Gangleri - 01.12.1870, Page 46

Gangleri - 01.12.1870, Page 46
4« TIL KAUPENDA „GANGLEKA*. Um leií) og vjer sendum yfcur, háttvirtu kaupendurt sífe- asta hepti hins fyrsta árgangs Ganglera, þykir oss hlýha, að votta yður þakklæti vort fyrir viðtökur þær, er þjer hafið veitt Ganglera þetta fyrsta ár hans; og sömuleiðis yöur, hæðstvirtu útsölumenn, fyrir alla aðstob yöar og íyrirhöfn. þa& var meb kví&a, að vjer byrjuðum að gefa út rit þetta, fyrst í því tilliti, að fáir mundu gjörast kaupendur þess, eða vilja sinna því, svo vjer yrðum fyrir skaða og hlytum fyrir þá sök að hætta útgáfunni að árganginum loknum ; en þetta hefir snúist nokkuð á annan veg. Gangleri hefir fengið ná- lægt 700 ,.kaupendum, og er það, fáist borgunin, nægilegt til að endurborga kostnað vorn. Vjer bárum og kvíða fyrir því, ab oss mundi eigi heppnast að gjöra Ganglera svo úr garði að efninu til, að kaupendum geðjaðist hann yfir höfuð, 1— aö gjöra svo öllum líki er ómögulegt — en vjer höfum reynt að gjöra það eptir föngum. Vjer höfum að vísu eigi orðið varir nokkurrar verulegrar óánægju með rit vort hjá kanpendum þess; en vjer finnum það bezt sjálfir, að því hefir verið ábótavant í mörgu; en af reynslunni lærir maður bezt. Nokkrir hafa sett út á form ritsins: þókt það koma of sjaldan út, og álitið hentugra, að það kæmi út einu sinni í mánuði, svo sem 1 örk, og neitum vjer eigi, að þeir hafi mikið til síns máls. það er því áform vort, að halda ritinu áfram næsta ár, en Iíklega í því formi, að 1 örk komi út af því einu sinni f hverjum mánuði og ætlumst vjer til, að verð þess fari eptir arkafjölda, eins og áður. Með því nokkrum af þeim tálm- unum er nú úr vegi rutt, er verið hafa góðri útgjörð rits- ins til fyrirstöðu þetta ár, og sá maður hefir gjörzt meðlimur fjelags vors næsta ár, sem almennt mun talin einhver hinn fjölhæfasti, lærðra manna hjer norðanlands, vonumst vjer eptir, að Gangl. geti orðið betur úr garði gjörður hjer eptir en hingað til; eins og vjer einnig berum það traust bæði tii hinna háttvirtu útsölumanna hans og kaupenda, að þeir fram- vegis sýni Gangl. eigi minni velvild, aðstoð og góðar viðtök- ur en hingað til, Að endingu biðjum vjer þá af vorum heiðruðu útsöln- mönnum, er eigi hafa þegar sent oss andvirði Gangl. 1870, að gjöra það nú sem allra fyrst. Útgefendurnir. Útgefendnr: Nokkrir Eyfirðingar. Ábyrgðarmaðnr: Friðbjörn Steinsson. Prentsður á Akureyri 1870. Júuas Sveiusson.

x

Gangleri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.