Ný félagsrit - 01.01.1860, Blaðsíða 19
UM MALEFiNI ISLAiNDS-
19
sem þaf) kann a& fara mef) ráb sín og tillögur, því meira
styrkir þafe framför og heillir þjóbarinnar, og því meira
styrkir þa& sig sjálft, því þegar álit og vald alþíngis
væri orbif) rótgróif), þá mundi engri stjórn geta dottif) í
hug af> leggja hönd á þaf>, og naumast því sjálfu.
Vér getum nú a& vísu ekki neitaf), af) alþíngi hafa
stundum verif) mislag&ar hendur mef) þau mál sem þaf)
hefir farib me&. |>a& hefir ekki ætí& kunna& a& meta
þau málin mest, sem mest rei& á, og ekki heldur a& taka
þau frá þeirri hli& sem þau voru réttast tekin. En fyrir
þesskonar má me& sanni álasa hverju fulltrúaþíngi um
alla veröld, og þa& væri hi& sama a& dæma þíngi& ónýtt
fyrir þessar sakir, einsog a& dæma þa& ónýtt af því þaÖ
er ekki alfullkomiö. En þíngiö þarf samt sem á&ur a&
vera mjög a&gæti& og varkárt í þessu efni. Ef a& þíngiö
hrindir þeim málum, sem hver einn, sá er vill framför
landsins, hlýtur a& álíta tnest ver&, þá spillir þa& málinu
og áliti sjálfs sín. Sama er aö segja, ef þa& fylgir þeim
ályktunum frarn, sem ekki geta sta&izt fyrir skynsamra
óvilhallra manna dómi, e&a byggir ályktanir sínar á
hleypidómum, þó þeir sé stundum almennir, en ekki
sannri þekkíngu á málunum, líkt eins og þegar dómendur
dæmdu eptir alinenníngsálitinu for&um, a& jör&in væri flöt
eins og mykjuskán, og sólin gengi í kríngum jör&ina, og
brenndu menn sem kenndu hitt, þa& er rétt var. Alþíngis-
menn hafa í slíku efni mikinn vanda á höndum, og þyrfti
afe gaumgæfa nákvæmlega afeferð sína og atkvæ&i, ef þeir
vilja vinna landi sínu og þjófe sannarlegt gagn.
Vér höfum á&ur getife þess, a& óskanda væri a& al-
þíngismenn tæki a& sér viss ákve&in mál hver einstakur,
eptir því sem hann hef&i færi á, og leg&i sig ni&ur vi&
afe rannsaka þa& mál svo ítarlega sem kostur væri, og
2f