Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 B 6 Reuters Björk og Lars Von Trier, sigurvegararnir á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Ljósmynd/Páll Ketilsson Ingvar E. Sigurðsson með verðiaunagripinn frá kvikmyndahátíðinni Evr- ópsku þar sem íslendingar fóru mikinn. Hæðir, lægðir og miðjumoð ÞESSI þróun gerir aö verkum að um áramót hefur maður á tilfinningunni aö síöustu 12 mánuðirnir hafi ekki ver- ið neitttil að hrópa húrra fyr- ir. Sífellt hrakandi „jóla- myndir", eiga sinn þátt í því. Eitthvað meira en lítiö er að þegar maður velur Urban Legends 2 skásta kostinn af þremur hátíðarmyndum, líkt og henti undirritaðan helgina fyrir jólin. Ástæðan: Valið stóð á milli þessa framhaldshrolls og einhvers sem nefnist Whipped og Autumn in New York. Gleðilegjól, góðirgestir! Allt á sér skýringar. Hvað mynda- framPoðið snertir stafar það að mestu leyti af stýringarpólitík kvik- myndaveranna á framleiðslunni á Evr- ópumarkaði. Bandaríkjamenn fengu t.d. nokkrar, vel látnar ágætismyndir í jólagjöf frá Hollywood. Verk einsog Cast Away, með Tom Hanks undir leik- stjórn Eoberts Zemeckis, What Wom- en Want, með annarri ofurstjörnu, Mel Gibson. Og Trafic, nýjustu mynd Stev- ens Soderbergh. Þessi verk, ásamt fleiri góðum, fáum við að öllum lík- indum eftir að Óskar frændi tilkynnir tilnefningarnar í febrúar. Þá telja bíóin lag að senda þær myndir á markaöinn hér heima og nýta þannig alla þá já- kvæðu umfjöllun og umtal sem verð- launaferlinu tylgir. í samanburði viö Óskarsverð- launahátíöina (sem þó er alltof lang- dregin) er afhendingarathöfn Evr- ópsku kvikmyndaverölaunanna til- gerðarleg leiðindi, misjafnlega mikil, að vísu. Hvað sem því viövíkur var hlutur íslendinga ótrúlega stór í ár og sjálfsagt bið á öðru eins afreki á þeim vígstöövum. Sem leiöir hugann að okkar eigin Edduverðlaunum, sem festu sig enn- frekar í sessi og eru orðin hápunktur kvikmyndaársins. Við afhendinguna kom fátt á óvart og fór hún vel fram og flestum til sóma. Við eigum þó eftir að sníða af nokkra vankanta og leik- mannablæ á framvindunni. Þaö kem- urmeöæfingunni. Þegar upp er staðið kemur því í Ijós að árið 2000 var hreint ekki sem verst, en það má líka slá því föstu aö síöustu mánuðir þess var vondur kafli í kvikmyndasögu okkar. Eftir að nokkr- um sumarsmellum lauk hefur fátt, marktæktgerst. Þær næstbestu Best er að hefja máls á að undirrit- aöur missti af The Straight Story eftir David Lynch, og Crouching Tiger eftir Ang Lee, sem sjálfsagt hefðu komist alla leið á listann yfir 10 bestu myndir ársins, sem gefur aö llta annars staö- ar I blaöinu, og valdar eru af gagnrýn- endum Morgunblaðsins. í þennan hóp flokkast þær sem náðu ekki inná þann ágæta lista, ogtilfinningin ér sú að „þær næst bestu“ séu mun fleiri en undanfarin ár. Myndir sem bönk- uðu uppá voru margar hverjar bráð- snjallar. Ekki síst Leikfangasaga 2 - Toy Story 2, og Kjúklingaflótti - Chick- en Run, afbragðs tölvuteiknimynd, sú Kvikmyndaannáll Síðasta ár aldarinnar sem veróskuldað er kennd vió kvikmyndir, hófst meö sannkall- aðri flugeldasýningu Engla alheimsins. Hélt ______góðum dampi fram yfir Óskars-______ verólaunaafhendinguna í mars og hefur síð- an veriö bæði upp og ofan. Sæbirni Valdi- marssyni viröist sem þarna sé kominn framtíðarfarvegur kvikmyndaársins. síðarnefnda gefur t.d. forvera sínum ekkert eftir. Bringing Out the Dead, eftir Martin Scorsese, var einnig at- hyglisverð fyrir marga hluti þó niður- drepandi væri, líkt og Dancer in the Dark, sem sótti