Skírnir - 01.01.1852, Blaðsíða 209
213
Marmier, A'., bókavörbur, riddari af heibursfylkíng-
unni, leibarstjörnunni og Dannebroge.
Mayer, frakkneskur málari.
Minner, /. 2V., kennari, þýbari m. m., í Frakka-
furbu vib Mayn.
Recke, J. R. v., rábgjafi, í Rússlandi.
Schellirig, Fr., leyndar-hirbráb, Dr. og próf. í
Berlín.
Lög hins íslenzka Bókmentafélags.
FYRSTI KAPÍTUU.
Um tilgáng félagsins.
1. f>að er tilgángur félags þessa, að styðja og styrkja
íslenzka túngu og bókvísi, og mentun og heiður ennar Is-
lenzku þjóðar, bæði með bókum og oðru, eptir því sem cfni
þess freinst levfa.
2. Félagið skal í Ijós leiða rit þau, er samin hafa verið
á islenzku og landinu væri sómi að, einkum þcgar höfundar
þeirra eru dánir, og hættast cr við þau muni týnast. Kngu
siður skal félagið ala önn fyrir, að skráðar verði bækur og
prentaðar, er þarllegar virðast almenníngi, svo og þær, er
hentugar sé við kcnnslu í skólanum, og enn fremur efla
vísindi Íslendínga á allan hátt, sem það bezt getur.
3. Félagið á að vanda orðfæri, prent og pappir á bókum
þeim, sem það lætur prenta, eins vel og kostur cr á, og
ekki setja hærra verðlag á þær, enn ríflega svari kostnaði.
4. Félagið tekur við ritgjörðum, jafnt frá utanfélags-
mönnum og þeim sem í félaginu eru, og launar þær eptir
samkomulagi og efnum.
5. jiegar félaginu eru sendar ritgjörðir til prentunar,
skal kjósa nefnd manna til að segja álit sitt um þær, bæði
um efni og orðfæri, svo nákvæmlega sem þeir eiga bezt kost
á; svo skal og nefnd þessi stínga uppá, hverju launa skuli
ritgjörðina, ef höfundurinn æskir launa eða sá sem i hans
stað kemur.
6. J>egar höfundur, eða sá sem í hans stað er, býr í
fjarlægð við aðseturstaði félagsins, er hann skyldur til að
kjósa mann bréflega í sinn stað, hvern sem hann vill, er
félagið megi semja við um allt það er ritgjörðum hans við-
vikur, einsog hann væri sjálfur viðstaddur.