Skírnir - 01.12.1909, Qupperneq 31
Um starf og stjórn sjúkrasamlaga. 319’
15 ára, þá skal greiða 10 aura á mánuði fyrir hvert barn,
en þó aldrei meira en 30 aura.
■i
Það er skylda hvers þess, er gengur í samlagið, að-
skýra frá því, hvereu mörgum börnum innan 15 ára hann
á fyrir að sjá, og skal hann jafnan gera samlaginu aðvart,
ef börnin fjölga, eða fækka (deyja, verða 15 ára, fara
burtu).
5) Hver samlagsmaður skal greiða mánaðargjald sitt
fyrirfram á heimili gjaldkera.
6) Ef samlagsmaður greiðir ekki mánaðargjald sitt 2
mánuði í röð, þá fellur niður réttur hans á ókeypis lækn-
ishjálp, lyfjum og sjúkrahúsvist; skal gjaldkeri gera hon-
um aðvart um þetta fyrir miðjan síðari mánuðinn. En ef
3 mánuðir líða án þess að hann greiði gjöld sín, þá er
hann úr samlaginu; skal gjaldkeri gera honum aðvart um
þetta fyrir miðjan þriðja mánuðinn. Umsögn gjaldkera er
full sönnun þess, að aðvörun hafi farið fram.
Ef samlagsmaður hefir verið aðvaraður og greiðir
hann skuld sína, þá skal hann um leið greiða 10 aura
fyrir hverja aðvörun.
Ef samlagsmaður er rækur úr samlaginu vegna skulda,.
þá er honum frjálst að koma aftur í samlagið, ef hann
greiðir alla skuld sína og 1 kr. að auki í inntökueyri;.
nú er missiri liðið frá því er hann fór úr samlaginu, og
skal hann þá leggja fram læknisvottorð um heilsu sína,
er fullnægi kröfum 2. greinar.
Ef samlagsmanni bera dagpeningar úr samlagssjóði og
- er hann i skuld um mánaðargjald, þá skal halda því eftir
þegar dagpeningar eru greiddir.
7) Ef samlagsmaður er sjúkur og ekki vinnufær,
en á fótum og má vera úti, þá skal læknir ljá honum
skriflegt leyfi til þess og taka til, hvern tíma dags hann
megi vera úti.
8) Ef sjúklingur hagar ’sér ekki [eftir fyrirmælum
læknis eða lögum samlagsins, þá missir hann rétt til dag-
peninga þá viku, er hann verður sekur um þess konar
afbrot.