sína bestu kafla f tón- listaratriði Bjarkar. Gladiator kom á óvart, talsvert mikilfenglegri og veiga- meiri en maður átti von á frá Ridley Scott, sem hafði ekki gert umtals- verða mynd I nokkur ár. Russell Crowe og Richard Harris og ekkert síðri Oliv- er Reed (í sínu síðasta hlutverki) áttu stóran þátt I aö lyfta myndinni talsvert uppfyrir meðallag. X-Men var í sama gæðaflokki. Vel skrifuð og leikin vís- indafantasía eftir Bryan Singer, ann- an, eftirtektarverðan kvikmyndagerð- armann, sem tókst að glæða stóran og litríkan hóp persóna sjálfstæðu lífi. What Lies Beaneath er spennandi og laglega gerður hrollur sem Robert Zemeckis hespaði af, svona rétt á meðan hann beið eftir að Tom Hanks grynnti á rifbeinunum fyrir lokatökurn- ar sem skipbrotsmaður í Cast Away. Fleiri filmur glöddu augaö, þ. á m. Sleepy Hollow, stílfærð hrollvekja eftir Tim Burton, eina björtustu von Banda- ríkjamanna á nýrri öld. Hann hefur þó oft gert betur. Three Kings var önnur, dálítið athyglisverð mynd sem kom með Treasure of the Sierra Madre-inn- legg í nútímastríðsmynd. Þrír banda- rískir hermenn í Flóastríðinu fengu að gjalda græðginnar. George Clooney var óvenju góður. U-571 var önnur stríðsmynd, að þessu sinni úr sjó- hemaði á tímum síðarí heimsstyrjald- arinnar. Ekki beintfrumleg, en spenn- andi, vel gerð og vel leikin. The Talented Mr. Ripley og The Cider House Rules voru báöarábúðarmiklar og fagmannlega gerðar en heildin lítt eftirminnileg og báðar frekar ofmetn- ar. Vinona Ryder og Angelina Jolie voru frambærilegar I Girl, Interrupted, misjafnri mynd um stúlkur, strandað- ar á geðveikrahæli á sjöunda áratugn- um. Jim Carrey er I miklu áliti á þessum bæ og hann var það besta I Ég um mig til Irene - Me Myself and Irene ogjóla- myndinni The Grinch That Stole Christmas. Þó sýnu bestur I tragíkóm- ísku hlutverki Andie Kaufmanns I mynd Milosar Formans um manninn á tunglinu, Man on the Moon, sem vissulega var næst því aö komast I heiöurstuginn. Annar stórleikari, Denzel Washington, lyfti The Hurric- ane uppá æðra plan en myndin var ótrúleg, svart/hvít og öfgafull. The Winslow Boy, eftir David Mamet, leik- ritaskáldiö sem orðið er kvikmynda- leikstjóri, fékk lofsamlega dóma. Líkt og Mission: Impossible - 2. Snatch tók fram forvera sínum, Lock, Stock and 2 Smoking Barrells, eftir Mr. Ma- donna.GuyRitchie. Þá er ógetið frábærrar myndar sem einhverntímann hefði komist inná 10 bestu-listann, sú er Aska Amgelu - Angela’s Ashes, nýjasta verk Alans Parker, sem verið hefur I nokkurri lægð um tíma en er greinilega að ná sér aftur á strik. Það eru gleðitíðindi öllum kvikmyndaáhugamönnum. Dogma, eftir hinn umdeilda, bráð- skemmtilega og gjörsamlega ófor- skammaöa leikstjóra (handritshöf- und) Kevin Smith, fór fyrir brjóstið á einhverjum. Öðrum fannst hún óborg- anleg. Svo var það Erin Brockowich, með hinni feykivinsælu Juliu Roberts, sem þegar er fariö að spá Óskars- verðlaununum fyrir vikið. Það var þó sjálfur Albert Finney sem bar höfuð og herðar yfir leikhópinn. Þá skal getið nýrrar útgáfu hrolivekjunnar The Ex- orcist, sem hafði litlu við að bæta ut- an eins, lunkins atriöis og endurunna hljóðrás. Frá Dönum kom svo sú ágæta í Kína borða menn hunda - I Kina Spiser de Hunde og rúsínan I þessum ágæta hópi er svo hin bráð- skemmtilega 101 Reykjavík, mynd Baltasar Kormáks, eftir sögu Hall- gríms Helgasonar um litríkan og óvenjulegan ástarþríhyrning I hjarta borgarinnar. Mikið til vonbrigði Kvikmyndaframleiðsla ermeð þeim ósköpum að enginn veit hvernig