Skírnir - 01.12.1909, Síða 2
290
Endurminningar.
Okkur var hér um bil sama hver það var, því að allir
á heimilinu töldu sér skylt að segja móðir minni atfarir
okkar. Þá kom hún og sneypti okkur, sérstaklega ef við-
höfðum vaðið í sokkum, sem við vorurn nýkomin í, eða ef
kjóllinn minn eða buxurnar hans Sigurðar höfðu blotnað
að neðan.
Hún átaldi Sigurð alt af meira. Hún hélt, að hann
réði öllum svaðilförum okkar, af því að hann var eldri.
Sigurður bar það aldrei neitt af sér, og mér þótti svo undur
vænt um hann fyrir það.
Og þegar móðir mín var farin frá okkur, þá þakkaði
eg honum fyrir, að hann hafði ekki sagt eftir mér.
Á vetrum, þegar snjór var, rendum við okkur á sleða
niður bæjarhólinn. Sigurður sat fyrir framan mig og
stýrði sleðanum. Eg sat að baki honum, og hélt yfir um
hann báðum höndum.
Við þutum áfram, og snjórinn rauk í stórum gusum
framan i andlit okkar. Þá skýldi eg mér á bak við
Sigurð.
Stundum valt sleðinn um koll, þegar hann var á
fleygiferð, og við kútveltumst í snjónum, en sleðinn þaut
sína leið.
Þá grét eg oftast, þó að eg meiddi mig ekki, en eg man
ekki eftir að Sigurður gréti nokkurn tíma.
Hann hjálpaði mér til að standa á fætur, dustaði af
mér snjóinn og þurkaði tárin úr augum mínum. Hann
sagði mér, að eg ætti að hætta að gráta, og þá gerði eg
það. Sigurður hljóp eftir sleðanum, og dró hann upp
brekkuna, en eg tölti á eftir.
Því næst byrjuðum við á nýjum leik.
Við fórum í snjókast, tróðum brautir eða bjuggum til
snjókerlingar.
Þegar við vorum inni, vorum við látin halda íband-
hespur, tæja ull eða vinda af snældum.
Móðir raín kendi mér að prjóna, þegar eg var á sjö-
unda árinu.