Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Bréfakassi Erlends
í Unuhúsi vakti
mikla athyg’li
VIÐ setningu Menningarársins
2000 29. janúar sl. var einn há-
punktanna sú stund þegar rofið
var innsigli á kassa Erlends í
Unuhúsi. Menn höfðu gert sér
ýmsar hugmyndir um innihaldið,
allt frá því að hann væri tómur til
þess að þeir sem betur vissu biðu
spenntir eftir að glugga í bréfa-
safn Erlends sem reyndist vera í
kassanum.
Ögmundur Helgason, forstöðu-
maður handritadeildar Lands-
bókasafnsins, opnaði kassann
ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur borgarstjóra. Upp úr hon-
um komu ýmis forvitnileg bréf og
skjöl, m.a. bréf frá Halldóri Lax-
ness, Þórbergi Þórðarsyni, Steini
Steinarr, Nínu Tryggvadóttur og
ýmsum öðrum nafnþekktum lista-
mönnum.
Ögmundur segir að nú haíl allt
innihald kassans verið skráð f
handritasafnið og gerð verði ítar-
leg grein fyrir því í Ritmennt, árs-
riti Landsbókasafnsins, á næsta
ári. „Þar ritar Aðalsteinn Ingólfs-
son listfræðingur grein um bréf
frá Nínu Tryggvadóttur til Er-
lends sem varpa nýju og skýrara
ljósi á tlmabil í lífí hennar sem var
mönnum ekki vel ljóst áður,“ segir
Ögmundur.
„Gylfi Gröndal nýtti sér líka tvö
bréf frá Steini Steinarr sem
leyndust í kassanum en hann
skrifaði fá bréf um ævina svo
fengur var að þeim. Handhafar
höfundarréttar þeirra Halldórs
Laxness og Stefáns frá Hvítadal
höfðu mikinn áhuga á bréfum
þeirra. Hugsanlega með útgáfu í
huga síðar meir.“
Ögmundur segir að bréfasafn
Erlends í Unuhúsi og umfjöllun
fjölmiðla um þennan viðburð hafi
sannarlega vakið athygli almenn-
ings á handritadeild Landsbóka-
safnsins.
„Hvort sem það eru bein tengsl
þar á milli eða ekki, þá sýnist mér
að árið 2000 sé metár hvað varðar
fjölda færslna í aðfangabók hand-
ritadeildarinnar. Þetta nýttist
okkur vel sem kynning á starf-
semi handritadeildarinnar og hef-
ur vafalaust vakið fólk til umhugs-
unar um hið mikilvæga varð-
veisluhlutverk sem handrita-
deildin og Landsbókasafnið í heild
sinni gegnir.“
Ögmundur Helgason og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rjúfa innsigli
pakka Erlends í Unuhúsi 29. janúar 2000.
Morgunblaðið/Fanney Gunnarsdóttir
Hópurinn beið björgunar í liðlega þrjá tíma á þaki rútu sem festist í meginstreng Jökulsár á Fjöllum skammt
norðan Herðubreiðarlinda. Urhellisrigning og rok var meðan fólkið beið á þakinu.
Tvisvar bjargað frá
drukknun sama daginn
FIMMTÁN manns var bjargað af
þaki rútu í meginstreng Jökulsár á
Fjöllum skammt norðan Herðu-
breiðarlinda 16. ágúst sl. Þar á
meðal voru landverðirnir Kári
Kristjánsson og Elísabet S. Krist-
jánsdóttir, sem siglt höfðu á báti að
rútunni til að koma austurríska
ferðafólkinu til hjálpar.
Straumurinn sogaði bátinn undan
þeim þegar Elísabet komst upp á
þak rútunnar með hjálp Kára. Hún
aðstoðaði hann síðan við að komast
upp á þakið, en hann barðist við
það hátt í 20 mínútur. Þremur tím-
um síðar var hópnum bjargað. „Líf-
ið er öðruvísi," segir Kári nú, fjór-
um og hálfum mánuði síðar.
„Mér var bjargað tvisvar frá
drukknun sama daginn, en margir
eiga kannski nóg með að átta sig á
því að sleppa einu sinni á ævinni frá
slíku. Við eigum öll í þessu ennþá
en styrkjum hvert annað með því
að vera í sambandi við og við, með-
al annars við fararstjóra austur-
ríska hópsins. Það er sérstök
reynsla að horfast í augu við dauð-
ann, sérstaklega í svona langan
tíma, en okkur var öllum ljóst að
færi bíllinn af stað kæmumst við
ekki að landi.
Biðin var sérstaklega erfið okkur
Kári Kristjánsson landvörður.
Elísabetu því við vorum að telja
hinum trú um að þetta yrði allt í
lagi þrátt fyrir að við vissum að
næstu fimm mínútur gæti allt farið
á verri veg, ef græfist undan bíln-
um. Ég hef séð svona gerast í
Krossá í Þórsmörk, smálæk miðað
við þetta, en bílar hverfa á örfáum
mínútum við svona aðstæður.
Þennan dag voru á að giska um
600 til 800 rúmmetrar á sekúndu í
jökulsánni og hún miklu stórvirkara
fyrirbæri en Krossá. Bíllinn grófst
stöðugt niður, við þurftum að færa
okkur aftar og plássið minnkaði
smátt og smátt. Við svona aðstæður
talar fólk um að það tæmi batteríin
en ég held að það hafi legið við að
þau hafi bráðnað hjá okkur við það
að miðla öðrum af því sem var von-
laust að margra mati,“ segir Kári.
