Gefn - 01.01.1874, Qupperneq 17
17
saman við línu þá á hnettinum þar sem hitamælirinn vísar
á 0. Vðr setjum hér hæð nokkurra fjalla á íslandi eptir
enum minna uppdrætti bókmenntafélagsins (talan aptanvið
merkir hæðina frá sjávarmáli í íslenzkum fetum);
Öræfajökull 6241
Snæfell 5808
Eyjafjallajökull 5432
Herðubreið 5290
Hekla 4961
Snæfellsjökull 4577
Heljarfjall 3991
Smjörfjall 3859
Afréttartindur 3842
Kaldbakur 3699
Dyrfjöll 3606
Gláma 2872
Drángajökull 2837
Vífilsfell 2709
Lómagnúpur 2455
J>ríhyrníngur 2387
Ingólfsfjall 1742
Klofníngur 1598
Keilir 1239
Akraíjall 1160
Heimaklettur 916
Ingólfshöfði 260
Mælifellshnúkur 3476 Papey 169
Búlandstindur 3388 Reykjavík (Hólavöllur) 56
Gagnheiðarhnúkur 3009 Akureyri 18-
Vér nefnum falljökla, skriðjökla og jökulhlaup.
Allir jöklar eru í raun og veru falljöklar, því þeir síga
óaflátanlega niður á láglendið, en bæði er það, að menn taka
ekki eins eptir þessari hreifingu á íslandi eins og t. a. m.
í Sveiss, þar sem jöklarnir ná niður í frjóvsama dali, en
hjá oss eru þeir í óbygðum, enda bráðna þeir og að miklu
leyti jafn óðum og berast til sjávar af jökulvötnum. þetta
er auðskilið af því að jökullinn hlýtur ávallt að vaxa af því
vatni sem upp stígur af jörðunni sem gufa, og fellur aptur
niður á hana sem regn eða snjór, og frýs svo á jöklinum,
verður þar að svelli og eykur svo jökulbúnguna; jökullinn
þýngist því alltaf meir og meir og skríður eptir fjaliahlíðunum
sem hann liggur á. En það sem vér köllum falljökla og
jökulhlaup, það kemur sumpart af jarðeldi, sem bræðir og
losar jökulbúnguna, svo hún getur ekki borið sig, en hleypur
fram; eða þá það kemur af vatni, sem smám saman hefir
safnast í holur í jöklinum og grafið hann í sundur. Fall-
2