag hefur hið opinbera leyft sér að leggja á við- bótarskatt í formi flugleiðsögu- gjalds uppá 40 milljónir í ár og 50- 60 milljónir á næsta ári. Hefur helsti rekstraraðili innanlandsflugs nú gefið út mjög ákveðnar yfirlýs- ingar um að i framtíðinni verði þær flugleiðir sem ekki bera sig einfaldlega lagðar niður. Þetta eru e.t.v. meiri þáttaskil en marga grunar því nú er skýrara en áður að ábyrgðin af því að sinna innan- landsflugi, sem er ekki arðbært, er stjórnvalda. Þau verða að ákveða hvaða samgöngur þarf að tryggja vegna annarra en arðsemissjónar- miða, s.s. byggðarsjónarmiða eða annarra pólitískra eða almanna- hags sjónarmiða. Þetta á einnig við um rekstur hópferðabifreiða samkvæmt sérleyfisakstri sem hef- ur skilað afar slakri afkomu og virðist vera fórnarlamb sömu krafta og innanlandsflugið. Á þessu ári hafa komið verulega íþyngjandi áhrif elds- neytishækkana, tryggingariðgjalds- hækkana og þunga- skattshækkana. Árið hefur þar að auki reynst rekstraraðilum erfitt vegna langs verkfalls bifreiða- stjórafélagsins Sleipn- is yfir háannatímann. Loks ber að geta hinna hryllilegu slysa sem orðið hafa á árinu og hafa lagst þungt á starfsmenn og stjórn- endur. Það er alkunna að aldur hópferðabif- reiðaflotans á íslandi er með því hæsta sem gerist. Gam- all rútubílafloti kemur m.a. í veg fyrir að ísland geti staðið við skuldbindingar hvað varðar meng- un af völdum samgangna á vegum og er það eitt og sér næg ástæða til að greiða fyrir endurnýjun flot- ans. Veigameiri ástæða er ef aldur og ástand bílaflotans fer að ógna öryggi farþega eða vegfarenda. Gott viðhald og árvökul augu hafa hingað til getað forðað slíku, en ekki má taka neina áhættu í þeim efnum. Er brýnt að yfirvöld og SAF taki saman höndum um að skapa eðlileg rekstrarskilyrði fyrir hópferðabifreiðarekstur. A sama tíma og afkoma ferða- þjónustunnar er veik, hefur vægi ferðaþjónustu aldrei verið meira í íslensku efnahagslífi. Skilar grein- in nú næstmestum gjaldeyris- tekjum allra atvinnuvega. Þegar fjallað er um vægi „ferðaþjónstu" þarf að hafa í huga að skilgreining Þjóðhagsstofnunar á ferðaþjón- ustu er ekki sú sama og Alþjóð- lega ferðamálastofnunin (World Tourism Organization - WTO) styðst við, né endurspeglar hún þau fyrirtæki sem telja sig til ferðaþjónustu skv. félagatali Sam- taka ferðaþjónustunnar - SAF. Þannig telur Þjóðhagsstofnun að- eins 30% af veitingahúsum sem ferðaþjónustufyrirtæki þótt þau séu flest innan vébanda SÁF. Samkvæmt skilgreiningu Þjóð- hagsstofnunar voru gjaldeyris- tekjur ferðaþjónustu árið 1999 13% af gjaldeyristekjum en til við- bótar koma „aðrar samgöngu- tekjur" uppá 8,9%. Að mati Þjóð- hagsstofnunar störfuðu um 5.400 manns í „ferðaþjónustu“ í árslok 1999. I hótel- og veitingarekstri og samgöngum störfuðu samtals um 13.700 manns. Af þessu virðist óhætt að fullyrða að yfir 10% vinnuafls á Islandi starfar við ferðaþjónustu eins og fyrirtækin skilgreina sig sjálf. Samkvæmt sömu greinargerð hefur framlag ferðaþjónustu til vergrar þjóðar- framleiðslu aukist úr 4% árið 1996 í 4,5% árið 1999 m.v. fyrrnefnda skilgreiningu sem vanmetur vægi ferðaþjónustunnar. Samanburður við aðrar greinar er þessi: Fram- lag fiskveiða 7,5%, ferðaþjónustu 4,5%, fiskvinnslu 3,6%, landbún- aðar 2,0% og ál- og kísiljárnfram- leiðslu 1,5%. Ljóst er af þessu að heilbrigði ferðaþjónustunnar sem atvinnu- greinar er ekki einkamál grein- arinnar eða eigenda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Það er mikið hags- munamál fyrir þjóðarbúið í heild að