Gefn - 01.01.1874, Qupperneq 9

Gefn - 01.01.1874, Qupperneq 9
9 eða 36 stundum. |>á heyrist sterkari gnýr og dimmar og óttalegar drunur úr undirdjúpiuu, vatnið svellur ákafar í skálinni, bylgjar og ólgar og iðar í hring, í miðjunni stíga upp stórar gufubólur, og eptir fáein augnablik skýzt vatns- geisli upp í loptið, dreifandi ljómandi hvítum perludropum allt í kríng; en varla er hann kominn 80 eða 100 fet í lopt upp, og droparnir eru enn ekki farnir að falla niður aptur: þá kemur enn annar og enn þriðji, hvorr hærri en annar, stærri og smærri geislar dreifast í allar áttir, sumir til hliðar í styttri bogum, sumir beint í lopt upp með suðanða þyt, feiknamikil gufuský hríngast ,upp og hylja að nokkru leyti vatnsstöpulinn, sem er níu feta á þykkt — enn ein duna. eitt dimmt högg úr djúpinu: þá kemur loksins mjó vatnsgusa, hærri en allar hinar, og rekur stundum upp steina með sér — og þá að vörmu spori dettur allt þetta niður, eptir tíu mínútna sjónarleik, og verður að engu eins og svipull morgundraumur. Aður en gufuskýin eru rokin burtu og hið sjóðanda vatn hefir náð að renna ofan af hólnum, er skálin orðin tóm og allt er kyrt, eins og ekkert haíi skeð.» — Strokkur er og merkilegur hver, og víðar eru hverar híngað og þángað um landið; víða eru og laugar eða heit vötn. Geysis er aldrei getið í fornritum, en lauga er víða getið og þær voru notaðar strax og landið var bvgt; þetta sjáum vér á örnefnum (Laugardalr, Sælíngsdalslaug) og vitum annars af sögunum. Ari fróði getur um stað þann hjá Ölfossvatni (o; þíngvallavatni) «er kallaðr er Vellankatla», sem auðsjáanlega merkir hver; Saxo Grammaticus getur og og um hvera á íslaudi (án þess hann þó nefni Geysi) *). Vel má vera, að Geysir hafi ekki verið til eða eins magnaður ’) Af orðum Saxos verður ekki ráðið annað en það að hann hafi heyrt getið um hvera sem gjósi vatni, hann talar um hvera- hrúðrið og svo um „marga hvera“ sem gjósa vatni, en líklega hefði hann talað öðruvísi um Geysi, ef hann hefði þekt hann og vitað hvernig hann tók öllu öðru fram.

x

Gefn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.