Skírnir - 01.12.1909, Síða 9
Endurminningar.
297
— Þú heflr ef til vill ætlað að finna húsbóndann.
— Já, lítils háttar.
— Eg skal skila því, sagði eg, og fór inn í bæinn.
Eftir þetta sá eg Sigurð sjaldan um sumarið, og aldreí
töluðum við orð saman, nema um daginn og veginn.
En eg forðaðist, þegar eg gat því við komið, að láta
hann sjá mig, þó að hann kæmi að Gröf.
Einu sinni kom Guðrún með honum. Það var sunnu-
dag. Þau voru á leið frá kirkju. Þá fór eg fram fyrir
fyrir tún, og sat þar, þangað til þau voru farin.
Þegar eg kom heim, var mér sagt að Sigurður hefði
spurt eftir mér, og að Guðrún hefði kvartað yfir, að hún
fengi aldrei að sjá mig.
Eg svaraði engu, og settist við vinnu mína eins og
eg var vön.
Og eg held að eg hafi aldrei unnið eins mikið, og af
jafn-miklu kappi, og það sumar.
Eg vildi helzt vinna, og ekkert annnð.
Eg get ekki sagt að eg liti nokkurt augnablik upp
frá vinnunni. Virku dagana fylgdi eg karlmönnunum
að og frá vinnu. A sunnudögunum var eg í eldhúsinu
og við þjónustubrögð.
Þó fanst mér eg aldrei geta unnið nógu mikið, og aldrei
sökt mér eins djúpt niður í vinnuna og eg vildi. Eg þótt-
ist aldrei vera nógu þreytt, er eg lagðist til hvíldar á
kvöldin, aldrei geta sofnað nógu fljótt, og aldrei sofið eins
fast og draumalaust og eg óskaði.
Helzt hefði eg viljað sofna einhverja nóttina og vakna
aldrei aftur, eða hníga niður einhverstaðar á víðavangi,
og standa aldrei upp aftur.
Og þannig leið dagur eftir dag, og vika eftir viku.
Um haustið giftust þau Guðrún og Sigurður.
Sunnudaginn áður kom hann inn að Gröf til að bjóða
húsbændum mínum í veizluna.