Gangleri - 01.12.1870, Síða 33

Gangleri - 01.12.1870, Síða 33
33 og nyrðra, en þó einkum á Austurlandi; var þá sumstaðar varla sauðgróður um Jónsmessu, enda gjörði þá mikið hríðaráfelli. Fjárfellir varð nokk- ur á Vesturlandi, og hrossafellir í Borgarfirði suður. Sumarið var allt kalt og vætusamt; voru þá opt frost um nætur og snjór á fjöllum; sum- staðar náðust ekki hey eptir Höfuðdag, fyrir snjó og gaddi; var þá ástand manna mjög bágt og í- skyggilegt. 1864 Byrjaði vetur snemma um allt land með snjó og frosti fram að nýári; þá kom 3 vikna bati, en sfðan var hart til sumarmála; var þá almennur bjargarskortur fyrir menn og skepnur. Um haust- ið eptir miðjan október gjörði allmikið hríðaráfelli. 1865 var vetur nyrðra og syðra harður frá nýári, og vor- ið mjög rosasamt og kalt. Hafíshroði fyrir norð- an land, allt fram að messum. IJá varð heyskortur mikill fyrir skepnur, svo margir hefðu fellt, ef sumstaðar hefði eigi verið gripið til þess, að kaupa korn til fóðurs þeim, sem sumum kom að góðu gagni ,en kom þó mörgum í miklar kaupstaðar- skuldir; og að lokum urðu menn sjálfir bjarg- þrota, þar allt var komið í skepnurnar. Sumar- ið var heldur graslítið og nýting á heyjum slæm, en þó bezt á Norðurlandi; þar var opt kuldi sem annarstaðar varð væta meiri. 1866 Frá nýári var vetur og vor eitthvert hið harðasta hvað tíðarfar snerti, sem komið hefir á þessari öld. fá rak hafís að í febrúarmánuði og gjörði hafþök svo mikil fyrir öllum Vestfjörðum, Norð- urlandi og Austfjörðum, að af hæstu fjöllum sá (Jaugleri IV. hepti. 4

x

Gangleri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.