Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 38
'38 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIE þess að geta boðið bömum upp á jólamat og klæði. Jöfnuður og félagslegt réttlæti Það er óbærileg aðstaða sem þetta íólk er sett í. Engu betri er þó sú smán sem er samfélagsins alls; að horfa á þetta gerast. Hlutskipti tekjulægstu hópanna er smánar- blettur á samfélagi okkar. Af einstökum málaflokkum þar sem brýnna úrbóta er þörf vil ég nefna aðstöðu aðstandenda lang- veikra bama. Þeir eiga skilið sam- stöðu af hálfu okkar allra. Aðstand- endum langveikra bama er hins vegar gert að fara bónarveg til að hlotnast sjálfsögð réttindi. Þessu fólki era búin miklu lakari réttindi en alls staðar í löndunum í kringum okkur og er mál að linni. A liðnu ári hafa skipst á skin og skúrir. Margt hefur áunnist en verk- efnin framundan era aðkallandi. Samtök launafólks munu ekki víkja sér undan því að takast á við þau. Til þess vora samtökin sköpuð: Að berj- ast fyrir jöfnuði og félagslegu rétt- læti. Ekki er útlit fyrir annað en að stjórnvöld muni sjá hreyfingu launa- fólks fyrir nægum verkefnum á kom- andi tímum. Bogi Pálsson, formaður Verslunar- ráðs íslands Tryggjum áfram- haldandi hagvöxt STAÐAN í íslensku efnahags- og at- vinnulífi við þessi áramót er á marg- an hátt góð. Hagvöxtur á undanförn- um áram hefur skilað sér í bættri afkomu fyiirtækja og einstaklinga og aukin umsvif í hagkerfinu hafa leitt til vaxandi tekna ríkissjóðs. Rekstraramhverfi atvinnulífsins hefur færst til betii vegar að mörgu leyti, að hluta til vegna aðlögunar að erlendri þróun, t.d. í gegnum EES- samninginn, og að hluta til vegna þess að stjórnvöld og stjórnendur í atvinnulífinu hafa tekið til heima hjá sér. Atvinnuástand er gott og ný störf hafa orðið til í atvinnugreinum sem ekki vora til fyrir örfáum áram. Mörg íslensk fyiirtæki hafa sýnt kjark og framsýni með því að auka umsvif sín erlendis og íslendingar eru nú virkari þátttakendur en nokkra sinni í þeirri þróun sem stundum er kennd við alþjóðavæð- ingu. Þrátt fyrir að ástandið sé á marg- an hátt gott er ljóst að vel þarf að halda á málum ef áfram á að takast að halda uppi sambærilegum hag- vexti og á undanfömum áram og tryggja að lífskjör hér á landi dragist ekki aftur úr því sem þekkist í þeim löndum sem við beram okkur helst saman við. Þannig er á næsta ári spáð meiri verðbólgu, auknum við- skiptahalla og minnkandi hagvexti en verið hefur undanfarin ár. Ýmislegt bendir til þess að farið sé að hægja á vextinum í efnahagslífinu þótt engin alvarleg merki um efna- hagskreppu séu í sjónmáli. Meðal þess sem litið er til í þessu sambandi er almennt lakari afkoma fyrirtækja á verðbréfamarkaði og lækkandi hlutabréfaverð. Er þar um að ræða eina fyrstu niðursveifluna á þeim markaði frá því að hlutafjárkaup urðu almenn spamaðarleið í landinu og hlutabréf almenningseign. Sú þróun er ekki óeðlileg nú í kjölfar þeirrar gríðarlegu aukningar sem varð á þeim markaði á fáum áram, bæði með stórvaxandi framboði bréfa og stöðugt hækkandi verði. Hið opinbera sýni aðhald En jafnvel þótt ekki sé ástæða til að spá kreppu verða íslendingar að taka sig á í ýmsum efnum til að halda uppi hagvextinum. Þar þurfa bæði að koma til aðgerðir af hálfu stjóm- valda, aðila vinnumarkaðarins og s’tjórnenda einstakra fyrirtækja. Markmið þessara aðila þarf að vera að íslenskt atvinnulíf búi við sam- keppnishæf skilyrði til þess að vaxa og dafna og að tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar verði nýtt. Mikilvægasta verkefni ríkisins í þessu sambandi er að tryggja al- mennt hagstætt umhverfi fyrir at- vinnulífiið. Standa þarf vörð um stöðugleikann í efnahagsmálum og jafnframt vinna að því að íslensk fyr- irtæki búi við jafngóð, eða betri, skil- yrði hvað varðar skattheimtu og leikreglur viðskiptalífsins og keppi- nautar þeirra erlendis. Lagfæra þarf marga þætti í því sambandi þannig að fyrirtæki kjósi áfram að starfa hér á landi en leiti ekki annað eins og ýmsir aðilar hafa talið óhjákvæmi- legt á siðustu áram. Samhliða þarf að bæta skilyrði fyrir erlenda aðila til að fjárfesta hér á landi, afnema hömlur og færa ýmsar reglur til samræmis við það sem menn eiga að venjast er- lendis. Hefur verið bent á að möguleikar fyrir- tækja tO að færa upp bókhald og eiga við- skipti með hlutabréf sín í erlendri mynt geti hjálpað mikið í þessu sambandi. Þá er rétt að benda á að afnám svo- kallaðra verðbólgu- reikningsskila úr skattalögum er til þess fallið að auðvelda að- komu erlendra aðila að íslenskum í'yrirtækium, þótt slík breyting þyrfti að eiga sér stað í tengslum við aðrar breytingar á skattlagningu fyrir- tækja til að skattbyrði þeirra aukist ekki. Opinberir aðilar, bæði ríki og sveitarfélög, þurfa að gæta sín og halda aftur af útgjöldum. Afkoma ríkissjóðs hefur verið góð að undan- fömu en ekki hefur verið gætt nægi- legs aðhalds á ýmsum sviðum. A því þarf að taka og ekki er síst mikilvægt að stofna ekki til viðvarandi út- gjaldaaukningar á sviðum, þar sem getur verið erfitt að draga saman seglin í framtíðinni, jafnvel þótt illa ári í þjóðarbúskapnum. Sveitarfélög- in þurfa líka að sýna aðhald, en með flutningi verkefna frá ríkinu til þeirra á undanförnum áram hefur hlutdeild þeirra í skattheimtu aukist umtalsvert. Aframhaldandi einkavæðing er nauðsynleg og mikilvægt að ljúka sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum og Landssímanum og jafnframt þarf að hefja einka- væðingu og ýta undir samkeppni á orkumarkaði. Þá þarf að huga í auknum mæli að því að nýta kosti samkeppni og einkarekstrar á fleiri sviðum, ekki sist í heilbrigðis- og menntakerfinu. Þetta er hægt að gera, jafnvel þótt mikill hluti kostn- aðarins verði áfram greiddur úr op- inberam sjóðum. Hagræðing og framleiðni- aukning í atvinnulífinu Aðilar í atvinnulífinu þurfa einnig að sýna ábyrgð og miklu skiptir að þeir leggi sitt af mörkum til að tryggja stöðugleikann. í því sam- bandi er afar mikilvægt að núgild- andi kjarasamningar haldi og friður ríki áfram á vinnumarkaði. Til að efnahagslífið nái mjúkri lendingu eftir þensluskeiðið með minnkandi þörf fyrir aðhald í peningamálum um mitt næsta ár og áframhaldandi hag- vaxtaraukningu þurfa stjórnendur fyrirtækja að vera betur á verði gagnvart mörgum aðsteðjandi hætt- um, sýna aðlögunarhæfni og við- bragðsflýti til þess að nýta þau tæki- færi sem bjóðast hér á landi og erlendis. Stjórnendur þurfa að vera opnir fyrh- hagræðingu og endurskipu- lagningu á heimavígstöðvum, bæði til að tryggja áframhaldandi sam- keppnishæfni í hefðbundnum at- vinnugreinum og eins til að stuðla að uppvexti nýrra. Halda þarf áfram að nýta betur verkfæri hins nýja hag- kerfis til hagvaxtar, svo sem í fjarskipta- og upplýsingatækni, og mikilvægt er að vinna að aukinni framleiðni innan atvinnulífsins. Fullyrða má að næsta hagvaxtar- skeið hér á landi hljóti að byggjast á aukinni framleiðni og betri nýtingu mannauðsins í fyrirtækjunum frem- ur en aukinni