Skírnir - 01.01.1852, Blaðsíða 211
215
16. Embættismenn og varaembættismenn skulu hafa
starf sitt á hendi árlángt, og ekki lcngur, nema félagsmcnn
kjdsi þá aptur.
17. Enginn má hafa tvö embætti í senn.
18. Embættismenn skal kjösa eptir dugnaði, en ekki
eptir metorðurn; því má engan kjósa til embættis, sem eigi
er Islendingur, eða þekkir Isiand, og talar og skrifar ís-
lenzka túngu eins vel og Islendíngur.
19. Embæltismenn eru skyldir að koma á alla fundi,
nema brýn nauðsyn banni.
20. Sérhver embættismaður er skyldur að gjöra félag-
inu grein fyrir embættisbreytni sinni, þegar félagið beiðist
eða hann skilur víð embætti. Afhendíngar embættis fara
fram skriflega.
21. Forseti skal sjá um, að lögum þessum sé hlýdt,
og að sérhver félagsmanna gegni skyldum sínum við félagið;
hann kveður menn til funda, setur þá og stýrir þeim;
hann birtir á fundum skrifleg frumvörp félagsmanna og bréf
til félagsins, og sérhvað annað, er honum þurfa þykir, hann
safnar atkvæðuin og segir upp úrskurði felagsmanna; hann
skal skýra á ársfundi hverjum frá athöfnum félagsins og fjár-
hag; svo skal hann og, ásamt féhirði, sjá um sjóð félagsins
scm óhultast þykir og ábatamest; hann skal og gæta fjár-
heimtu og fjárútláta, og hafa ritað samþykki sitt á sérhvcrja
kröfu til félagsins, áður gjalda megi; hann ráðstafar bókum
til prentunar með aðstoð skrifara og sér um bréfagjörðir
félagsins.
22. Féhirðir skal taka viS inngjöldum félagsins, kvit-
tera fyrir og hirða vandlega, borga af þeim reiknínga þá er
forseti hefir skriflega sainþykkt, bóka það allt, og gjöra
grein fyrir, hve nær sem forseti æskir eða félagsdeildin; svo
skal hann og gjöra aðalreikníng á hverjum tólf mánuðum
og sanna hann með kvittunarbréfum og skjölum. fiessum
aðalreikníngi láti hann í hvert skipti fylgja skuldalista, svo
sem bezt verði sénn fjárhagur félagsins. ska' vera
skylda féhirðis, að tilgreina við sérhverja útgjaldagrein, til
hverra félagsþarfa henni sé varið.
23. Skrifari skal bóka það allt, sem fram fer á félags-
fundum; svo skal hann og hafa dagbók og bréfabók. Hann
á og að semja og rita félagsbréf með ráði forseta, er ábyrgist
þau, og veita viðtöku bréfum þeim er til félagsins koma,
lesa þau og sýna forscta jafnskjótt og verður, en forseti á
að lesa þau á næsta fundi. Hann skal og afhenda féhirði
nafnatölu allra félagsmanna, og skýra honum frá hvað hver
skuli gjalda á ári hverju; svo skal hann og, sem áður er