Skírnir - 01.12.1909, Síða 49
Kvenréttindahreyfingin i Ameríku.
337
almenningsálitið. New York blöðin, sem þar voru mikíð
keypt, fylgdu almennum kosningarrétti allra karlmanna
fast fram, en voru á móti konum. Menn voru sendir til
að taka þátt i deilunni, og þeim vanst mikíð á. Lýðveldis-
sinnar snerust á móti. Þá ritaði auðugur Irlendingur i
Kansas þeim S. Antony og Mrs. Stanton og bauð þeim að-
stoð sina. Sagði að þær skyldu koma vestur og vinna að
málinu. Kostnaðinn borgaði hann. Þær gerðu það, og
ferðuðust um alt ríkið, þvert og endilangt, alt fram að
þeim degi, þegar almenn atkvæðagreiðsla átti að fara fram
um málið. Þann dag fóru þær milli allra þeirra 4 staða,
þar sem atkvæðin voru greidd, til að tala fyrir málinu.
Af 30,000 atkvæðum, sem átti að greiða, fengu konur
•9900, en svertingjar 10,800.
A heimleiðinni héldu þær hvarvetna fyrirlestra, og
leigði Irlendingurinn oft sérstakar eimlestir handa þeim.
Aldrei kváðust þær fyr eða síðar hafa ferðast eins rík-
mannlega.
Þannig vóru konur nú dæmdar til að bíða að minsta
kosti 20 ár eftir næstu stjórnarskrárbreytingu, nema ef til
vildi í einstöku smáríkjum. En þá fóru þær að reyna
aðrar aðferðir. Margir héldu því fram, að 14. stjórnar-
skrárgrein Bandaríkjanna heimilaði þeim kosningarrétt.
Sumir lögfræðingar höfðu bent þeim á, að greinin tiltæki
alla ameríska borgara, og þær skyldu þvi láta setja sig á
kjörskrárnar sem kjósendur. Ef þeim yrði vísað frá, eða
ef atkvæði þeirra yrðu talin ógild síðar, þá skyldu þær
skjóta máli sínu undir dómstólana og jafnvel til hæstarétt-
ar. Þá yrði almenningsálitið undirbúið og málið orðið al-
kunnugt áður en dómur félli, sem búist var við að yrði
þeim í vil. — Kona ein, Mrs. Woodhull frá New York,
hafði einnig af sjálfsdáðum tekið upp þessa aðferð, og
heimtað af þinginu að gefa út lög, sem trygðu konum að
geta notað sér kosningarrétt sinn, sem þær hefðu eftir 14.
grein, sem borgarar Bandaríkjanna. Málinu var vísað til
lögfræðisnefndarinnar, sem skar þannig úr, að þessa kröfu
22