Hann er fræðslufulltrúi Vinnueft-
irlitsins en hefur verið landvörður í
tólf sumur. Hann segir að atvikið
breyti engu varðandi umgengni
sína við landið. „Ég hef siglt svolítið
um jökulárnar mér til fróðleiks og
skemmtunar, þekki þær og virði.
Þetta eru kraftmikil náttúruöfl sem
þarf að umgangast með virðingu.“
í máli Kára kemur fram að með
mjög aukinni ferðamennsku þurfi
að gera heildarúttekt á hættusvæð-
um. „Það þarf að gera áhættugrein-
ingu fyrir hvern einasta ferða-
mannastað eða leiðir þar sem hætta
getur leynst íyrir ferðamenn. Það
er ekki eðlilegt að eins mörg slys
verði og í sumar og ástæða til þess
að greina málið skipulega. Sam-
gönguráðuneytið eða umhverfis-
ráðuneytið, nema hvorttveggja sé,
þarf að ganga í málið.“
Bóndi í Baldursheimi í Mývatnssveit um innflutning á norskum fósturvísum
Ahættan meiri
en ávinningurinn
Fjórir bændur standa að félagsbúinu í Baldursheimi. Her eru þrír þeirra framan við íbúðarhúsið, Gunnar Þór
Brynjarsson, Þórunn Einarsdóttir og Þuríður Pétursdóttir. Fjórði ábúandinn er Böðvar Pétursson.
mikið. Þórunn sagði að túnin hafi
náð sér nokkuð vel á milli ára og í
raun ótrúlega vel.
„Það verður alltaf mikill þurrkur
hér í sveitinni og ef það er mikill
hiti og sól er sprettan ekkert of
mikil. Ég haf sagt það um búskap í
Mývatnssveit, að það sem stendur
honum mest fyrir þrifum er hversu
þurrviðrasamt er hér. tírkoma og
aftur úrkoma er það sem vantar
hér og allt þetta uppfok er aðallcga
vegna úrkomuleysis."
I Baldurshcimi er blandaður bú-
skapur, 16 kýr og rúmlega 300
kindur, og framleiðlsuréttur í
mjólk ríflega 90.000 lítrar. Þórunn
sagði að þar á bæ væri stefnan að
halda rekstrinum í svipaðri mynd
og að ekki væri áhugi fyrir því að
taka tilboði ríkisins varðandi upp-
kaup á sauðfjárkvóta. „Annaðhvort
er að halda þessu sem maður hefur
og sjá hverju fram vindur eða
breyta alveg um.“
Fyrsti snjórinn á þessum vetri
féll í byrjun nóvember f Mývatns-
sveit og þar hefur verið snjór síðan.
Þórunn sagðist því vera orðin ansi
þreytt á þessu fjasi í fjölmiðlum um
auða jörð um allt land. „Vegurinn
hér suður er alveg skautasvell og
hér hefur verið jólasnjór lengi.“
ÞÓRUNN Einarsdóttir í Baldurs-
heimi I í Mývatnssveit sagði að árið
sem nú er að Iíða hafi verið ósköp
venjulegt, sumarið mjög gott og
heyfengur ágætur. Varla er þó
hægt að segja að búskapurinn á
félagsbúinu í Baldursheimi sé neitt
venjulegur því þar hefur verið rek-
ið eitt afurðahæsta kúabú landsins
til fiölda ára.
Á síðasta ári var félagsbúið með
mestu meðalafurðir á landinu eftir
hveija kú, eða 7.160 kg, og var það
jafnframt í fyrsta skipti sem með-
alafurðir bús fóru yfir 7.000 kg.
Þórunn sagðist gera ráð fyrir að
afraksturinn á þessu ári verði svip-
aður og í' fyrra en þó hafi ekki
gengið alveg eins vel með kýrnar á
þessu ári af ýmsum ástæðum.
Aðspurð um þennan góða árang-
ur sagðist Þórunn ekki kunna
neinn galdur í því sambandi. „Ég
held að þetta snúist fyrst og fremst
um að hugsa vel um skepnurnar,
halda þeim hraustum og taka vel
eftir því ef eitthvað ber út af.“
Þórunn sagðist vera alfarið á
móti því að leyfa innflutning á fóst-
urvísum úr norskum kúm. „Ég
treysti alveg á hann Guðna
[Ágústsson landbúnaðarráðherra]
en hann brást mér. Mér finnst
áhættan vera meiri en ávinning-
urinn, m.a. vegna sjúkdóma og þá
eru norsku kýrnar stærri og það
kallar á töluverðar brcytingar á
fjósum hjá mörgum. Nú og miðað
við það sem okkar kýr gefa af sér
eru þær ekkert verri en þær
norsku. Menn ættu því frekar að
vera natnari við si'nar kýr og reyna
að ná meiru út úr þeim.“
Þótt heyfengur i' ár hafi verið
ágætur þurftu ábúendur í Bald-
ursheimi einnig að sækja sér hey
niður í Reykjadal líkt og í fyrra en
þá komu tún illa undan vetri og kal