Höldur - 01.01.1861, Side 28
30
]>eir gæti síðan notað á þjóðiegan hátt, oss !og
fööurlandi voru til framfara og farsældar, þá
inundura vjer elska þá og virða í öllu eins og vjer
nú görum það í mörgu; vjer mundum jafnvel
viljaleggja nokkuö hart á oss til þess að þeim
liði vel og embætti þeirra gæti oröið í heiðri haft.
í*ó vjer sjeum bændur, og þykjum nokkuð
búralegir, þá eruin vjer sannfærðir um það,
að duglegir og velviljaðir embættismenn, í sam-
vinnu við gott þjóöþing, sem nokkuð þýðir, og
vitran og mildan konung, en óháðir öðru cr-
lendu og óþjóðlegu valdi, vjer erum sannfærðir
um,segjum vjer,að slíkir menn eru sannarlega heið-
ur og styrkleiki hverrar þjóöar, og vjer erum viss-
ir um, að væri vorir núverandi æðstu embættis-
menn í þessum sambönduni einum sainan, þá
mundi þeir bæði vera og þykja verðugir stöðu
sinni. Vjer gleðjum oss yfir þeirra góðu hæfi-
legleikum og vonum aö áður en langt um líö-
ur muni þeim gefast betra tækifæri en nú að
neyta þeirra í sumu tilliti.
En livaö er það þá, að frátekinni þeirri
stjórnarbót, sem vjer höfum áminnzt, er oss
mundi fyrst og fremst á ríða oss til framfara
og sannarlegra þjóðþrifa? I’ó vjer höfurn nú
hjer að framan bent á hina almennu alþingis-