Höldur - 01.01.1861, Síða 86
88
neðri, því annars getur veggurinn snarast moð
tímanum. Þess skal og vandlega gætt, að
fremri röð steinsins beri ekki lægra cn sú efri,
einkum sje grjóti hlaðið einu saman.
4. Bezt og traustast er, að hlaða grjóti
einu saman í veggi sje það ekki því verra og
hnöllóttara. fó má að ósekju hafa torf á milli
grjóílaganna innan í hlöðuveggi, veggi að inn-
anbæjarhúsum, og í stuttu máli í ölium þeim
veggjum sem ekki næðir um vindur eða sól
fcrennir, en torfið þarf samt að vera rótgott
og vel þurrkað undir.
5. Veggi, sem hlaðnir eru úr grjóti einu
saman, og jafnvel eins þó torf sje við haft miili
grj^tlaganna, eins og gjört er ráð fyrir hjer að
framan, skal troða sem vandlegast, og er mjög
athugavert þegar froðinn er veggurinn, að hleðsl-
an rótist ekki, þarf til slíks bæði lag og aðgæzlu.
G. Þcgar veggir eru Idaðnir úr streng, ljá-
torfi eða hnausum, annaðtveggja mcð grjóti
eður einu saman, er mjög áríðandi, að allt efni
veggjarins sje vandlega þurrkað áður en því er
hlaðið. Þannig er nauðsynlegt — sje ekki
annað efni fyrir hendi í vcgginn cn laus og
rótlítill strengur —, að hann sje ristur liaust-
inu eða vorinu áður en honum er hlaðið, þurrk-