Skírnir - 01.01.1852, Blaðsíða 115
119
pliano Pellini, ræníngjahöfbínginn, og fannst á honum
ógrynni fjár; sá hét Tosselli er undan komst.
þab er au&rábib, aö páfinn er sjálfur í hinum
mestu vandræöum útaf öllu þessu ástandi í ríki
hans, þar sem allir þegnarnir hatast vib hann og
stjórn hans, en hann hvorki vill né þorir, fyrir
setuliöi Frakka og Austurríkis-manna, ab gefa þeim
meira frelsi; aptur sér hann og framá, aÖ hann getur
ekki mist af þessu útlenda varnarlibi, nema svo ab
eins, ab ríki hans sé þá samstundis lokib, því sjálfur
hefir hann hvorki fé né herafla til ab kúga og bæla
nibur gremju þegnanna á þann veg, sem hann gjörir
nú. A hinn bóginn er honum næsta illa vib setu-
lib þetta, einkum Frakka, sem honum þykja helzt
til hlutsamir um stjórn hans alla og samnínga vib
abra stjórnendur, fór hann því í sumar frá Róma-
borg og lluttist til kastalans Gandolfo. Bubust
Frakkar til fylgdar vib hanú þángab, en hann lézt
ekki þurfa þess, en þeir fóru samt sem ábur meb
honum, og báru fyrir, ab ]ieir mætti ekki hætta á
þann veg lífi hans, svo róstusamt sem nú væri í
landinu, en í rauninni vildu þeir ekki sleppa hon-
um svo úr greipum sér, ab þeir gæti ekki vitab
hvab hann hefbist ab og semdi vib abra stjór.nendur.
þángab gjörbi hann orb til fundar vib sig Ferdi-
nandi Neapels konúngi og kom hann brátt, og bolla-
lögbu þeir margt, sem Ieynt fór meb fyrsta, en þab
komst upp seinna, ab allt laut ab því, ab hrekja
Frakka út úr páfalöndunum, meb tilstyrk Austur-
ríkis-keisara; skyldi hann senda Ferdinandi nóg
varnarlib til Neapels, svo ab hann mætti missa af
öllu libi sínu til styrktar vib páfann, og til ab hrekja