ferðaþjónustan fái að starfa við eðlileg starfsskilyrði og ná eðli- legri arðsemi. Ef það tekst er framtíðin mjög björt. Mörg jákvæð teikn eru á lofti um áframhaldandi fjárfestingu og vöxt í ferðaþjón- ustu. Nægir að nefna áform um byggingu Hótels Esju, nýs hótels í Aðalstræti, stækkun Flugstöðvar- innar að ógleymdri byggingu nýs ráðstefnu- og tónlistarhúss ásamt hóteli. Jafnframt gefur stóraukið framlag hins opinbera til land- kynningar góðar vonir um framtíð- ina. Það er sannfæring okkar í for- ystusveit ferðaþjónustunnar að með góðu samstarfi stjórnvalda og fyrirtækja sé hægt að skapa skil- yrði fyrir arðsömu og ört vaxandi umfangi ferðaþjónustu á íslandi sem getur haldið áfram að vera vaxtarbroddur í íslensku atvinnu- lífi um ókomin ár. Fyrir hönd Samtaka ferðaþjón- ustunnar óska ég landsmönnum öllum góðrar ferðar inn í næsta ár og næstu öld. Steinn Logi Björnsson STOOMHB&IKIRSn DEHÐMSRRM 4 Dí Pétur Bjarnason, for- maður stjórnar og fram- kvæmdastjóri Fiski- félags Islands Sjávarút- vegur og um- hverfísmál DEILT er um með gildum rökum hvort þúsaldamót voru um síðustu áramót eða þessi. Það skal ósagt látið hve mikilvægar slíkar deilur eru en við áramót er ágætt að rifja upp helstu verkefni liðins árs og þess næsta. Fiskifélag íslands hef- ur undanfarin ár verið vettvangur hagsmunasamtaka sjávarútvegsins um umhverfismál og þykir mér rétt að gera nokkra grein fyrir stöðu þeirra mála. Ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar Niðurstöður Hafrannsóknastofn- unar síðastliðið sumar og ráðgjöf stofnunarinnar í því framhaldi olli vonbrigðum. Landsmenn áttu von á að þorskstofninn væri í öruggum vexti og því myndi stofnunin leggja til auknar þorskveiðiheimildir. Þetta gekk ekki eftir. Að mati stofnunarinn- ar hafði þorskstofninn verið ofmetinn síðustu árin og því væri þörf á að minnka kvóta frá því sem verið hafði. Eðlilega urðu miklar umræður í kjölfar út- komu skýrslu stofnun- arinnar. Margir töldu fullsannað að aðferðir vísindamannanna væru of ófullburða til þess að byggja á þeim ráðgjöf um veiðiheim- ildir og að leita þyrfti annarra ráða. Rykið var dustað af heimasmíðuðum kenrtingum og ýmsir töldu sig vita betur en stofnunin hvað gera ætti. Það er ekki óeðlilegt að skoðanir um jafnmikið hagsmunamál og þorskkvóta séu skiptar. Margir eiga allt sitt undir að vel takist til um fiskveiðistjórnun. Langtíma- og skammtímasjónarmið takast á og skoðanir markast m.a. af hvar á landinu menn eru og hvaða veið- arfæri eru nýtt. Það er ómótmælanlegt markmið fiskveiðistjórnunar að tryggja hag- kvæma nýtingu fiskstofna til langs tíma. Við ætlum að stunda fisk- veiðar þannig að ástand fiskstofna haldist gott til langs tíma.Við ætl- um að stunda fiskveiðar á svokall- aðan sjálfbæran hátt, sem þýðir að árlega sé ekki tekið meira úr veið- anlega hluta hvers stofns en það sem bætist við af yngri árgöngum. Þannig viljum við skila börnum okkar jafngóðu búi hvað þetta varðar og við tókum við. Skilningur neytenda Við hvaða veiðiálag slíkt jafn- vægi næst getur verið deiluefni. Er í raun annar kostur en að styðjast við ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar, sem óneitanlega styðst við viðurkenndar vísindalegar að- ferðir? Það þarf að hafa í huga að ráðgjöf um fiskveiðikvóta þarf að styðjast við annað og meira en persónulegt mat þeirra einstak- linga sem fást við veiðar eða vinnslu. Veiðar og vinnsla sjáv- arfangs væri ekki stunduð á ís- landi ef ekki fengjust kaugendur að afurðunum. Lífskjör á íslandi væru ekki