Höldur - 01.01.1861, Page 16
18
aðinn verður af að taka; þá mundu menn hætta
að treysta því einu, að ríkissjóðurinn í Danmörku
sje só silfuræð, sem aldrei geti þornað; þá
færi menn að læra með meiri áhuga og sam-
tökum en áður að leita sjer á yfirborði jarð-
arinnar og í djúpi sjóarins að uppsprettum
atvinnu og auðsældar.
Vjer vonum þá landar góðir, að þjer sje-
uð í engum vafa um það, að það sem oss ríð-
ur fyrst og fremst á af öllu oss til framfara,
er gagngjörð og veruleg stjórnarbót, byggð á
óskertum fornum landsrjettindum vorum og nú-
verandi eðli og ásigkomulagi þjóðfjelags vors.
En getum vjer þá kostað þessa stjórnarbót eins
og fjárhag vorum og tekjustofni er varið nú
sem stendur? Gjörum nú ráð fyrir, að hin
endurbætta stjórn mundi kosta 20,000 rd.
meira heldur en tekjur landsins eru nú á-
kveðnar á seinni árum í reikningságripi því,
sem vjer höfum sjeð um tekjur og útgjöld ís-
lands; en hvar á nú að taka þessar 20,000
dala. I’á munu nokkrir svara oss, sje reikn-
ingar þessir vel að gáðir og bornir saman við
eldri viðskipti íslands og Danmerkur, þá er
það hverjum manni auðsjeð, að reikningar þess-
ir eru ckki rjett færðir, heidur þvert á móti