Ný félagsrit - 01.01.1846, Qupperneq 72
72
ALj>Ii\G A ISI.APiDI.
Allir hafa játab, aí) kjör þeirra, margra hverra, væri
ineb engu móti vibunandi, ab ntenn þyrfti aldrei ab
vænta ser góbra presta, nema þeini væri seb fyrir
sóinasainlegu uppheldi, og ab landinu væri þó ekki á
neinu meiri þörf en góbum prestuin, þareb öll upp-
fræbíng alþybu er undir því koniin, ab þeir gjöri verk
sinnar kallanar trúlega og kostgæfilega, en á upp-
fræbíngunni byggist öll andleg og líkainleg velferb
þjóbarinnar. því getur og enginn sanngjarn mabur
neitab, ab Islendingar eiga andlegu stettinni inikib ab
þakka. þessi stett hefir ab öllu leiti libib blítt og
strítt meö alþýbu, og hvab sem ab ber þá er hún
innan handar meb hjálp og ráb eptir megni. Af
prestinuni læra ílestir þab gott sem þeir ncma, til
hans sækja þeir ráb í andleguni og veraldlegum efnum,
hann er opt bjargvættur naubstaddra, læknir veikra,
talsmabur fátækra og þeirra sem órett líba; og því
verbur ekki neitab, ab andlega stettin er þjóblegasta
stéttin á Islandi. Eba nnindi þab ekki vera ab miklu
leiti prestunum ab þakka, ab alþýba á Islandi hefir
jafnan fengib orb fyrir, og meb réttu, ab hún sé ab
jafnabi betur uppfrædd en alþýba í öbrum löndum?
J>ab er því aubsætt, ab Islendingar ætti, sjálfra sín
vegna,. ab leitast vib ab gjöra kjör prestanna svo
vibunanleg, sem kostur er á eptir ásigkomulagi lands-
ins, og þab er enginn efi á ab þab má takast, ef rétt
er farib meb þau efni sem fyrir hendi eru, þareb hin
andlega stéttin hefir enn, þó stólagózin sé seld, hér-
uinbil fimtúng af öllum fasteignum landsins, auk tiunda
og annara tekja.
þab sem stjórnin hefir gjört híngabtil, til ab bæta
kjör presta á Islandi, hefir verib íþví fólgib : ab nokkrir