sambærileg við það sem best gerist ef neytendur afurða okkar væru ekki þeir sem best efni hafa á að borga fyrir þær. Það er hollt að hafa það í huga að þeir sem kaupa íslenskan fisk í útlöndum gera það ekki eingöngu vegna þess að þeir eru svangir. Ef svo væri hefðu þeir ódýrari val- kosti. Val neytenda ræðst af mörgu. Vissa um gæði er eitt, trú á hollustu annað og svo mætti lengi telja. Vaxandi þáttur í vali neytandans er umhyggja fyrir um- hverfinu. Kaupendur eru með vali sínu oft að leggja lóð á vogarskál umhverfisins og eru þess reiðu- búnir að hegna þeim sem ekki sýna umhverfinu tillitsemi. Tengsl markaðar og veiðistjórnunar Á þetta er minnst vegna þess að það tengisir ákvörðun okkar um fiskveiðistjórnun. Það er ekki nóg að við sjálf teljum okkur veiða í samræmi við sjálfbæra þróun heldur þurfum við að njóta skiln- ings viðskiptavina okkar á því að svo sé. Við getum m.ö.o. haft margvíslegar heimatilbúnar kenn- ingar um hvernig eigi að stjórna fiskveiðum en það getur komið okkur í koll á mörkuðum ef þær njóta ekki skilnings. í kringum okkur eru alls staðar teikn um alþjóðavæðingu. Aukin alþjóðavæðing og frjálsari sam- skipti á milli þjóða færir okkur bæði tækifæri og ógnanir. Það er hröð þróun í gangi og full þörf á að íslendingar hafi áhrif á gang mála. Hér er ekki verið að tala um inngöngu í Evrópusambandið held- ur almennt um að taka þátt í um- ræðu um þróun mála er snerta nýtingu auðlinda hafsins. Það er öllum ljóst að mannkynið þarf að bæta umgengni við umhverfi jarð- ar og þar eru fiskveiðar ekki und- anskildar. Áhugi Vesturlandabúa á því er mikill og ósvikinn. Það er einnig öllum ljóst að umhverfisvernd er orðinn mikilvægur iðnaður þar sem spil- að er á tilfinningar fólks með réttum og röngum rökum. Pen- ingar og völd eru eft- irsótt gæði. Vitaskuld er ekki hægt að setja öll skipulögð um- hverfisverndarsamtök undir einn hatt en staðreyndin er sú að mörg þeirra fara of- fari þegar þau „upp- lýsa“ almenning um nýtingu auðlinda hafsins og vandséð að umhyggja fyrir um- hverfinu sé alltaf í fyrsta sæti. Fyrir bragðið eru miklar ranghug- myndir á kreiki um umhverfismál sjávarútvegsins, sem ætla má að hafi áhrif á val neytenda þegar kemur að sjávarfangi. Mikilvægt verkefni Hér hefur sjávarútvegurinn verk að vinna. Upplýst umræða um umhverfismál er mikilvæg. Mikilvægasta verkefnið er að starfræksla sjávarútvegsins brjóti ekki í bága við eðlilegar kröfur um umgengni við náttúruna. I öðru lagi þarf greinin að taka þátt í að marka umræðunni farveg og stuðla að almennri þekkingu um fiskveiðar og -vinnslu. Vestur-Evr- ópubúar þurfa að vita að þótt illa hafi verið farið með þorsk í Norð- ursjó er þorskur við Islands- strendur ekki í útrýmingarhættu. Þeir þurfa að vita að nýting auð- linda við ísland er í góðu samræmi við þá þekkingu sem best er talin til þess að stýra fiskveiðum. Þeir þurfa að vita að sjávarafurðir okk- ar eru unnar úr heilbrigðum fiski sem lifað hefur í ómenguðu um- hverfi og við vinnslu hans hafi ver- ið gætt fyllsta hreinlætis. Stjórnvöld og samtök í íslensk- um sjávarútvegi hafa unnið þarft verk á þessu sviði og stefna á enn frekari landvinninga. Á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og undir íslenskri verkstjórn hefur verið unnið að reglum um um- hverfismerki sem ætlað er að benda umhverfisþenkjandi neyt- endum á hvernig staðið er að vinnslu afurða sem standast eðli- legar kröfur um umgengni við auð- lindir hafsins og stendur kynning á þeim kröfum nú yfir. íslenskur sjávarútvegur hefur