Gefn - 01.01.1874, Page 16

Gefn - 01.01.1874, Page 16
16 suður á bóginu af norðurföllunum. Bæði þetta og en norð- lægari hnattstaða er orsök þess að nokkuð kaldara er fyrir norðan land en sunnan. Mjög kvarta œenn yflr umhleypíngum og stórviðrum á íslandi, en beri menn það saman við önnur lönd, þá mun annarstaðar vart verða betra en hjá oss, að fráreiknaðri hnattstöðunni og skógleysinu. Menn hafa enga hugmvnd á Islandi um ofstæki veðráttunnar í sumum öðrum löndum, sem þó eru ekki nídd eins niður og vort land, né nefnd með ónotum og hatri fyrir það sem náttúran ræður.') Á enum hærstu jöklum þiðnar aldrei snjór, nema ef eldur kemur upp í þeim. Takmark það, þar sem snjórinn hættir að þiðna á sumrin, og óbræðilegur jökull byrjar, kalla menn snjólínu, og liggur hún því hærra á fjöllunum, sem þau eru nær miðjarðarlínunni, en út við heimsskautin ætti hún að liggja niður við jörðu. Á Austurjöklum hefir snjólínan verið reiknuð 2808 fet frá sjávarmáli2); þau íjöll, sem svo eru há, eða lægri, eru því snjólaus á sumrin (o: á hér um bil jafnri breidd), en hvað þar er fyrir ofan, er jökull. þetta er samt nokkrum breytíngum undirorpið, því snjólínan breytist eptir árstíðunum; ekki fellur hún heldur ') Til samauburðar má nefna herferð Rússa til Khiva 1839—40, sem þeir fóru til að ná aptur þúsund mönnum sem Kirgísar höfðu tekið frá þeim; þángað fðru 7000 menn með 2300 hesta og 12,800 úlfalda; af úlföldunum kólu 12,600 í hel; kuldinn var minnst 18 stig, mest 35 stig (Réaumur); kvikasilfrið í hitamælunum fraus, úrin stóðu; 29 kafaldshríðir komu með 25 stiga frosti. petta er eigi eindæmi, heldur er þannig að jafnaði á veturna í þessum löndum, og á sumrin aptur nærri því 40 stiga hiti. 1827 kom svo mikil kafaldshríð með frosti syðst í Úralfjöllunum, að þar féilu 280 þúsundir hesta, 30 þúsundir nautgripa, 10 þúsundir úlfalda og ein millíón sauða. Ilniar landa þessara eru mjög ómenntaðir og hafa enga æðri hugmynd en rússneska þrælkun. pettaerritað í Ai. Humboldt, Asie centrale III, 72 og 557. 3) Á Mundíafjöllum er snjólínan 8124 fet, á Himalaja 16000 fet frá sjávarmáli.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.