Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1909, Side 34

Skírnir - 01.12.1909, Side 34
322 Um starf og stjórn sjúkrasamlaga. Laun gjaidkera skal ákveða á aðalfundi, eða auka- fundi, og skal jafnan miða þau við fjölda hluttækra sam- lagsmanna. Gjaidkeri tekur við öllum gjöldum í samlagssjóð, kem- ur þeim á vöxtu og setur veð fyrir sjóðnum, sem stjórn- in tekur gilt. Hann heldur sjóðbók og aðrar reiknings- bækur, sem stjórnin telur nauðsynlegar, semur ársreikn- inga og tölusetta skrá yfir nöfn samlagsmanna, aldur þeirra, atvinnu og heimili, hvenær þeir hafa komið í samlagið, farið úr þvi eða dáið. Gjaldkeri skal fá samlagsmönnum viðtökuskirteini fyrir greiddum mánaðargjöldum, og greiða þeim dagpen- inga úr samlagssjóði á vikufresti, eftir vottorði samlags- læknis. Samlagsmenn skuiu jafnan gera gjaldkera aðvart, ef þeir verða sjúkir, en hann skal semja skrá yfir alla sjúk- linga. í sveitasamlögum er rétt að formaður sé gjaldkeri, en deildarstjór- ar keimti saman gjöldin hver i sinni deild, og færi honum á hveijum mánaðamótum. JÞá skal og formaður afhenda deildarstjórum þá dagpeninga, sem fallnir eru í gjalddaga i deild hvers þeirra; skulu þeir fá honum viðtökuvottorð fyrir því fé, en hann þeim skírteini fyrir iðgjöldum, er þeir afhenda. Þá skal það vera skylda samlagsmanna, að tilkynna deild- arstjórum sjúkdóm sinn. Yerða sveitasamlög að breyta 12. gr. uppkasts- ins og eftirfarandi greinum í þessa átt. 13. gr. Aðalfund skal halda tvisvar á ári, í febrúar og októ- ber. Formaður boðar fundi í 2 eða fieirum víðlesnustu blöðum bæjarins með 8 daga fyrirvara og skal hann til- greina fundarefni. Aukafundi skal halda þá er formanni þykir þurfa, eða meirihluta fulltrúanna, eða skrifieg áskorun berst stjórn- inni frá J/s allra hluttækra samlagsmanna, sem eru yflr 18 ára aldur, enda tilgreini þeir fundarefnið. Ef stjórninni berst lögmæt krafa um aukafund, þá skal hún koma á fundi á 14 daga fresti.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.