Höldur - 01.01.1861, Page 85
87
1. Sá veggur sem á að vera mannliæðar
hár, skal vera 4 fet á þykkt að neðan en lít-
ið eitt þynnri að ofan, en sje veggurinn hærri
þarf hann að því hæfi að vera þykkri. Þó er
þetta að nokkru Ieyti komið undir þvf, úr
hverju efni veggurinn er; sje hann úr grjóti
eða þjettum og rótgóðum streng, iná hann vera
þynnri heldur en el hann er úr lausu efni sem
inikið sígur. Þessi regla gildir um öll úthýsi;
en bæjarhúsa-veggir ætla jeg að þurfi þykkri
en hjer er gjört ráð fyrir.
2. Sje talsvert af grjóti haftíveggi, skal
jafnan velja stærstu steinana í undirstöðuna,
0g láta hana lítið eitt ílá eður hallast inn í
vegginn ; frá undirstöðunni má veggurinn hlað-
ast nær því lóðrjett upp. Aldrei má lcggja
grjót-undirstöðu á klaka og verður jafnan að
pæla hann burtu sem vandlegast. Sje laus
mold undir, þar sem leggja á undirstöðu, skal
moka niður fyrir henni til þess fastur jarð-
vegur fæst.
3. Næst undirstöðunni velur maður þá
stærstu steina sein fyrir hendi eru; skal það
jafnan aðalreglan, þegar hlaðið er grjóti, að
neðri steinninn sje stærri en hinn efri, og að efri
steinninn nái ekki Jengra inn í vegginn en hinn