Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.12.1909, Qupperneq 57

Skírnir - 01.12.1909, Qupperneq 57
Kvenréttindahreyfingin i Ameriku. 345 gestirnir og embættismennirnir, sem sátu rétt fyrir neðan pallinn, rýmdu kurteislega til fyrir þeim. Súsanna gekk þá fram fyrir forsetann og rétti honum yfirlýsinguna með fáum orðum. Hann fölnaði við, en hneigði sig, til þess að gera ekki veizluspjöllin meiri. Síðan gengu þær út og réttu á leiðinni til beggja handa, hverjum sem hafa vildi, prentað eintak af yfirlýsingunni. Allar hendur voru á lofti eftir þeim, allir vildu ná í eitt eintak. Síðan gengu þær út, og upp á háan pall úti fyrir höllinni, sem ætlaður var söngmönnunum. Hér las Susanna hátt og snjalt upp yfirlýsinguna fyrir miklum mannfjölda, sem safnast hafði þar saman. Nokkrum eintökum var líka útbýtt þar. Eftir það fóru þær allar til únitara- kirkjunnar, þar sem kvenréttinda-landsfélagið hélt hátíðina, og Lukretia Mott, sem var 85 ára, stýrði fundinum. Hér las Mrs. Stanton upp yfirlýsinguna, og ýmsar konur héldu þar ræður, en á milli var söngur. I 5 klukkustundir héldu þær þannig áfram með ræður og söng í brennandi sólarhita. Um þetta bil komu hermennirnir með hina sundur- skotnu blóði drifnu fána úr þrælastríðinu, eins og sýnileg- an vott um allar þær skelfingar. »Móðir Bickerdyke«, sem hafði hjúkrað og hlynt að veiku »drengjunum« sínum, með dugnaði sínum og trygð, konan, sem þeir höfðu kall- að á eftir: »Farðu ekki frá okkur, móðir, við gleymum þér aldrei!« — hún var gleymd og allar þær ágætis- konur, sem þúsundum saman fórnuðu eignum, heilsu og lífi til að hjúkra sjúkum og særðum hermönnum og senda þeim að heiman alt, sem þeir þurftu með. Svertingjar og kynblendingar komu í fylkingum, og yfir höfðum þeirra var 15. grein stjórnarskrárinnar, sem veitti þeim full mannréttindi, hljómandi eins og sigursöngur. Hver fáninn eftir annan var borinn fram hjá, með nöfnum Garrisons, Philipps og Douglass, en hvergi var að sjá nöfn Lukretiu Mott eða Harriet Beecher Stowe, sem hafði með bók sinni, um »Kofa Tómasar frænda«, vakið viðbjóð mannkynsins á skelfingu þrælahaldsins. —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.