Höldur - 01.01.1861, Page 115
117
gjöra hið fyrra útlægt af sfnu hdmili, en byggja
hinu síðara inn aptur, J>ví á hverju því heim-
ili, þar sem eyðslusemi og óþrifnaður hefir
náð að festa rætur, þarf varla að vænta blessun-
ar drottins. Þvf er miður, að búskaparbasl
margra nú á dögum virðist vera sprottið af
því, að menn hirða ekki og nota ekki gáfur
gjafarans eins þrifalega og sparsamlega og
vera ætti; og ver margur hver ofmiklu af
þeim til svalls og eyðslusemi. Það er samt
ekki mitt álit, að óleyíilegt sje að njóta gæða
lffsins, eður gleðja sig f hófi; en þaðmáekki
ganga út yfir þau takmörk, sem efni og hag-
ur hvers eins leyfir, því Bhvað sem þar er
fram yfir er vont.“
4. fað er mjög svo áríðandi, að húsbónd-
inn sje stjórnsamur, reglufastur og umvöndun-
arsarnur, að liann við hafi kristilegan aga á
heimili sínu, eins við fuIJorðna sem börn, þeg-
ar þess þarf við. Ilaldi maður þau hjú, sem
temja sjer ósiðsemi, hvort heldur til orða eð-
ur verka, þá ætti maður að leitast við sem
fyrst að leiðrjetta þau, og ávallt með góðu;
en vilji þau ekki ld/ðnast kristilegum áminn-
ingum og bæta ráð sitt, þá er í sjálfu sjer
rjettast, að vísa þeim burtu af heimilinu, þar