Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 B 4 Morgunblaðið/Golli Iðrunarganga á kristnihátíð ÞÚSUNDIR manna voru á kristnihátíð á Þingvöllum í byrjun* júlí en einmuna blíða ríkti alla helgina. Fjöllireytt dagskrá var frá morgni til kvölds en hápunktur hátíðarinnar var hátíðarmessa á sunnudag. Á laugardag tóku nokk- ur hundruð manns þátt í helgi- göngu, svokallaðri iðrunargöngu, sem var syndajátning fyrir hátíð- armessuna. Karl Sigurbjörnsson, biskup Islands, og Edward Cass- idy kardináli, fulltrúi Páfagarðs, leiddu gönguna en það teygðist verulega úr henni á stígnum milli áfangastaðanna. Skammvinnt gos var í Heklu ELDGOS var í Heklu í febrúar. Gos- ið hófst klukkan 18.17 laugardaginn 26. febrúar. Vísindamenn sáu gosið fyrir. Hálftíma áður en það hófst sýndu þenslumælar breytingar sem þeir túlkuðu þannig að kvika væri að þrýsta sér hratt upp í efstu gosrás Heklu. Gosið var öílugast íyrstu tvo klukkutímana. Skammvinnt þeyti- gos lyfti gosmekkinum í um það bil níu kílómetra hæð. Gosið stóð til 8. mars og reyndist í minna lagi af Heklugosum að vera, miðað við það^ hraun sem það skildi eftir sig. ’ Morgunblaðið/Ómar Menningarnótt í Reykjavík TALIÐ er að um 50 þúsund manns hafí verið í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt í ágúst, þegar mest var, til þess að njóta menningar og mannlífs. Fjölbreytt menningar- og listadagskrá var allan daginn, eins og raunar allt árið vegna þess að Reykjavík var ein af menningar- borgum Evrópu árið 2000. Menning- arnóttinni lauk með stærstu flug- eldasýningu sem haldin hefur verið hér á landi. Morgunblaðið/RAX £t§Í Morgunblaðið/Einar Falur GUNNAR Marel Eggertsspn og áhöfn hans á víkingaskipinu Islend- ingi sigldi frá íslandi til Ameríku í sumar til þess að minnast siglinga Eiríks rauða, Leifs heppna og ann- íslendingur í New York aira norrænna víkinga sem leiddu til landafundanna fyrir þúsund árum. í Ferðin hófst í Reykjavík 17. júní, síð- an var lagt upp frá Búðardal, komið til Brattahlíðar í Grænlandi, Leifs- búða á Nýfundnalandi, Kanada og Bandaríkjanna. Siglingunni lauk í New York 5. október og hér sést Is- lendingur sigla undir Brooklyn- brúna. 'jtf Morgunblaðið/Ásdís Landafundanna fyrir þúsund árum minnst í Hvíta húsinu ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Norður- landanna sátu hádegisverðarboð bandarísku forsetahjónanna í Hvíta húsinu í Washington í apríl. Tilefni boðsins var að minnast landafunda norrænna manna í Vesturheimi fyrir þúsund árum og viðamikillar víkingasýningar í Smitsonian-safninu. Hillary Rod- ham Clinton, forsetafrú Bandaríkj- anna, ávarpaði boðsgesti. Næst forsetafrúnni situr eiginmaður hennar, Bill Clinton Bandaríkja- forseti, þá Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Islands, og við hlið hans Dorrit Moussaieff, vinkona forsetans. í forgrunni eru Björn Bjarnason menntamálaráðherra oafc Sigríður Anna Þórðardóttir, for- seti Norðurlandaráðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.