Höldur - 01.01.1861, Síða 32
3A
ekki sett skör lægra, en urasjön barnaskólans
í Reykjarík. Fái nú þingið bænheyrslu, og svo
fari, sem vjer ætlum, þá höfum vjer litla von um,
að búnaðarskólarnir beri hjá oss þjóðlega og
happasæla ávexti, nema því að eins, að stjórnin
gæti spennt yxn sfn fyrir ísland og látið Jtau
draga það suður til Danmeikur. Vjer neitum alís
ekki, að það sje mörgum annmörkum bundið,
að íslendingar verði að læra lög og læknis-
fræði af Dönum, en J>að ætlum vjer oss enn
óhentugra, ef vjer ættum beinlfnis að læra
af þeim fjárhirðingu og ýmsa aðra búnaðar-
vinnu, að vjer nú ekki tölum um hvcrsdags-
lega verkaskipun á heimilum vorum sumar og
vetur. Vjer segjum það hreint og beint, vjer
álítum slíka búnaðarskóla á íslandi óhafandi,
og vjer að voru leyti vildum ekki einu sinni
þiggja þá, þó að ríkissjóðurinn byðist til að
kosta þá að öllu. Og þó viljum vjer fá bún-
aðarskóla sameinaða fyrirmyndarbúum, og það
sem allra fyrst; vjer viidum geta fengið þess-
ar stofnanir ekki einungis í hverju amti, held-
ur í hverri sýslu; því margt einstakí í bún-
aðinum ætlum vjer hljóti að vera frábrugðið í
ýmsuin sveitum, eptir því, sem þar er ýmis-
lega ástatt með jarðveginn, veðurlagið, hey-