Ný félagsrit - 01.01.1846, Side 41
ALf»ING A ISLANDI.
41
iiiii í álitsskjali nefndarinnar, sem ekki voru þó reiöi-
efni. þab imin óliætt ab fullyrba, ab hver sá, sein les
nefndar-álitib, og svo ræbu konúngsfulltrúa á eptir,
hann muni játa , ab konúngsfulltrúinn hafi þar aptur
hlaupib uppá nef sér fyrir enga sök, einsog þegar
talab var uin ab opna þfngsalinn, og fer þab helzt illa
þegar þá verbur ekki sannab þab, sein svo freklega er
ab orbi kvebib, því þab er óneitaulegt, ab hann hefir
eptir á ekki getab borib á móti, ab þab var rétt í
alla stabi sem hann kallabi ”rángt frá rótuni”, og
nefndin hefbi ekki ýkt þó hún hefbi verib enn ber-
orbari, og sagt t. a. in. ab Island yrbi ni i k I u harb-
ara úti í verzlunarniálinu en nýlendur Dannierkur,
svo lángt væri frá ab þab nyti réttinda jafnt vib abra
þegna konúngsins. Mótmæli konúngsfulltrúa í þessu
máli eru nijög óheppileg bæbi ab forminu og efninu
til. Ab því er forminu vibvíkur, þá er þab í angum
uppi, ab þab er injög fsjárvert ab blanda konúngs-
valdinu í uinræbu málanna, og þegar þab er altnenn
regla bæbi á Englandi og Frakklandi, þar sern þó
konúngar eru takmarkabir ■ veldi, ab þar inegi ekki
nefna konúnginn *) í umræbuin nm málin, á þann
hátt, ab þab geti freistab manna til ab breyta mein-
ingu sinni eba láta af henni, þá er því heldur orsök
til þess hér, þar sein konúngur er einvaldur. Kon-
úngur sjálfur hefir sagt, ab hann setji þing þessi til
þess ab heyra óskir þjóbarinnar af munni hennar sjálfrar
og til ab vekja þjóbarandann; hann getur ekki ineint
annab meb þessu, en ab hann vilji heyra sannleikann,
*) pað er og regla, að ekki má nefna liina efri stofu f>egar talað
er um málin i hinni neðri, og skal forseti minna menn á |>á
rt*}»lu i hvert sinn sem hennar er ekki gætt.