Skírnir - 01.01.1852, Blaðsíða 212
216
sagt, annasl um prentun ritgjörða félagsins, meS umsjón
forseta.
24. Bókavörður skal geyma bækur félagsins, handrit
og skjöl, þau sem embættismcnn ekki þurfa aS hafa við
hönd sér; hann skal hafa allt bóksölu-umboð félagsins á
hendi meS umsjón forseta, og ala önn fyrir að bækur fé-
lagsins sé á boðslólum á sem tlestum stöSum , bæði á ís-
landi og annarstaðar. Hann skal senda féhirði reikníng um
bókasölu og bókaskuldir á hverjum tólf mánuðum, og skal
sá reikningur fylgja aðalreikningi féhirSis. A ársfundi skal
hann og leggja fram fyrir félagiS jlirlit yfir bækur þess,
seldar og óseldar. Hann má enga bók félagsins Ijá nema
mót skriflegu skýrteini, og handrit, dýrmæt rit eða upp-
drætti þó að eins eptir skriflegu leyfi forseta.
25. Kjósa skal tvo menn til að rannsaka reikninga
féhirðis og bókavarðar; þeir skulu hafa lokið starfi sínu svo
snemma, aS reikníngur sé að öllu búinn undir úrskurð fé-
lagsins á kyndilmcssufundi. Verði ágreiníngur um reikn-
ingana, sker félagiS úr meS atkvæSafjölda, eða felur það
forseta, cða öðrum, sem til þess verSur kjörinn, og skulu
þeir forseti og skrifari síðan gefa skýlaust kvittunarbréf fyrir
reikníngana.
2G. Félagsmenn eru: heiðursfélagar, félagar, aukafélagar
og bréfafélagar.
27. Heiðursfélaga skal kjósa eptir verðugleikum; sé
þeir réttir félagar, eiga þeir atkvæðisrétt. Heiðursfélagar
borga ckki tillag framar en sjálfir vilja.
28. Félagar einir hafa atkvæðisorð á félagsfundum.
29. Aukafélagar eru þeir, sem hvorki tala né rita ís-
lenzku; eru þeir kosnir að mentun til og félaginu til sóma,
en ekki hafa þcir atkvæðisorð á félagsfundum.
30. Bréfafélaga kýs féiagið þá er þaS vill; þeir gjalda
þvi ekki.
31. Allir félagsmenn mega bera upp á fundum þaS er
þeim þykir þarft að hugleiða, en allajafna ræður forseti,
hvort til atkvæða má. gánga um slíka uppástúngu fyrr en á
öðrum fundi.
32. |>eir er gjörast vilja félagsmenn beiðist þess skrif-
lega, og ákveSi um leiS hve mikinn styrk þeir ætla að veita
félaginu. Alinnstur tillagseyrir er á Islandi 1 rbd., en 3 rbd.
í Kaupmannahöfn. þicir sem gefa einn dal, fá félagstiðindin
ókeypis; hinir, sem gefa þrjá dali, fá allar bækur félagsins
sem prentaSar verða; þó skulu þeir hafa goldið tillag sitt
i siðasta lagi innan ársloka, það ár sem bækurnar koma út,
enda sé ekki i skuldum við félagið aS undanförnu.
33. Félagar skulu hafa goldiS tillög sin fyrir hver árs-