Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Úrlausnir jiurfa að berast MorUnnblaðiiiu fyrir kl. 16 mánudaginn 15. ianúar. ív r w ^—- -J J r r r~' Verðlaun: | Hátíðarútgáfa Brennunjálssögu, nákvæm endurgerð á sögufrægri útgáfu Helgafells frá 1945, nútíma stafsetníngu. Halldór Laxness annaðlst útgáfuna og er bókin ríkulega skreytt myndum Gunnlaug Scheving, Snorra Arinbjarnar og Þorvald Skúlason. Útgefandl Vaka-Helgafell II Kuml og haugfé eftir Kristján Eldjárn. Útgefandi Mál og menning. III Fyrirlestur um hamingjuna eftir Guðrúnu Evu Mfnervudóttur. Útgefandi Bjartur. Svarið hverri spurningu með því að merkja við einn möguieika af fjórum. Merkið iausnina, klippið síðuna út, setjið í umslag og skrifið utan ár Morgunbiaðið - fornsagnagetraun, Kringlunni t, 103 Reykjávík. með eftir I. Hann átti þann grip í eigu sinni, er honum þótti betri en annar. Það var hestur brúnmóálóttur að lit. A þessum hesti hafði hann svo mikla elsku, að hann strengdi þess heit, að hann skyldi þeim manni að bana verða, sem honum riði án hans vilja. Hvað hét hesturinn, sem um ræðir? Q a) Hrímfaxi □ b) Gullfaxi Q c) Sæfaxi □ d) Freyfaxi II. Vestr fórk of ver en ek Viðris ber munstrandar mar, svá’s mitt of far; drók eik á flot vit ísa brot, hlóðk mærðar hlut míns knarrar skut. Hver orti svo og hvað heitir kvæðið? □ a) Eyvindur skáldaspillir; Hákonarmál □ b) Einar skálaglamm; Vell- ekla □ c) Egill Skallagrímsson; Höf- uðlausn □ d) Sighvatur Þórðarson; Ber- söglisvísur III. „Mikið kapp hefur þú lagt á að finna mig en það mun eigi und- arlegt þykja þó að þú hljótir ekki mikið happ af mér. En það má ég segja þér, að þú hefir nú fengið helming afls þess og þroska, er þér var ætlaður, ef þú hefðir mig ekki fundið ... Þá legg ég það á við þig, að þessi augu séu þér jafnan fyrir sjónum, sem ég ber eftir, og mun þér þá erfitt þykja einum að vera og það mun þér til dauða draga.“ Hver sagði þetta og við hvern? Q a) Úlfhéðinn við Þjóstólf hamramma □ b) Tröllið Tögld við Illuga □ c) Glámur við Gretti □ d) Hetta við Ingjald IV. Hvaða einn konungur hefur borið beinin hér á landi og hvar? □ a) Hárekur á Bláfeldi □ b) Þiðrekur á Gráfeldi □ c) Friðrekur á Hrosshá □ d) Hrærekur á Kálfskinni V. „Hann var mikill maður vexti og sterkur, manna best vígur; iiann hjó báðum höndum og skaut ef hann vildi og hann vó svo skjótt með sverði, að þrjú þóttu á lofti að sjá. Hann skaut manna best af boga og hæfði allt það, sem hann skaut til; hann hljóp meira en hæð sína með öllum herklæðum og eigi skemmra aftur en fram fyrir sig. Hann var vænn að yfirliti og ljós- litaður, réttnefjaður og hafið upp í framanvert; bláeygur og snareyg- ur og roði í kinnunum; hárið mikið, gult og fór vel.“ Hverjum er svo lýst? □ a) Gunnari á Hlíðarenda □ b) Þorgeiri Hávarssyni □ c) Skarphéðni Njálssyni □ d) Kjartani Ólafssyni VI. Hvers vegna fékk Leifur Ei- ríksson viðurnefnið „hinn heppni“? □ a) Hann var heppinn í ástum □ b) Honum græddist vel fé Q c) Hann bjargaði 15 mönnum af skeri □ d) Hann var svo fundvís á ný lönd VII. Fær hann sér tvo fjórðunga járns og fer til smiðju og gerir sér ljá; síðan tók hann sér einn ás úr við- arbulungi og gerði sér mátulega hátt og færði í tvo hæla stóra og lét þar í koma ljáinn þann nýja og vafði síðan með járni; gekk síðan ofan á engjar. Þar var svo háttað landslagi, að þar var þýft mjög en bæði loðið og grasgott. Tók hann til að slá og slær þann dag allan til kvelds. Er griðkonur komu til og ætluðu að hvirfla heyið gátu þær engan múga hrært; fóru heim og sögðu bónda. Fór hann þá og reið á engjar um kveldið; sá hann þá, að slegnar höfðu verið þúfur allar og færðar saman í múga. Hann bað hann þá upp gefa og ónýta eigi meira. Hver var svona stórvirkur í slættinum? □ a) Finnbogi rammi □ b) Ormur Stórólfsson □ c) Bárður Snæfellsás □ d) Jökull Búason VIII. Hún var kvenna vænst er upp óxu á íslandi, bæði að ásjónu og vits- munum. Hún var kurteis kona, svo að í þann tíma þóttu allt barnavíp- ur, það er aðrar konur höfðu í skarti hjá henni. Allra kvenna var hún kænst og best orði farin. Hún var örlynd kona. Hvaða konu er svo lýst? □ a) Hallgerði Höskuldsdóttur Q b) Bergþóru Skarphéðins- dóttur Q c) Auði Vésteinsdóttur Q d) Guðrúnu Ósvífursdóttur IX. í því nesi stendur eitt fjall; á því fjalli hafði Þórólfur svo mikinn átrúnað, að þangað skyldi enginn maður óþveginn líta og engu skyldi tortíma í fjallinu, hvorki fé né mönnum, nema sjálft gengi í brott. Trúði hann, að þangað myndi hann fara, þá er hann dæi, og allir á nesinu hans frændur. Hvað heitir fjallið, sem hér um ræðir? □ a) Esja □ b) Helgafell □ c) Snæfell Q d) Kirkjufell X. Hvorki skorti þar lax í ánni né í vatninu og stærri lax en þeir hefðu fyrr séð. Þar var svo góður lands- kostur, að því er þeim sýndist, að þar myndi enginn fénaður fóður þurfa á vetrum; þar komu engin frost á vetrum og lítt rénuðu þar grös. Sól hafði þar eyktarstað og dagmálastað um skammdegi. Hvaða landi er hér verið að lýsa? Q a) Vínlandi □ b) íslandi □ c) Skotlandi Q d) Marklandi Fo WiMIWW. Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Sími:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.