Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 83

Skírnir - 01.12.1909, Page 83
Erlend tíðindi. 371 4. desember andaðist María prinsessa af Orleans, kona Valdimars, yngsta' bróður konungs vors. Hún varð tæplega hálffimtug, fædd 13. janúar 1865. Hún var að mörgu atgervis- kona og stórum ástsæl. . ~ Kröyer, einn mikilhæfasti málari Dana, er og nýdainn, 58 ára að aldri; hann hafði þjáðst síðast af geðveiki. . . • • ' ' * * I England- l’ar harðnaði stöðugt þingdeilan, sem áður hefir verið getið og hefir loks fengið þann enda, sem fáir vildu trúa, að lávarðadeildin hefti fjárlögin. Höfðu lávarðarnir þá aðferð, að bera upp tillögu um það, að deildin samþykti ekki fjárlögin fyrri en búið væri að bera þau undir þjóðina með nyjum kosningum og fekk tillagan 350 atkvæði, en ein 75 á móti. Hér mætti nú í rauninni segja, að farið væri að bæði stillilega og hógværlega, en þó það só stórtíðindi í hverjn landi, að þing hefti fjárlög fyrir stjórn, eða felli þau, þá hefði þó hvergi risið upp af því slikur ofsastormur eius og sá, sem nú fer um Stórabretjand. Svo sem menn vita er þingseta lávarðanna ættgeng, en neðri mál- stofan kjörin með almennum kosningum og hefir hefðunnið fjár- veitingarvaldið fyrir löngu og Bretum finst það að eins gert tif kurteisi, að láta fjárlögin fara til lavarðanna, en ekki af því, að þeir eigi í rauninni neitt atkvæði um þau í heild. Það hefir og verið svo öldum saman, að lávarðamálstofan hefir ekki lagt út í að fara verulega í bág við þan. Því fer þó fjarri, að lávarðarnir hafi ekki dugandi talsmeun og margar gildar ástæður fyrir máli sínu. Margir mikilsháttar fjármálamenn styðja t. d. þeirra málstað. Hór er aðalatriðið það, hvort fjárlögunum skuli ráða þjóðkjörið þing eða aðalsmannastótt landsitts, og því svara Bretar einbeitt á þann veg, að almennur kosningaróttur skuli þar einn öllu ráða. Loftfara og flugvólasóttin hefir nú gripið Englendinga sem aðra. Þeim þykir að vonum ægilegt, ef flytja má her manns yfir Ermarsund. Hafa þeir ráðgert að veita stórfé á næstu fjárlögum til flugvéla og loftfarasmíða. Bretar hafa í mörg horn að líta í öllu sínu mikla ríki, og víða er þar úr miklum vandamálum að leysa, þó hvergi só jafn ískyggi- legt ástandið og á Indlandi. Þar er svo mikill vandi úr að greiða, að ýmsir helstu menn Englendinga telja tvísýnt, hvort ríki þeirra geti haldist þar til lengdar. Oánægjan með erlend yfirráð er göm- ul á Indlandi og styðst hún bæði við þjóðarmetnað og misjafna meðferð Englendinga, sem lengi hefir haft þetta feikna land að 24*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.