Skírnir - 01.01.1852, Page 31
35
þá til ab láta skírast, en þeir hafa fundib annafc
ráí), sem aö líkindum áorkar miklu meira enn hin
vanalega kristniboíían, Indar hafa brátt sannfærzt
um, aí) uppfræ&íng barna í skólum væri mjög þörf;
nú hafa þeir ab vísu ekki viljab, ab börn úr öllum
flokkunum hlyti slíka uppfræbíngu eba væri saman
í sama skóla, en enska stjórnin hefir ekki sinnt
því, heldur látib börn úr öllum flokkunum njóta
jafnrar skólagaungu; þar eru þeim ekki kendir utan-
bókar kristnir trúarlærdómar, því þá mundu for-
eldrarnir taka þau óbar úr skólanum; en börnunum
er kendur lestur aí> eins á nýja testamentinu, og
til þess ab nema eptir skript, eru valdar hinar fögr-
ustu og aubskildustu lærdómsgreinir úr ræfeum Krists;
hinn eilífi og aubséni sannleikur þeirra innprentast
þannig æskunni, án þess sjálf hún ebur foreldrarnir
taki eptir, ab sá sé tilgángur kenslunnar, og verba
því flestir, þegar eldast, mjög fúsir á aö kasta trú
sinni og játa kristna trú. Fyrir skemstu hafa Eng-
lendíngar stofnab háskóla í borginni Madras, og var
svo til ætlab, at> hver sá sem væri fullnuma orbinn
til háskólakenslu, fengi þar vibtöku; nú af því
börn úr öllum flokkum lnda hafa notib ab jafnrar
uppfræbíngar á æsku árunum, þá gefur a& skilja, ab
stjórnin vildi ekki heldur fara í neitt manngreinar
álit í háskólanum; en þetta þoldu ekki Bramínar;
stúbentar úr þeirra flokki gjörbu í ár mikil samtök
meb sér, til þess ab hrekja í burtu alla úr Pariah-
flokki, en háskóla stjórnin skarst alvarlega í leikinn;
rak hún burt oddvitana alla fyrir samtökum þessum,
en straffabi hina á annan veg, ebur sannfærbi um,
hve fráleitt slíkt væri, og er þannig rudd braut ab
3'
-