Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1909, Side 3

Skírnir - 01.12.1909, Side 3
Endurminningar. 291 Fyrst prjónaði eg leppa handa mér. Eg þóttist hafa unnið mesta stórvirki, að prjóna heila ileppa. Eg breiddi þá á hné mér, strauk þá og velti þeim á allar hliðar, og skoðaði þá í krók og kring. Eg hljóp fyrir hvern mann á heimilinu, og sýndi leppana. A.llir dáðust að þcim, og mér þótti það ofur eðlilegt. Því næst bað eg móður mína að lofa raér að prjóna aðra leppa, dálítið stærri og mikið fallegri handa Sigarði. Og eg man, hvað mér þótti ósköp vænt um, þegar móðir mín sagði, að eg • mætti eiga þá, og gefa Sigurði þá sjálf. Sigurður kendi mér að þekkja stafina. Hann kendi mér margar kvöldbænir og morgunbænir, og mesta sæg af vísum. Við kváðumst oft á og altaf kvað Sigurður mig í kútinn. Á sumrum íluttum við gullin okkar upp í helli, sem var fyrir ofan bæinn, og lékum okkur þar. Við settum upp borð, hillur og bekkí úr smáspýtum. Við bjuggum til hlóð, og höfðum skeljar fyrir potta og pönn- ur. Við gerðum graut og hnoðuðum kökur úr leir og vatni. Við þreyttum oft hlaup, stukkum milli þúfna, hoppuð- um á einum fæti, og skellihlógum. Sigurður var miklu fljótari að hlaupa en eg. Þegar eg var á miðri leið, þá var hann æfinlega kominn á skeiðs- enda. Og þá hló hann að mér. Eg herti mig enn meira í næsta sinn, en alt fór á sömu leið. Þegar við vorum orðin stálpuð, lét faðir minn okkur sitja hjá lömbunum á vorin með einhverjum fullorðnum. Þá þurftum við oft að taka til fótanna. Sigurður hafði smíðað tvær hljóðpípur úr tvinnakefl- um, sína fyrir hvort okkar. Við bárum þær í bandi um hálsinn, og blésum í þær öðru hvoru. En margan sprett urðum við að hlaupa fyrir þá

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.