Ný félagsrit - 01.01.1860, Blaðsíða 58
58
FERDASAGA l)R þvZKALANDI.
kendir vi& Appollo, Bacchus, Niobe, og hér eru margar
líkneskjur sem eru alkunnar um öll lönd, t. d. Silen meb
Bacchus í fangi sér. En fegrst af öllu er þó hin fagra
marmara mynd, sem menn kalla Niobe, torso mynd (bolr,
en vantar höfuö, fætr og arma), sem er taliö eitt hiÖ
mesta listasmíÖi hinnar grisku fornaldar og enginn hefir
dirfzt aÖ taka á til aö endrbæta. Af Niobe er sögö sú
saga, aö hún var konúngsdóttir og átíi 6 sonu og 6 dætr,
og báru börn hennar af öllum aö fegrö. Niobe miklabist
af fegrö barna sinna, og jafnaöi sér viö Leto, en börnum
sínum viö þau systkin Apollo og Artemis, börn Letóar.
þessu reiddust þau, aö hún skyldi jafna sér og börnum
sínum viö guöina, og í hefnd fyrir ofsa hennar skautApollo
til bana sonu hennar alla, en Artemis skaut dætr hennar, en
Niobe sá á fall barna sinna. Eptir þessum atburö hafa
.. hinir fornu listamenn gjört miklar líkneskjur, örvarnar
fljúga úr lopti ofan, en Niobe sitr yfir börnum sínum
dauöum. þess er aö geta, aö gipssteypur af þessum
myndum öllum, sem nú vóru taldar, finnast víÖa í söfn-
um, og þar á meöal í Charlottenborg í Kaupmanna-
höfn. — Ræfr og hvelfíngar hússins er allt skrifaö meö
sögum, úr goöasögum eör kappasögum Grikklands, og allt
eptir innlenda málara úr Baiern.
Hiö nýja málverkasafn er og skrautlegt hús f 6
sölum, en þar er fjöldi málverka eptir ýngri málara frá
Baiern: Schorn, Kaulbacii, Piloty, Rottmann o. s. fr., og
blómleg og fögr; eg nefni aö eins eitt, en þaö er víg
Wallensteins eptir Piloty, undrafagrt málverk, sem mér
varö ávallt starsýnt á er eg kom þangaö inn. En fegrstr
af öllu er þó hinn sjötti salrinn: þar eru 23 héraöamál-
verk frá Grikklandi, málaö á stein (enkaustisch) eptir
Rottmann. Sú ljós- og litarfegrö, sem er í þessum sal á