Ný félagsrit - 01.01.1846, Síða 37
ALþlNG A ISLANDI.
57
og því var ekki a& kynja, þó þetta mál lægi ríkt í
hug öllmn þinginönnuni, einsog öllum Islendíngum,
sem vilja landinu vel, og þykir þab of gott til a& vera
hvaíi sem lakast þykir: nýlenda Dana, þegar þeir
vilja sitja yfir allri verzlan þess; omagi, þegar þab
þarf styrks vib; prjónakona, þegar vantar sokka e&a,
vetlínga; fótskör, þegar einhver þarf brábrar hjálpar
til aö komast til embætta í Danmörku. Stjórnin sjálf
baf&i nú tvo n)j'a verzlunarsta&i i tilbúningi, landsmenn
beiddu uin þrjá þar a& auki, og bænarskrár komu úr
flestum herubuin*) Iandsins, og frá nokkrum aflslend-
íngum í Kaupmannahöfn, me& 2253 nöfnum alls, uin
almennt verzlunarfrelsi fyrir allt Iandi&. Verzlunarstaöi
þá, sem stjórnin stakk uppá, samþykktu inenn i einu
hljó&i, en skrýkkjóttara ætla&i a& gánga um hina, og
því ver&ur ekki neitaö, a& svo lítur út, sem ekki allfáir
af þíngmönnum hafi breytt nokkuö áliti sínu um nau&syn
á aö fjölga kaupstö&um, og þannig a& útbrei&a inn-
anlands-verzlun um landiö, svo sem má, me&an hún
ver&ur ekki frjálsari a& lögum. þetta vir&ist Ijóst af
atkvæ&um þínginanna í niálinu um þoilákshöfn, Krossvík
og Straunifjör&, þó þa& ver&i ekki sanna& af oröum
manna, þareö flestir þög&u; því ekki er a& ætla, a&
þeir hef&i fremur satnþykkt þá efstjórnin hef&i stúngi&
uppá þeim, heldur en þó þeirra væri be&izt af alþý&u,
sem bezt veit livar skórinn kreppir. því ver&ur a&
vísu ekki neita&, a& í þessum máluin er nokkuö fariö
f
aptan a& si&unum á Islandi, einsog í Danmörku sjálfri:
því í staö þess a& láta verzlunina vera sem frjálsasta,
') Vantaði úr Vestmannacyjum, tiullbringu sýslu, Borgaifjarðar
sýslu og Mýra sýslu.