Höldur - 01.01.1861, Side 40
42
góða stjórn og góða reglu. Auk þessa er
vinnan mjög undir því komin, að hafa góð á-
höld, sein ætíð sje í góðu lagi; þá ríður ekki
heldur lítið á hinu, að áhöldin sje ætíð á
sínuin vissa stað, svo ekki verði leit úr neinu
þeirra, þegar þau eiga að brúkast. Yjer ætl-
uin, að góðar og gagngjörðar endurbætur á öllu
þessu væri heiðarlegra launa verðar.
Ef það er nauðsynlegt, sem enginn mun
efa, að geta gefið greinilega skfrslu um arð
og tilkostnað hverrar skepnu á búi manns, þá
hlýtur það líka að vera ómissandi að geta gjört
sjáifum sjer og öðrum skýra grein fyrir arði
og tilkostnaði hvers verkamanns á heimilinu.
Það þykir, ef til vill, ekki svo vandasamt, að
reikna til verðs fæði hvers af hjúunum árið
í kring, það hafa jafnvel verið gjörðar tilraun-
ir til þess áður; kaupið er optast tiltekið fyr-
ir fram, en það ætlum vjer nokkuð vanda-
samara að meta sanngjarnlega daglega vinnu
hvers af hjúunum lyrir sig allt árið, og þó er
þetta nauðsynlegt, ef menn eiga að geta gjört
grein fyrir arðinum af hverju hjúi, ef menn
eiga að geta sagt með ástæðum, hvað mörg
og liver hjú bóndinn á að halda í samanburðj