Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
1. verðiaun
netfr@mköllun
2.-10. verðlaun
Veldu
íjölda skemmtilegra mynda
um á ýmsum tungumálum
a skrifaðu eigin texta^^sg
frá Hanl sen'/nýiiu ári.
Vinningar
köliun (10x15)
tiif, DC 3800
mmi kr. 1,650.
eið til að gleðja vini
ÍíftLÍ heimi sem er!
ÁRAMÓTAKORTÁ
imbl.is
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfíngarinnar - græns framboðs
Lykilatriði er jöfnuður
i.
Stærsta verkefnið tel ég vera að
snúa vörn í sókn í þágu velferðar-
kerfisins og treysta forsendur þess
sem ég kýs að kalla samábyrgt vel-
ferðarþjóðfélag. Þetta þýðir að
verja velferðarkerfi á félagslegum
grunni, sérstaklega í heilbrigðis- og
menntamálum, fyrir einkavæðing-
ar- og sérhyggjusjónarmiðum, sem
óheft leiða yfir okkur mismunun,
dýrara fyrirkomulag
og bágborna þjónustu
fyrir þá efnaminni eins
og dæmin sanna. En
það þarf einnig að taka
til hendinni á fjöl-
mörgum sviðum þar
sem við ýmist höfum
ekki náð fullnægjandi
árangri eða okkur hef-
ur miðað aftur á bak
að undanförnu. Ójöfn-
uður í launum, lífs-
kjörum og aðstöðu
hefur því miður aukist
á Islandi að undan-
förnu. Þar þarf að
snúa til baka með
tekjujafnandi skatt-
kerfi og öflugri undir-
stöðuþjónustu á félagslegum
grunni. Gera þarf átak í að útrýma
kynbundnum launamun og ekki síst
þarf að huga að stöðu einstakra
hópa eins og öryrkja, einstæðra
foreldra og aldraðra. Alvarlegast er
þó að afkoma mikils fjölda venju-
legs launafólks er einnig óviðun-
andi sökum hins lága tímakaups
sem hér er greitt fyrir dagvinnu.
Sérstakt forgangsverkefni aðila
vinnumarkaðarins og stjórnvalda
næstu árin þarf að felast í samstarfi
um að rjúfa vítahring lágra dag:
vinnulauna og langrar vinnuviku. í
þeim efnum skerum við okkur úr í
norrænum samanburði. Loks má
nefna að í samræmi við breytta ald-
urssamsetningu munu lífskjör vax-
andi hóps aldraðra í samfélaginu
skipta æ meira máli hvað varðar al-
menna velmegun í landinu.
I öðru lagi nefni ég sem eitt af
stóru verkefnunum að móta áætlun
um hvernig sjálfbærri þróun í at-
vinnu- og samfélagsháttum verður
komið hér á. Taka þarf umhverf-
ismál í víðtækustu merkingu þess
orðs mun fastari tökum en hingað
til hefur verið gert á íslandi. Um-
hverfismál þurfa að njóta meiri for-
gangs og skipa veglegri sess í allri
stefnumótun og ákvarðanatöku.
Eitt brýnasta verkefnið er að móta
sjálfbæra orkustefnu og hverfa frá
blindri stóriðjustefnu sem ekkert
eða sáralítið tillit hefur tekið til um-
hverfislegra fórna. Verndun lítt
snortinna víðerna og meðferð mála
á hálendinu er afar mikilvægt verk-
efni og nátengt hinu fyrra.
í þriðja lagi, sem þó ætti e.t.v. að
nefna fyrst, að standa vörð um full-
veldi og sjálfstæði íslensku þjóðar-
innar. Það þarf að gera á þann hátt
að við íslendingar varðveitum okk-
ar sjálfsákvörðunarrétt en tökum
eftir sem áður fullan þátt í sam-
vinnu þjóðanna, ræktum góð sam-
bönd og eigum hagstæð samskipti
við lönd og þjóðir nær og fjær.
I fjórða lagi þarf að gera stórátak
til að stöðva þá byggðaröskun sem
geisað hefur í landinu og koma
byggðaþróuninni í jafnvægi. Nú-
verandi ástand er gríðarlega kostn-
aðarsamt fyrir þjóðarbúið, bæði
þau byggðarlög sem eru að tapa
fólki en einnig hin sem taka við því.
Byggðaröskunin er ávísun á van-
nýttar fjárfestingar, sóun fjármuna
og mikinn fórnarkostnað einstak-
linga og fjölskyldna ásamt margs-
konar neikvæðum félagslegum og
menningarlegum þáttum. Það er
því leitun að þarfara verkefni og
betri fjárfestingarkosti en þeim að
hefta byggðaröskunina og hægt að
ná þar árangri eins og t.d. aðgerðir
Skota.sýna.