fjárfestingu. íslensk fyrirtæki þurfa líka í auknum mæli að líta út á við. Ýmis fyrirtæki hafa gert það á undanfom- um áram með góðum árangri en samt sem áður era tekjur af útflutn- ingi og starfsemi erlendis enn allt of lítill hluti af landsframleiðslunni. Fyrirtækin verða líka að leggja meiri áherslu á nýsköpunar- og þró- unarstarf enda er ljóst að án þess munu þau sitja eftir í samkeppninni og möguleikar þeirra á komandi ár- um takmarkast veralega. Einnig verða fyrirtækin að nýta betur möguleika á samstarfi við erlenda aðila, meðal annars með það fyrir augum að veita nýjum straumum reynslu og þekkingar inn i atvinnu- lífið og einnig í þeim tilgangi að laða hingað starfsstöðvar þeirra. Með þeim hætti mætti styrkja veralega stoðir efnahags- og atvinnulífsins hér á landi. Loks er afar mikil- vægt að forráðamenn fyrirtækja hugi stöð- ugt að mikilvægi menntunar, starfs- þjálfunar og símennt- unar starfsfólks og stjórnenda. Þróunin um allan heim hefur verið í þá átt á undan- fömum áram að hvers konar þekkingarverð- mæti hafa verið að verða mikilvægustu eignir fyrirtækjanna í stað efnislegra verð- mæta á borð við fast- eignir, vélar og tæki eða hreinar fjármuna- eignir. Fyrirtækin verða að leggja sitt af mörkum í þessum efnum og mega alls ekki setja traust sitt á aðra aðila, svo sem hið opinbera. Dæmi um mikilvægan þátt einkaaðila á þessu sviði er ára- tuga forsvar Verslunarráðs vegna starfsemi Verslunarskóla Islands og stuðningur þess við uppbyggingu háskólanáms og símenntunar innan Háskólans í Reykjavík. Áframhaldandi liagvöxtur og bætt samkeppnisskilyrði Verslunarráð íslands vinnur stöð- ugt að því að efla umræðu um leiðir til að tryggja sem hagstæðust rekstrarskilyrði fyrir atvinnulífið enda er þar um að ræða mikilvæg- ustu forsenduna fyrir áframhaldandi hagvexti í landinu. Áframhaldandi hagvöxtur er einmitt rauði þráður- inn í undirbúningsvinnu fyrir Við- skiptaþing Verslunarráðs, sem hald- ið verður í febrúar næstkomandi. Þar hefur verið lögð áhersla á að fá upplýsingar, athugasemdir og tillög- ur frá fulltrúum fyrirtækja í öllum atvinnugreinum um hvemig bæta megi samkeppnishæfni íslensks at- vinnulífs og á hvaða sviðum nauðsyn- legt sé að breyta lögum, reglugerð- um og verklagi í stjómkerfinu, sem og áherslum innan atvinnulífsins til þess að Islendingar geti áfram verið í fremstu röð. Mikið hefur áunnist á undanförnum áram, en halda þarf starfinu áfram til þess að við drög- umst ekki aftur úr í hinni hröðu þró- un sem er í þessum efnum allt í kringum okkur. Verslunarráð Islands óskar lands- mönnum öllum árs og friðar. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka físk- vinnslustöðva Arið hefur reynst mörgum þungt í skauti ÁRIÐ 2000 hefur einkennst af mikl- um sveiflum í rekstraramhverfi sjáv- arútvegsins. Ljóst er að afkoma sjávarútvegsfyrirtækja verður mun lakari en í fyrra. Ef nefna á nokkra meginþætti sem ráða miklu má nefna áframhaldandi samdrátt í veiðum og vinnslu á rækju, óhag- stæðu afurðaverði á mjöli og lýsi og samdrætti í þorskafla. Þá hafa mikl- ar olíuverðshækkanir komið mjög illa niður og bitnað harkalega á út- gerðinni og mjöÞ og lýsisvinnslu. Heildarafli á íslandsmiðum og ut- an lögsögunnar er áætlaður tæplega tvær milljónir tonna, sem er um 300 þús. tonnum meiri afli en á árinu 1999. Af þessum mikla fiskafla eru tæplega 1,7 millj. tonna innan fisk- veiðilögsögunnar. Aukning í veiðum á loðnu og kolmunna stendur alfarið undir aukningu á