afurð- inni verður tekið fyrr en eftur frumsýn- ingu. Menn hafa oftar en ekki talið sig vera með tromp á hendi, sem enginn hefur svo áhuga á að berja augum þegar til kemur. Oft kosta þessi mis- tök fúlgu fjár, líkt og stórmyndin Anna og kóngurinn - Anna and the King. Ekkert var til sparað. Aöalhlutverkin I höndum Jodie Foster og Chow Yun- Fat, þeim ágætu leikurum verður ekki kennt um hvemig fór. Myndinni, sem byggð er á söngleiknum fræga, The King and I, stjórnaði Andy Tennat, efnilegur ungur maður, en allt kom fyr- ir ekki, áhorfendur létu ekki sjá sig. Ekki frekar en á The Beach, aóra stóra og umtalaða framleiðslu þar sem ekk- ert var til sparað, sjálft átrúnaðargoð- ið Leonardo DiCaprio I aðalhlutverki manns sem finnur Utopiu sem breyt- ist I matröö, undan strönd Tælands. Sömuleiöis reyndist Gallalaus - Flawless, með frábærum leik Roberts De Niro en nokkuö yfirdrifinni drag- drottningu Phillips Seymour Hoffman, lítið annað en forvitnileg vonbrigöi. Million Dollar Hotel þótti svo drepleið- inleg aö jafnvel Mel Gibson, stjarna myndarinnar, hætti sér ekki á hana! Sá ágæti maður átti önnur og reyndar stórfengleg vonbrigði aö baki á árinu, sem var The Patriot, hún stóð alls ekki undir miklum væntingum. Á svip- uðum nótum varSimplitico, ekki neitt, neitt, meö stórleikurunum Nick Nolte og Jeff Bridges og Sharon Stone I broslegum, hádramatískum stelling- um. Glataðar sálir - Lost Souls, var einfaldlega glötuð hrollvekja. Fan- tasia 2000 stóö ekki undir vænting- um I heild, frekar en endurgerð Shaft, þeirrar ágætu B-„blökkumannamynd- ar", einsog þærvoru kallaðará sínum tíma, hasarmyndimar með sínum afró-amerísku hetjum, vafasömum flestum. Autumn in New York flutti mönnum vellu og pln, þrátt fyrir Richard Gere. Svo er að sjá sem MGM takist ekki að laöa til sín bestu kvikmyndagerðar- mennina nú um stundir. The Red Plan- et, The Kid og Stigmata, voru allar gerðar af talsverðum metnaði, sem skilaði sér ekki sem skyldi á tjaldið. The Ninth Gate var oft falleg fyrir aug- að, en vita dáölaus hrollur frá fyrrum meistara slíkra mynda, Roman Pol- anski. The Perfect Storm reyndist stormur I vatnstanki. Óvæntir gleðigjafar Einhverjar unaðslegustu og sæl- ustu stundir kvikmyndafíkilsins eru undir sýningum mynda sem fara fram úr væntingunum. Þær eru alltaf með, á stangli og bæta upp öll mistökin. Satt best að segja reiknaði ég ekki með miklu af myndum einsog Nurse Betty, Charlie’s Angels og Scream 2, sem allar reyndust prýðileg afþreying. Hrollurinn Stirof Echos átti sínargóðu hliðar. Ekki síst Kevin Bacon, sem jafnan er frambærilegur leikari. John gamli Frankenheimer hefur enn nóg fyrir stafni þó handbragðið sé ekki allt- af uppá marga fiska. Öðru máli gilti með The Reindeer Games, sem var ásjálegasta B-mynd um blekkingar og svik. Brokedown Palace vareftirminni- leg sakir firnasterks leiks Claire Dan- es I hlutverki ungrar stúlku sem tekur á sig sökina undir óhugnanlegum rétt- arhöldum vegna eiturlyfjasmygls I Austurlöndum fjær. East is East er tvímælalaust sú mynd sem kom hvað mest á óvart -1 jákvæðum skilningi. Óvenju hreinskil- in, fyndin og opinská mynd úr nútíma samfélagi múslima I Bretlandi, sem jafnvel þar er dapurleg tímaskekkja I augum flestra Vesturlandabúa. Amer- ican Psycho var annar, óvæntur gleði- _ gjafi. Þrátt fyrir allan Ijótleikann var'* lunkinn leikur Christians Bale og gálgahúmorinn efstur á blaði. Ben Stiller og Edward Norton fóru á kost- um I Keeping the Faith, brokkgengri frumraun Nortons sem leikstjóri. Ga- laxy