Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1913, Page 42

Skírnir - 01.01.1913, Page 42
Um „akta“-skrift. Erindi flutt i Reykjavik 10/u 1912. Það kemur fyrir, að eitthvert lítið atvik, sem maður sér eða les eða heyrir, verður eins konar ljósvarpa, er kastar geislavendi sínum langt út í rökkrið og bregður einkennilegri birtu yfir ótal atriði, sem aldrei hafa áður verið í sjónarstefnu saman. Stephan G. Stephansson hefir iýst þessu í einu kvæði sínu: — Það koma standum þær stundir, stopular, þvi er svo farið, þegar eitt augnablik opnast útsýni, launkofi, smuga. Örlögin blasa við augljós eldingum leiftrandi huga. Svona fór fyrir mér, þegar eg var að lesa »Endur- minningar um Jón Sigurðsson*, sem »Skírnir« gaf út á aldarafmæli hans. Einn af þeim sem skrifaði þessar endurminningar sagði frá ofurlitlu atviki, sem mér varð undir eins hugfast, þvi það brá óvæntu ljósi yfir margt, sem eg hafði ekki hugsað um frá sömu hlið áður. Síðan hefir það hvað eftir annað fiogið í huga minn og skýrt fyrir mér fleira og fleira. Þess vegna þykist eg ekki þurfa að biðja afsökunar á því, að eg tek það nú til meðferðar. Það var þingsumarið 1867. Sögumaðurinn var þá 17 ára og var utanþingsskrifari á alþingi. Starf utanþings- skrifara var að hreinrita ræður þingmannanna á hvítan pappír í arkarbroti, eftir að þær höfðu verið leiðréttar, bvo og þingskjölin. Fengu þeir 24 sk. (50 a.) fyrir örkina,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.