tekið við sér og er nú virkur þátttakandi í um- ræðum um umhverfismál Vel hefur verið unnið í umhverf- ismálum sjávarútvegsins á árinu og stefnan mörkuð. Fiskifélag íslands óskar lands- mönnum öllum gleðilegs árs. Tryggvi Jónsson, for- maður SVP - Samtaka verslunar og þjónustu Þrýstingur á stjórnvöld að sporna gegn þenslu í ríkisfjar- niálum ÁRIÐ, sem nú er senn á enda, hefur verið mikið afmælisár. Þó í hugum flestra beri hæst kristnitöku- og landafundaafmæli þá héldu kaup- menn upp á að hálf öld var liðin frá stofnun Kaupmannasamtaka Is- lands. I tilefni þess gáfu samtökin út veglegt afmælisrit þar sem saga þeirra var rakin. Kaupmenn hafa í gegnum tíðina sameinast í ýmsum samtökum eftir því sem aðstæður í þjóðfélaginu kölluðu á hverju sinni. Má þar nefna Félag matvörukaup- manna og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, en það félag varð ekki hreint launþegafélag fyrr en upp úr miðri 20. öldinni. Þá má og nefna það lykilhlutverk sem kaupmenn gegndu við stofnun Verslunarráðs Islands. I afmælisriti Kaupmannasamtak- anna kemur fram að fyrir einni öld og ári betur var Kaupmannafélag Reykjavíkur stofnað. Innan félags- ins starfaði fulltrúaráð sem vera skyldi málsvari kaupmannastéttar- innar og gæta hagsmuna hennar, einkum gagnvart Alþingi, lands- stjóm og bæjarstjórn, til dæmis með því að svara fyrirspumum og leggja fram tillögur um málefni sem snertu verslun og hagþróun. Þessu hlutverki hafa samtök kaupmanna gegnt æ síðan og á árinu 1999 tóku SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu við þessu hlutverki, en Kaupmannasamtök íslands vom ein af aðaldriffjöðranum við stofnun þeirra samtaka. Innan nýju samtakanna starfa ekki eingöngu kaupmenn, heldur öll verslun og þjónustugreinar, svo sem flutn- ingafyrirtæki, olíufélög, heild- verslanir, apótek, póst- og síma- fyrirtæki o.fl. Þannig hafa kaup- menn með framsýni og skörangs- skap, sem einkennt hefur starfsemi þeirra allt frá upphafi, tekið þátt í að byggja upp ný samtök þar sem tekið er mið af því þjóðfélagi sem við lif- um í nú. Á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun Kaupmannafélags Reykja- víkur, og raunar einnig frá stofnun Kaupmannasamtaka Islands, hafa breytingar í þjóðfélaginu orðið slík- ar sem raun ber vitni. Því er eðlilegt að barátta fyrir hagsmunum kaup- manna hafi breyst. Á haustmánuð- um 1931 þurftu kaupmenn að berj- ast fyrir hagsmunum sínum þegar sett var reglugerð „um takmörkun á innflutningi á óþörfum varningi". í dag beinast athugasemdirnar eink- um að lögum og reglugerðum, sem sett era vegna aðildar okkar að Evr- ópska efnahagssvæðinu. Þannig hef- ur starfsvettvangur og hagsmuna- gæsla þefrra, sem starfa að verslun og þjónustu, færst frá Reykjavík yf- ir á landsvísu og nú, undanfarin ár, á alþjóðavísu. Jafnframt hefur þessi þróun komið neytendum til góða, í stað þess að geta eingöngu átt við- skipti við þá verslun eða þjónustu- fyrirtæki, sem var í þeirra byggð- arlagi, geta þeir nú verslað og fengið þjónustu í gegnum Netið með þægi- legum og öruggum hætti hvar sem þeir kjósa. Um þessar mundir einkennir ótti við verðbólgu alla efnahagsumræðu.-n- Menn eru minnugir þeirra ára, sem ekki era svo löngu liðin, þegar verð- bólgan kollvarpaði heimilum og fyr- irtækjum. Kjarasamningar þeir, sem Samtök atvinnulífsins gerðu við launþegasamtök á yfirstandandi ári, eiga það sammerkt að vera ekki verðbólguhvetjandi. í þeim er hins vegar að finna viðmið, sem gerir *' Pétur Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.