Quest var enn ein óvænta ánægjustundin I bíóunum anno 2000, samamásegjaumteiknimynd- ina laufléttu, Tuma tígur - The Tigger Movie. Martin Lawrence nær betri og betri tökum á sínum seinheppna aula- gangi, Big Momma’s House er sýnu best mynda þessa þeldökka sprelli- , gosa. Where the Heart Is var vel leikin af Natalie Portman og Ashley Judd; Portman stóð sig einnig frábærlega vel á móti Susan Sarandon I Any- where but Here, þó báóar myndimar gengu ekki fyllilega upp. Tvær breskar myndir, Human Traffic og High Fide- lity, áttu einnig sín augnablik. Sama gilti um stórmyndina Titan AE og Gossip. Óvæntustu gleðigjafamir? Scary Movie og hin alíslenska Óska- börn þjóðarinnar. Nefndi einhver Manchester United - Behind the Dream? Hvorki fugl né fiskur Stæsti flokkurinn að ölti jöfnu, og mætti eins vel kallast miöjumoö. í hann falla allar þær myndir sem ná sér ekki uppúr meöalmennskunni fyrir ýmsar sakir. Sú algengasta, handrit- ið, leikur og tæknivinna oftar en ekki vel yfir meöallagi I bandarískum og öðrum myndum, sem hér eru sýndar. Hver man t.d. að ári miölung einsog The Bachelor, The Bone Collector, Blökur - Bats, The Whole 9 Yards; Bigelow, Male Gigolo, eða Rnal Dest- ination? Að maöur tali ekki um Miss- ion to Mars, Snow Falling on Cedars, Mistery, Alaska. Ennfremur Two to Tango, Hanging Up, Rules of Engagé^- ment, 28 Days. Allt eru þetta myndir með einhverjum stjörnum og kostuðu sitt, en reyndust ekki eitt né neitt er á hólminn kom. Hægt er aö halda lengi áfram slíkri upptainingu: Superstar, Romeo Must Die, Hamlet með Ethan Hawke (!); Coyote Ugly, The Invisible Man, Taxi 2, Woman on Top, Urban Legend 2... Að ógleymdri Space Cowboys, sem drabbaði Eastwood niður á lágkúruplanið sem hann var á fyrirPale Rider(’85). Vondar og þaðan af verri Þá er aðeins eftir að rýna I botn- fallið, ef það séstfyrirgruggi. í þennan lítt spennandi flokk teljast fyrst og fremst mistök sem sjálfsagt hafa heillað framleiðendur og hæfileika- fólk á einhverju frumstigi. Af einhverj- um ástæðum komust þær á koppinn, Next Friday, (sem sjálfsagt hefur átt eitthvert erindi I blóin I Bronx); Break- fast of Champions, þar sem ágætri en ókvikmyndanlegri sögu Kurts Vonne- gut var hreinlega slátrað I mistökum og kæfð I leiðindum; The Bicentennial Man var hin árlega tilfinningavella Robins Williams, sem nú lék vélmenni sem hugar á hjónaband með sinni al- mennsku elsku. Hve lágt ætlarðu aö leggjast, Robin, á leiöinni til útskúf- unar? Ekki hótinu skárri var For the Love of the Game, ómengaður viðbjóður með Kevin Costner; Eye of the Behol- der meö hinum ofmetna Ewanr— McGregor og hinni ágætu Ashley Judd. Holy Smoke, nýjasta afrek hins ofmetna, ástralska leikstjóra, Jame Campion, telst afreksverk sakir þess að hún náði að laöa fram vondan leik hjá þeim báðum, Harvey Keitel og Kate Winslet, I þessari ömurlegu mynd. The Next Best Thing afhjúpaði enn frekar nánast enga leikhæfileika stórsöngkonunnar Madonnu (sem að- eins ætti að fá að leika I tónlistar- myndböndum). Reiri hörmungar riðu yfir kvik- myndahúsgesti; Retur to Me, Under Suspicion, Drowning Mona, Gun Shy,% The Nutty Professor 2, The Best Man, Higlander - Endgame. Botninn á grugginu er þó The Story of Us, sem státaði af ekki ómerkari leikurum en Bruce Willis og Michelle Pfeiffer; Batt- leship Earth, með John Travolta og síöast og slst allra, Lúði - Looser, sem var hroðaleg upplifun. Vonandi fáum við enga jafn vonda I framtíöinni. Sannkallað ótæti allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.