Höldur - 01.01.1861, Blaðsíða 6
0
lagaskóla, læknaskóla, sjúkrahús, búnaðarskóla
og barnaskóla; vjer þyrftum líka sjómanna-
skóla. „Hamingjan hjálpi oss vel„ segja bænd-
urnir, „hvar á að taka allan þenna feyki-kostn-
að? Vjer eigum að biðja stjórnina um meir
og minna af kostnaðinum úr ríkissjóðnum; vjer
eigum líka spítalasjóði. „Það fæst ekki“ segja
bændurnir. „Það fæst víst“, segja lærðu menn-
irnir, „ef alþing biður aptur og aptur og fer
nógu kænlega að; vjer eigum ekki að taka
munninn íullan, heldur að eins biðja um kostn-
aðinn úr ríkissjóðnuin fyrst um sinn; en
fáist hann ekki þaðan um aldur og æfi, þá
skuli stjórnin leggja frumvarp fyrir alþingi um
það, hvernig eigi að jafna kosínaðinum á land-
ið“. „Já, það er nú sök sjer“, segja hinir ó-
lærðu, „vjer eigum svo mikið lijá Dönum; rík-
issjóðurinn er mátulegur til þess; það kemur
lfka einhver snúningur á, áður cn alþingi ját-
ar öllum þessum kostnaði á landið“. „Iiafðu
nú bóndi minn hægt um þig,“ segja hinir kon-
ungkjörnu á þinginu“, það er ekki hyggilegt
að vera að telja til skuldar hjá Dönum,
þegar vjer erum að biðja stjórnina uin fje úr
ríkissjóði, til *ð kosta flest það, sem fyrir
liggur að koma á fót hjá oss“.