Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1909, Síða 56

Skírnir - 01.12.1909, Síða 56
344 Kvenréttindahreyfingin i Ameriku. konga og keisara frá »gamla heiminum« taki þátt í þjóð« hátíð þeirra, þá sé dætrum lýðveldisins meinað að leggja hendur sínar blessandi á höfuð þjóðarinnar. Þegar þær líti á allar framfarirnar, sem þessi sýning beri vitni um, alt það frelsi, sem þjóðin eigi í frjálsri kirkju, frjálsum blöðum, þá gleðjist þær. En ekki fyrir sig. Svo koma margar kærur um ófrelsi kvenna. Síðan segja þær: »Vér heimtum engin sérréttindi, vér heimtum aðeins réttlæti og jafurétti, lagalegt og stjórnarfarslegt, fyrir oss og dætur vorar, eins og hverjum borgara í Bandaríkjunum ber að fá«. Susan Anthony sneri sér til Hawley yfirhershöfðingja formanns hátíðanefndarinnar, og bað um 50 sæti fyrir stjórn kvenréttindafélagsins. Hann svaraði, að engum nema mönnum í opinberri stöðu væri boðið. Samt gat Miss. Anthony fengið sér aðgöngnmiða, sem fréttaritari fyrir blað bróður sins. Loks voru kvenréttindafélaginu sendir 4 aðgöngumiðar. Mrs. Stanton ritaði Mr. Hawley og bað um leyfi til að rétta varaforsetanum »Bill of Rights« kvennanna á meðan á hátíðahaldinu stæði. Hún heimtaði ekki að hann skyldi lesa skjalið í heyranda hljóði, en vildi aðeins rétta forseta það, svo að það væri einn hluti af hátíðahaldinu. Hann neitaði því, sagði, að hátíðarskráin væri sarnin, og henni yrði ekki breytt. Þær sneru sér til varaforset- ans sjálfs; hann átti að vera í stað (irants forseta, sem var forfallaður. Hann neitaði því líka, þótt þær vissu, að hann hefði verið þeiin hliðhollur. Þá kom Mrs. Stanton og Mrs. Mott saman um að koma ekki. En S. Anthony var ákveðin í, að yfirlýsingin skyldi komast á framfæri með einhvei'ju móti. Hún fór því þangað og 4 konur aðrar, það var hennar skylda, að hennar áliti. Nú var sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna lesin upp, og rétt á eftir átti að syngja hátíðasöng um Don Petro Brasilíukeisara, sem heiðraði lýðveldið með návist sinnil En meðan menn voru að búa sig undir hátíðasönginn, stóð S. Antony upp úr sæti sínu og konurnar 4 meðjhenni, og gengu upp að pallinum, þar sem forsetinn sat. Útlendu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.