Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 93

Skírnir - 01.12.1909, Page 93
ísland 1909. 381 •óþijrkakast gerði á túnaslætti um land alt, um 3—5 vikur, svo töður manna velktust nokkuð, einkanlega á Norðurlatidi, en þó ekki til neinna verulegra skemda. — Haustið hefir verið sérlega gott allan októbermánuð, en úr því fara veður að harðna, og í desember ■eru meiri frost en mörg uudanfariti ár. Hæst komst 'froscið um miðjan desember í 26°C. á Grímsstöðum á Fjóllum. — Snjór er talsverður fyrir norðan. Landbúnaðurinn á vitanlega mikið undir tíðarfari og hlytur altaf að lánast sæmilega í slíkri tíð, er skepnur allar ganga vel undan vetri og sumarið er jafngott og nú var. Menn eru i bezta lagi búnir undir veturinn að heyjum og munu þo!a™það vel, þótt hann verði nokkttð harður. — Þegar snemmaljvorar, svo að fro3t fer fljótt úr jörðu, þá árar bezt fyrir allar jarðabætur, enda mun alment hafa verið unnið með langmesta móti að þeim þetta ár. Kaupgjald hefir laékkað ttokkuð og kemur þaðfbændum einkar •vel. — Fjárkláða hefir orðið vart í Arness og Borgarfjarðars/slum. Sj ávarútvegurinn hefir átt allerfitt, þótt nægur fiskur hafi verið kringum land alt. Kaupgjaldið var orðið of hátt til þess að þilskipaútgerðarmenn stæðust það, er fiskur féll í verði utan- lands. Og líkur eru miklar til þess, að fiskiveiðar á seglskipum oigi nú ekki langan aldur fyrir höndum. Á Suðurlandi hafa út- gerðarmenn hætt að ráða fiskimenn fyrir fast kaup. Greiðist nú kaupið með helming dráttar. — En vegna þess, hve lágt fiskverðið er, hafa fiskimennirnir haft lítið upp þennan tíma, sem seglskip geta gengið til veiða. Á Norðurlandi er enn fast mánaðarkaup tíðast, en nokkuð lægra en undanfarin ár. Vélarbátum hefir ekki fjölgað eins mikið þetta ár og áður. Enda eru menn farnir að verða varir við ymsa ókosti á þeirri útgerð. Á Vesturlandi og í Vestmannaeyjum hefir hún þó gengið sæmilega, því að fiskur hefir verið með afbrigðum. Þó hafa nokkrir bátar tapast í Vestmanna- eyjum. — En á Eyjafirði hafa vélarbátar gefist all-illa. - Botn* vörpuveiðarnar hafa gefist ágætlega. Sérstaklega vel hefir gefist að fara með fiskinn nýjan til Englands. Síldarveiðar við Ncrð- urland voru miklu minni í ár, en undanfarið. Norðmenn hafa orðið illa úti í fyrra, vegna þess, hve lágt verðið var á sildinni, og orðið

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.