I fimmta lagi þarf íslenskt sam-
félag að þróast þannig að það hafi
aðdráttarafl fyrir ungt fólk. Okkur
þarf að takast að nýta þá krafta
sem í okkar mannauði býr, rækta
hann áfram og tryggja eins og kost-
ur er að ungt og vel menntað fólk
sem hefur sótt sér viðbótarnán er-
lendis snúi heim að námi loknu og
vilji setjast hér að.
I sjötta lagi vil ég, í þeirri trú
minni og von að málefni mannkyns-
ins séu þrátt fyrir allt að þróast í
rétta átt, sjá næstu öld verða öld
jafnréttis, lýðræðis og
mannréttinda um
heim allan. Við eigum
að sjálfsögðu að hafa
metnað til að vera þar
í fararbroddi. Við
skulum byrja á því að
taka til í eigin garði,
jafna lífskjör, útrýma
kynbundnum launa-
mun og kynjamisrétti
og treysta stöðu
mannréttinda í löggjöf
og stjórnarfari, svo
nokkuð sé nefnt.
Loks blasir við að
eitt af stórum við-
fangsefnum okkar á
næstu árum verða
málefni sívaxandi
fjölda innflytjenda. íslenskt sam-
félag er á skömmum tíma að breyt-
ast úr því að vera tiltölulega eins-
leitt yfir í að verða blandað, þar
sem einstaklingar og hópar af öðru
þjóðerni gerast æ meira áberandi.
Gífurlega mikið er í húfi að vel tak-
ist til með slíkar breytingar og til-
koma fjölmenningarlegs samfélags
verði okkur til góðs. Við þurfum að
virkja þá jákvæðu krafta sem í
slíku eru fólgnir til aukinnar fjöl-
breytni í menningarmálum og í
samfélaginu almennt en um leið
vanda okkur við að sneiða hjá þeim
hættum sem slíkum breytingum
geta verið samfara.
2.
Sú hætta er að sjálfsögðu alltaf
fyrir hendi að þjóðir glati sjálfstæði
sínu í stjórnmálalegu, efnahagslegu
og menningarlegu tilliti. Þetta eru
að sönnu afstæð hugtök og verða að
skoðast í ljósi breyttra tíma og að-
stæðna hverju sinni. Áhyggjur mín-
ar beinast ekki síst að því að ráða-
menn þjóðarinnar kunni á næstu
árum eða áratugum að bresta
sjálfstraust til að trúa á framtíð Is-
lands sem sjálfstæðs ríkis. Glatist
stjórnmálalegt sjálfstæði eða
skerðist verulega þá veikist einnig
hið efnahagslega sjálfstæði eða sá
grundvöllur sem við höfum til að
tryggja velferð okkar og velmegun
með sjálfstæðri hagsmunagæslu og
ákvarðanatöku.
Einnig sé ég þá hættu steðja að
tilveru okkar sem sjálfstæðrar
þjóðar í landinu sem slíku, og ekki
síður að íslenskri tungu og menn-
ingu, að áframhaldandi byggða-
röskun slíti rætur þjóðarinnar við
landið, sögu og arfleifð einstakra
byggða ogjafnvel heilla landshluta.
Eins og áður sagði á það að vera
eitt af forgangsverkefnum okkar á
fyrstu áratugum 21. aldarinnar að
snúa vörn í sókn í byggðamálum,
ekki aðeins af efnahagslegum og
byggðapólitískum ástæðum heldur
einnig menningarlegum. Með
hverri byggð sem leggst af glatast
mikil sagnahefð, upplýsingar úr at-
vinnusögu, byggðasögu, þekkingu á
staðháttum og örnefnum o.s.frv.
Loks má segja að í háþróaðri
tækni, upplýsingastreymi og hraða
nútímans séu hvorttveggja í senn
fólgnir stórkostlegir möguleikar og
hættur. Mikið er rætt um hina svo-
nefndu hnattvæðingu nú um stund-
ir og hún á sér einnig menningar-
legar víddir. Miklu flóði staðlaðrar
fjöldaframleiðslu er dreift um alla
heimsbyggðina í formi alþjóðlegra
sjónvarpsrása, kvikmynda og
fjöldaframleiðslu á fleira efni, svo
sem leikföngum og tölvuleikjum.
