Morgunblaðið - 31.12.2000, Page 44

Morgunblaðið - 31.12.2000, Page 44
^Í4 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Halldór Kolbeins BJÖRK Guðmundsdóttir var kjörin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi fyrir hlutverk sitt í mynd Danans Lars Von Triers, Dancer in the Dark. Myndin hlaut Gullpálmann á hátíðinni. Björk, Catherine Deneuve sem einnig fer með hlutverk í myndinni og von Trier vöktu athygli þegar þau komu til frumsýningar kvikmyndarinnar. Björk kjörin besta leikkonan Landskjálftar á Suðurlandi HARÐUR jarðskjálfti, 6,5 stig á Richter, reið yfir Suðurland á þjóðhá- tíðardaginn, 17. júní. Upptök skjálft- ans voru í Holtum í Rangárvallasýslu og urðu miklar skemmdir á húsum, ekki síst á Hellu og í sveitunum í vest- ■ anverðri sýslunni. Tugir manna urðu heimilislausir. Þrennt slasaðist en enginn alvarlega. Annar skjálfti, svip- aður að stærð, varð nokkrum dögum síðar og átti hann upptök nokkru vest- ar, eða í Hestfjalli í Amessýslu. Urðu þá einnig miklar skemmdir á húsum og innbúi, einkum í austanverðri Ár- nessýslu. Verksummerki eftir þann skjáifta urðu hvað bersýnilegust í landi Bitru í Flóa, þar sem helsta skjálftasprungan hefur hreinlega sprengt jörðina á stóru svæði við sum- arbústað þeirra Grétars Kjartansson- ar og Alize Kjartansson. Verðlaunahafi á Ólympíuleikum VALA Flosadóttir varð þriðja í stang- arstökki á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu í haust. Er það í þriðja skipt- ið sem íslendingar vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einars- son varð annar í þrístökki 1956 og Bjami Friðriksson þriðji í júdó 1984. Eftir að Vala steig á verðlaunapallinn og fékk bronsverðlaunin afhent veifaði hún til áhorfenda í þakklætisskyni. Fréttamyndir af innlendum vettvangi Morgunblaðið/Einar Falur Gekk á norðurpólinn HARALDUR ÖRN Ólafsson gekk á norðurpólinn. Náði hann mark- jniði sínu rétt fyrir klukkan hálf- aíu að kvöldi 10. maí, eftir átta vikna göngu. Það urðu fagnaðar- fundir þegar unnusta Haraldar, Una Björk Ómarsdóttir, hljóp til hans hans úr flugvélinni sem kom til að sækja göngugarpinn á norð- urpólinn. Morgunblaðið/Fanney Gunnarsdóttir Giftusamleg björgun úr Jökulsá á Fjöllum ÞRETTÁN manns biðu björgunar í liðlega þrjá tíma á þaki rútu sem fest- ist í vaði á Lindaá þar sem kvíslar úr Jökulsá á Fjöllum flæða í hana. At- burðurinn átti sér stað í ágúst og var úrhellisrigning og rok meðan fólkið beið á þakinu. Fólkinu var bjargað eftir að ökumaðurinn synti í land og sótti hjálp. Bíllinn festist í ánni þegar vegkantur gaf sig en veginum hafði verið lokað fyrr um daginn vegna vatnavaxta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.