Höldur - 01.01.1861, Page 25
27
arráðin dönsku; oss liggur nærri við að ælla,
að sumir þeirra þori ekki að hugsa fyrr en
þeir hafa fengið einhverja opinberun eða anda-
gipt um það, hvað stjórnin hugsar; að minnsta
kosti þykjumst vjcr hafa tekið eptir því, að
nokkrir þeirra í stað þess að segja sína mein-
ingu, verji iöngum tíma og margbrotnum vífi-
lengjum til að brjóta heilann um það, hvernig
stjórnin muni hugsa sjer eitt eður annað ; og
þcgar þeir konungkjörnu á alþingi halda að
eitt j á komist í bága við hugsanir ráðherranna,
þá sitja þeir fastan og segja n e i. Vjer ætlum, að
þeíta lýsi sjer bezt á sumum atkvæðaskránum
í alþingistíðindunum, og er þó ekki alstaðar
við haft nafnakall, eins og óskandi væri. Vjer
erum, ef til vill, því miður svo tortryggnir,
að oss liggur við að ætla, að þetta ófrelsis
samband þeirra við útlenda, sje svona ófrjálst,
einmitt af því sambandi, sem þeir standa í við
ríkissjóðinn. Er þeim ekki líka vorkunn, ef
þeir skyldi heyra það og sjá, að laun þeirra
ætti að fara mikið eptir því, hvað þeir eru
álitnir stjórnhollir í Danmörku — vjer segjum
ckki dróttinnhollir, því að vera drottinnhollur
konungi vorum og þjóðhollur íslendingum, verö-
uin vjer að álíta eitt og hið sama. Vjer skilj-