Ný félagsrit - 01.01.1846, Side 28
2U
ALflNG A ISLANDI.
sagt var ætti vife bænarskrár þær, seni á eptir komu,
iini framlögu allskonar reikninga á alþingi, og þess-
vegna kallar hann a& gripib sé fram fyrir hendur á
þínginönnum; forseti vill aptur á móti ekki, ab talað
sé um atriði málsins sjálf, og bannar þarmeð þíng-
niönnum það, sein hann lætur konúngsfulltrúa haldast
uppi. En þó hann hefði tekið ástæbu konúngsfulltrúa,
þá var hún heldur ekki rétt, því þíngið vottaði sjálft
á eptir, að það var ekki samdóma konúngsfulltrúa í
því, að málin væri ósamkynja, og forseti hefir líklega
ekki verið það heldur, því annars hefði hann tekið
þá ástæðuna en ekki hina; en þar af leiddi, að þessar
bænarskrár allar snertu fjárhag landsins eptir áliti
þíngsins, og þá var hver einn þi'ngmanna heinlínis við
efnib þó hann talaði um, hversu hagab væri reikni'ngum
landsins af stjórnarinnar hendi, og hver missmíbi væri
á því máli öllu saman, en þarnæst sýndi fef hann
hefði mátt) hvað áhóta vant væri í skýrslu þeirri, sein
konúngsfulltrúi gaf í ræðu sinni á undan. Stjórninni
sjálfri getur ekki verjð nein þökk á þvi', að önnur
eins mál og þessi sé þögguð niður, því ef konúngs-
fulltrúi hefði getað sannað, að stjórnin ætti einmitt
þakkir skilib af íslendíngum fyrir • meðferðina á Qár-
munum landsins (hls. 424—25), þá hefði það verið
nokkur sigur, og töluvert niðurdrep fyrir þá, sem í
móti mæltu, en yrði það ekki sannað, heldur yrði hitt
ofaná, að Island yrði fyrir halla, þá lítur svo út einsog
stjórnin vildi gjöra Islandi órétt, þegar hennar menn
þagga niður hógværleg mótmæii um þessi atriði, og
vilja ekki bíða eptir að reka þau með ástæðum, ef
þeir geta.