Höldur - 01.01.1861, Page 62
6 4
feygir það eða leysir upp önnur efni og 3.
bindur það skaðlega s/ru í jarðveginum.
6. Kisiljörð. Allar jurtir hafa í sjer
kisil og sunrar rnikið af honum, t. a. m. korn-
tegundirnar; þess vegna liggur það í auguin
uppi, að kisiljörð er ómissandi fyrir jurtirnar.
En jarðyrkjumaðurinn á hægt með að afla sjer
þessa efnis, því kisiljörðin er í öllum jarðveg
og vantar aldrei, nema, ef til vill, í eintómri
mold eða mosajörð. Allt uppsprettuvatn og
árvatn er blandað kisiljörð. Ilið eina, er jarð-
yrkjumaðurinn verður að gæta, er það, að kis-
iljörðin geti komið jurtunum að notum; en
það verður rneð því móti að plægja jörðina
vel og bera á hana önnur áburðarefni.
Hjer á Iandi ætti að safna jarðaráburði á
fimm stöðum á hverjum bæ, þar sem stunduð
er jarðarrækt og fjárrækt. Á hverjum stað
fyrir sig verður þá þannig: I. kfiamykja, ‘2.
sauðatað og hrossatað, 3. blandaður áburður,
4. mannasaur og skolavatn úr bænum, og 5.
askan úr eldhúsinu. IJó getur svo staðið á á
sumum bajum að ekki þurfi að safna áburð-
inum í svona mörgu lagi, t. a. m., að ekkert
sje til í blandaða áburðinn. Líka mætti safna
kúamykju, sauða - og hrossataði í .einu lagi