Höldur - 01.01.1861, Side 96
98
til mín hafa komið frá öðrum hafa sjaldnast
dreift svo þunnt, að injer hafi líkað, þó verk-
tró hafi verið að öðru; ætla jeg þó, að eng-
um, sem heíir það fyrir reglu að dreifa þykkt
Jieyi, heppnist að fá það vel þurrkað; og þó
seinlegra þyki að dreifa þunnt, mun það bráö-
urn vinnast upp með þvf að heyið þornar svo
miklu betur og fljótar en annars. 8je lieyift
smátt og blautt, ætla jeg þurfi að dreifa svo
þu-nnt, að vandlega verði að jafna flekkinn til
þess ekki grisji í jörðina, en því þurrara sem
heyið er, því þykkra má dreifa.
3. Þegar þerrir sjest fyrir aö morgni, en
svo mikið hey er fyrir liggjandi, að ekki verð-
ur allt vel hirt, er betra aö dreifa litlu og
hirða betur, en að dreifa miklu og hirða Iak-
ar; ætla jeg það sje óráð að láta hey liggja
flatt um nætur, sem farið er að þorna, eink-
um þegar líður á sumar, því bæði dofnar hey-
ið við það, að það dregur til sfn náttdeigjuna,
og svo er það einatt að skiptir um veður yfir
nóttina, svo þó þurrkviðri sje að kveldi, get-
ur votviðri veriö komið að morgni. Veröi
seint fyrir að kveldi með að ná saman heyi,
er betra að raka það upp í stóra garða eða