Slík framleiðsla er óðum að breyt-
ast frá því að vera að einhverju
leyti staðbundin og eiga sér skír-
skotun í sögu, menningu, þjóðararfi
og atvinnuháttum viðkomandi
lands eða þjóðar yfir í að verða
fjöldaframleiðslu-múgsefjunariðn-
aður. Hver kannast ekki við nýj-
ustu afurðirnar eins og Pokemon
eða Pocahontas? Um er að ræða
milljarðaiðnað búinn til úr litlu efni
á grundvelli meiri og minni gervi-
þarfa í smiðjum alþjóðafyrirtækja.
Vænlegasta leiðin til að standa vörð
um sjálfstæði Islands, íslenska
tungu og menningu í umróti sam-
tímans er auðvitað að hér sé mann-
vænlegt velmegunar- og menning-
arþjóðfélag í fremstu röð. Við
þurfum að leggja rækt við sögu
okkar, menningu og tungu, vökva
og næra ræturnar sem binda þjóð-
ina saman og við arfleifð sína. Á
tímum hnattvæðingar skapast
einnig mikil eftirspurn eftir hinu
staðbundna. „Öll menning er í eðli
sínu staðbundin" sagði Claes And-
ersson, fyrrverandi menningar-
málaráðherra Finna, á ráðstefnu
Norðurlandaráðs um menningar-
mál í Osló fyrir nokkrum árum.
3.
Mér er efst í huga þegar 20. öldin
kveður hversu hún hefur, í heildina
tekið, verið íslensku þjóðinni hag-
stæð. Á þessari öld hafa íslending-
ar ekki aðeins brotist frá því að
vera ein af fátækustu þjóðum Evr-
ópu til þess að verða eitt mesta vel-
megunarsamfélag veraldarinnar.
Við höfum einnig öðlast fullveldi og
sjálfstæði og við höfum í verki sýnt
hvers virði það sjálfstæði er. Við
höfum virkjað sjálfstæði okkar sem
auðlind í gegnum ákvarðanir sem
miklu hafa varðað um velmegun og
framtíð þjóðarinnar. Útfærsla land-
helginnar og uppbygging íslenskra
atvinnuvega, ekki síst á þeim
grunni, eru þar gott dæmi. ísland
er oft nefnt sem sönnun þess að
sjálfstæðar smáþjóðir geta skipt
máli. Þær geta bæði búið vel að
sínu en einnig lagt sitt af mörkum í
þágu alþjóðasamfélagsins.
Einnig kemur upp í hugann
þakklæti til allra þeirra sem luku
sínu dagsverki á 20. öldinni eða eru
í þann veginn að gera það. Kynslóð-
anna sem hafa gert Island að því
sem það er í dag. Ekki síst er
ástæða til að þakka aldamótakyn-
slóðinni síðustu sem full af bjart-
sýni og eldmóði lyfti hverju Grett-
istakinu á fætur öðru við erfiðar
aðstæður. Rétt eins og fyrir hundr-
að árum eru framundan stór og
krefjandi viðfangsefni, bæði fyrir
okkur Islendinga sem þjóð og fyrir
mannkynið allt. Hæst ber þar um-
hverfismálin í víðtækri merkingu
þess orðs og það mikla verkefni að
koma böndum á kröfur nútímans
um aukin efnahagsleg gæði og vel-
megun til að forða stórslysum og
eyðileggingu á vistkerfi jarðarinnar
og leggja grunn að sjálfbærri þró-
un. Lykilatriði í því sambandi er
jöfnuður. Um miðja næstu öld þarf
jörðin að fæða 10 milljarða eða svo
og það er einfaldlega óleysanlegt
nema skipta jafnar.
Við aldamótin geta íslendingar
að flestu leyti litið bjartsýnum aug-
um fram á veginn. Við höfum fengið
til búsetu og varðveislu stórkost-
legt land og mikla möguleika. Við
höfum allar forsendur til að þróa
áfram, byggja upp og efla farsælt,
friðsælt og stöðugt velferðarsam-
félag þar sem gott er að búa.
Ég vil nota tækifærið og óska les-
endum gleðilegs nýs árs og þakka
þeim fyrir hönd Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs fyrir sam-
fylgdina á árinu sem er að líða.
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
er sjálf aldamótabarn. Hún varð til
og steig sín fyrstu skref á öldinni
sem er að kveðja og horfir full
bjartsýni fram mót þeirri nýju. Við
erum þakklát fyrir stuðning og
meðbyr sem við höfum fundið með
þjóðinni og vonumst eftir langri og
góðri samfylgd á komandi árum.
Sigfússon