heildarafla. Loðnu- aflinn er áætlaður tæplega 900 þús. tonn sem er 200 þús. tonna aukning á milli ára. Þá er reiknað með að kol- munnaaflinn innan og utan lögsögu verði 260 þús. tonn, sem er um 150 þúsund tonna meiri afli en í fyrra. Síldaraflinn stefnir í 290 þúsund tonn. Þorskaflinn er áætlaður um 235 þús. tonn upp úr sjó sem er um 20 þús. tonnum minni afli en í fyrra. Annar botnfiskafli err áætlaður tæp- lega 250 þúsund tonn. Þá er heildar- afli á rækju áætlaður liðlega 32 þús. tonn á móti um 40 þús. tonnum á árinu 1999. Árið sem er að kveðja hefur reynst mörgum fyrirtækjum í sjávarútvegi þungt í skauti. Ástæður geta verið margvíslegar. Góð aflabrögð, eink- um í loðnu, kolmunna og síld hafa ekki komið í veg fyrir að stór og öfl- ug fyrirtæki sem era í fjölþættri starfsemi í veiðum og vinnslu hafa verið rekin með umtalsverðum halla. Miklar sveiflur í gengismálum Fyrir sjávarútveginn sem byggir tekjur sínar nær alfarið á útflutningi skiptir miklu að verðlagsbreytingar hér á landi verði ekki meiri en í okk- ar helstu viðskipta- og samkeppnis- löndum. Verðbólga á þessu ári stefn- ir í 4-5% sem er svipuð verðbólga og 1999. Aðgerðir Seðlabankans til þess að draga úr þenslu með vaxtahækk- unum leiddu til þess að gengi krón- unnar fór hækkandi. Gengi krónunn- ar hækkaði um 3% á árinu 1999. Þegar gengið var til kjaraviðræðna á almennum vinnumarkaði á fyrstu mánuðum ársins greip bankinn enn á ný til vaxtahækkana til þess að styrkja gengi krónunn- ar. Var svo komið síðasta vor að gengið hafði hækkað um 2-3% til við- bótar, en þá gerðist það að markaðurinn hafði ekki lengur trú á þessari hágengisstefnu. Á skömmum tíma féll gengi krónunnar um tæp 10% og er nú liðlega 4% undir miðgengi. Þessu til viðbótar hafa orðið mikl- ar breytingar á erlend- um gjaldmiðlum og hef- ur veik staða evrannar komið illa niður, einkum í saltfiski sem að mestu er seldur til evralanda. Breytingar á gengi krón- unnar og gengissveiflur annarra gjaldmiðla hafa mikil áhrif á rekstur og efnahag útflutningsfyrirtækja. Stærsti hluti skulda sjávarútvegsins er í erlendum gjaldmiðlum og á sama hátt era nær allar tekjur fiskvinnsl- unnar af útflutningi. Árshlutaupp- gjör sem birt hafa verið að undan- förnu leiða í ljós mikið gengistap vegna hækkana á erlendum skuld- um. Lækkun á gengi krónunnar skil- ar sér aftur á móti í hærra skilaverði til fyrirtækjanna á lengri tíma. Sjáv- arútvegurinn hafði sig ekki mikið frammi í umræðunni þegar kom að þessum gengisbreytingum. Útflutn- ingsgreinarnar lögðu áherslu á stöð- ugleika í gengi og lögðust gegn gengishækkun Seðlabankans. Ef horft er til þróunar verðlags sjávarafurða á síðustu 12 mánuðum skv. upplýsingum Þjóðhagsstofnun- ar umreiknað í íslenskar krónur koma í ljós umtalsverðar breytingar, en í lok tímans er gengislækkun krónunnar komin fram. Verðlag á saltfiski hefur hækkað um 18% og frystar botnfiskafurðir hafa hækkað um rúmlega 11%. Meðalverð á pill- aðri rækju hefur aftur á móti staðið í stað þrátt fyrir lækkun á gengi krón- unnar. Verðlag á mjöli og lýsi sveifl- ast mun meira en afurðaverð á öðr- um sjávarafurðum. Á þessu ári hefur afurðaverð á mjöli og lýsi hækkað nokkuð, eftir gífurlegt verðfall sem hófst fyrir tveimur áram. Sölutregðu á lýsi, sem rekja má að nokkra til díoxíns hafa skapað aukinn vanda. Á sama tíma hefur kúariðufárið í Evr- ópu þrengt nokkuð að sölu á fiski- mjöli til ESB-landa, þó svo að ekkert bendi til þess að að fiskimjölið teng- ist kúariðumálinu á nokkum hátt. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði en ósamið við sjómenn Á fyrstu mánuðum ársins var gengið frá kjarasamningum milli Samtaka atvinnulífsins og flestra stærstu verkalýðsfélaga á almenn- um vinnumarkaði. Þessir kjara- samningar gilda flestir til ársloka 2003. Launakostnaður í fiskvinnslu hækkar um 20% á samningstíman- um. Auk almennra hækkana var samið um framlag atvinnurekanda í séreign launafólks í lífeyrissjóðum, breytingar á veikindarétti og orlofi. Ekki kom til verkfalls hjá fisk- vinnslufólki, en í fiskmjölsverksmiðj- um var tveggja vikna verkfall á Norðm-- og Austurlandi í maí. Á Fá- skrúðsfirði kom til yfirvinnubanns í lok júní og síðar verkbanns og stóð deilan fram í miðjan september sl. I samningsforsendum kemur fram það markmið samningsaðila að stuðla að áframhaldandi stöðugleika í efnahagslífinu og að verðbólga fari minnkandi. Þegar gengið var til samninga í mars og apríl á þessu ári var verðbólga hér á landi um 5,5- 6,0%. Þrátt fyrir nokkrar breytingar á gengi krónunnar frá miðju ári hef- ur heldur dregið úr verðbólgu og mælist hún nú nokkuð undir þessum mörkum. Miklu skiptir að verðbólga fari lækkandi og nú bendir flest til þess að dregið hafi úr þenslunni og verðbólguáhrif af völdum gengis- breytinga hafa verið mjög lítil. Einn- ig hjálpar að bensínverð hefur farið heldur lækkandi í lok ársins og spenna minnkað á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Samningar við sjómenn era í hörðum hnút eins og oftast áður. Launakostnaður sjó- manna sem hlutfall í útflutnings- verðmæti sjávarafurða hefur aukist umtalsvert á síðustu áram. Er það afleiðing þess að hráefniskostnaður vinnslunnar hefur farið hækkandi. Veralegur hluti hagræðingar í fisk- vinnslu í landi hefur farið í aukinn hráefn- iskostnað og hefm' fjárfestingin því ekki skilað sér með sama hætti og reiknað var með. Af þessum ástæðum er það mikið umhugsunarefni að ekki skuli vera hægt að ljúka kjarasamn- ingum við sjómenn með sama hætti og á almennum vinnu- markaði. Vonandi tekst að afstýra verk- fallsaðgerðum að þessu sinni við samn- ingaborðið. í Ijósi sögunnar er þó ekki hægt að vera bjartsýnn á að það tak- ist. Staða íslands í Evrópu- samstarfi og tillögur auð- lindanefndar Tvö stórmál sem snerta sjávarút- veginn sérstaklega komu mjög til umfjöllunar á árinu. Skýrsla um stöðu Islands í Evrópusamstarfi var lögð fram í maí sl. Sjávarútvegurinn og ESB komu mjög til umfjöllunar á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva nú í haust. Fundurinn ítrekaði stuðn- ing við EES-samstarfið. Samningur- inn um framkvæmd EES-samstarfs- ins við Evrópusambandið skiptir miklu og hefur ótvírætt sannað gildi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg. Fagnað var umræðu um stöðu ís- lands í Evrópusamstarfi, en jafn- framt lögð áhersla á að þar skipta hagsmunir sjávarútvegsins gríðar- legu máli. Þá skilaði auðlindanefnd tillögum sínum í lok september. Fundurinn taldi að tillögur auðlinda- nefndai' um gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum gætu lagt grann að sam- komulagi, enda yrði gjaldtakan mjög hófleg og jafnræði yrði á milli at- vinnugreina. Taki ríkisvaldið upp auðlindagjald mun það óhjákvæmi- lega leiða til hærri útgerðarkostnað- ar og koma síðan að hluta fram í hærra hráefnisverði til fiskvinnsl- unnar. Afkoma í sjávarútvegi um þessai- mundir og samkeppnisstaða Bogi Pálsson Arnar Sigurmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.