Skírnir - 01.01.1852, Blaðsíða 179
183
mafmr aö snúa í óbundna ræöu, en þaö ráö á bezt
viö þar sem ekki er til samsvaranda skáldskaparmál.
En nú eigum vér eddukvæöin, og í hðndum skálds-
ins vors sýnist mör sem gamli Hómer verÖi oss eins
kunnugur og skiljanlegur einsog edduskáldin. þá
þykir mér vel snúiö, þegar svo tekst. — Annars er
korniö til vor handrit af nær því fjórum fyrstu bók-
unum, og vér höfum loforÖ fyrir handritinu öllu
þángaö til aö vori.
þaö er nú undir úrskurÖi yörum komiö, hversu
þessu skuli framgengt veröa ásamt hinu, en mér
viröist sem vel muni mega takast aÖ koma út aö
minnsta kosti nokkru af þessu, þó hitt tvennt fái
framgáng.
Enn skal eg geta þess, aö eins og yöur er
kunnugt þá hefir félagsdeild vor ekkert geymsluhús
haft fyrir bækur sínar og handrit, síöan brann um
áriö, og hefir þar af leidt, sem von var, aö mart
var komiö á ríngulreiö, þegar þetta var geymt mest
hjá prenturum, bókbindurum, og her og hvar. Haföi
þó Möller prentari, félagi vor, sýnt oss þá góövild,
aö taka til sín og geyma mestan hlut bókanna fyrir
ekkert, og afgreiöa sumt þaö sem beöiö var um.
Bókavöröur og embættismenn félagsins höföu og þar
af mikla óhægö. Nú höfum vér leigt þokkalegt
herbergi fyrir 4 rbdali um mánuöinn og keypt þángaö
húsbúnaö, svo nú geta embættismenn félagsins haft
þar fundi meö sér. Skápar og hirzlur eru einnig
keyptar, svo aö eirspjöld vor og uppdrættir, bækur
og skjöl eru nú vel geymd og reglulega, og nýlega
höfum vér keypt brunabóta-skrá til eins árs fyrir
17 rbd. 3 mk., en þaö samsvarar 7000 dala viröi.